Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 13. desember 2021 23:44 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. Staða öryrkja hefur verið borin saman við stöðu þeirra sem eru atvinnulausir en atvinnulausir fá um 92 þúsund króna desemberuppbót. Í ár fá öryrkjar ekki nema um 48 þúsund krónur og er því um 45 þúsund króna munur á. Í fyrra ákvað ríkisstjórnin að gefa öryrkjum 50 þúsund króna eingreiðslu til að brúa bilið sem verður ekki gert í ár. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í þetta á þinginu í dag og segir Inga að Katrín hafi í raun ekki svarað fyrirspurninni. „Þetta voru bara útúrsnúningar eins og þeim einum er lagið ef við erum að koma með spurningar fyrir þau í óundirbúnum fyrirspurnum, því miður,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þegar þú talar um 48 þúsund krónur í jólabónus, eða desemberuppbót til öryrkja núna, þetta skerðir allt. Þetta er skattað og þetta skerðir og uppi standa þau með ekki neitt,“ sagði Inga. Hún gagnrýnir að ekki meira sé gert fyrir þá sem minnst mega sín á meðan komið sé til móts við aðra betur stadda. „Á meðan getum við lækkað hér bankaskatt um milljarða króna og við getum verið að gefa aðgang að sjávarauðlindinni nánast ókeypis og geta ekki rétt fátæku fólki hjálparhönd og gefið því gleðileg jól þá er ég gjörsamlega miður mín,“ segir Inga. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau muni ekki taka utan um þennan þjóðfélagshóp þegar málin okkar ganga bæði í gegn um fjárlög og svo getum við komið því líka inn í fjárauka og þá gætu þau fengið greitt fyrir jólin.“ Hún segir þrátt fyrir þetta að ríkisstjórnin geti ekki annað en hlustað á sig. „Þau hlusta á mig, þau geta ekki annað. Ég hef alltaf svo hátt. En jú þau hlusta og auðvitað vita þau að þetta er svona en það er bara spurningin um að taka utan um það og framkvæma hlutina. “ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Jól Tengdar fréttir Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Staða öryrkja hefur verið borin saman við stöðu þeirra sem eru atvinnulausir en atvinnulausir fá um 92 þúsund króna desemberuppbót. Í ár fá öryrkjar ekki nema um 48 þúsund krónur og er því um 45 þúsund króna munur á. Í fyrra ákvað ríkisstjórnin að gefa öryrkjum 50 þúsund króna eingreiðslu til að brúa bilið sem verður ekki gert í ár. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í þetta á þinginu í dag og segir Inga að Katrín hafi í raun ekki svarað fyrirspurninni. „Þetta voru bara útúrsnúningar eins og þeim einum er lagið ef við erum að koma með spurningar fyrir þau í óundirbúnum fyrirspurnum, því miður,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þegar þú talar um 48 þúsund krónur í jólabónus, eða desemberuppbót til öryrkja núna, þetta skerðir allt. Þetta er skattað og þetta skerðir og uppi standa þau með ekki neitt,“ sagði Inga. Hún gagnrýnir að ekki meira sé gert fyrir þá sem minnst mega sín á meðan komið sé til móts við aðra betur stadda. „Á meðan getum við lækkað hér bankaskatt um milljarða króna og við getum verið að gefa aðgang að sjávarauðlindinni nánast ókeypis og geta ekki rétt fátæku fólki hjálparhönd og gefið því gleðileg jól þá er ég gjörsamlega miður mín,“ segir Inga. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau muni ekki taka utan um þennan þjóðfélagshóp þegar málin okkar ganga bæði í gegn um fjárlög og svo getum við komið því líka inn í fjárauka og þá gætu þau fengið greitt fyrir jólin.“ Hún segir þrátt fyrir þetta að ríkisstjórnin geti ekki annað en hlustað á sig. „Þau hlusta á mig, þau geta ekki annað. Ég hef alltaf svo hátt. En jú þau hlusta og auðvitað vita þau að þetta er svona en það er bara spurningin um að taka utan um það og framkvæma hlutina. “
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Jól Tengdar fréttir Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58
Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent