Svona er hægt að eyða fullkomnum degi í jólaskapi í miðbænum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. desember 2021 12:00 Miðbær Reyjavíkur skartar sínu fegursta um jólin. Vísir/Vilhelm Jólin nálgast óðfluga og í öllum tryllingnum má ekki gleyma því að gera sér glaðan dag og njóta þeirra huggulegheita sem jólin bjóða upp á. Miðbær Reykjavíkur er órjúfanlegur hluti af íslensku jólaupplifuninni. Miðbæjarröltið í myrkrinu og jólaljósunum er eitthvað sem fangar hina allra bestu jólastemningu. Í dag verða loks verslanir opnar lengur á kvöldin og því hægt að eiga notalega kvöldstund í góðra vina hópi við gæðarölt. Við tókum því saman hinar ýmsu perlur miðborgarinnar og bjuggum til leiðandi lista fyrir áhugasama um skemmtilegt jólarölt í bænum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tIKL4yojAss">watch on YouTube</a> Þolinmæði er lykillinn Það getur reynst fólki erfitt að finna bílastæði í miðbænum og hér eru nokkur ráð. Fyrir þá sem ekki vita er hægt að leggja hjá Hallgrímskirkjunni bílaeigendum að kostnaðarlausu. Einnig má finna ýmis gjaldfrjáls svæði þar sem oft leynast stæði og svo er auðvitað ekki rukkað bílastæðagjald á kvöldin. Þá er líka hægt að spara sér tíma og skella sér í gulu limmuna, strætóinn. Það er um að gera að vera skapandi í hugsun þegar það kemur að bílastæðum en einnig má finna ýmis bílastæðahús í bænum og við hvetjum ykkur til að vera umburðarlynd og þolinmóð í umferðinni um jólin. Þá er ekki eftir neinu að bíða þannig að við skulum þræða miðbæinn saman hér og nú. Eitthvað fyrir alla Ef við byrjum ævintýrið á Hlemmi tekur Hlemmur Mathöll á móti okkur opnum örmum í gamalli strætó biðstöð sem hefur verið endurhönnuð á nútímalegan hátt. Þar er að finna fjölbreytt úrval veitingastaða og er góð matar ákvörðun fyrir hóp þar sem allir eru með ólíkar skoðanir. View this post on Instagram A post shared by Hlemmur - Mathöll (@hlemmurmatholl) Við Hlemm er jafnframt að finna Fatamarkaðinn og er þar hægt að gera góð kaup á fjölbreyttum flíkum ef maður gefur sér tíma til að skoða! View this post on Instagram A post shared by Fatamarkaðurinn Hlemmi (@fatamarkadurinnhlemmi) Fjölbreytileiki Laugavegsins Við blasir nú Laugavegurinn í allri sinni dýrð með sínar fjölbreyttu verslanir. Ég hvet ykkur til að hafa augun opin fyrir hliðargötum Laugavegs en á Vitastíg má finna verslunina KronKron sem selur til dæmis vörur eftir bresku tískugyðjuna Vivienne Westwood. Á horni Laugavegs og Frakkastígs stendur verslunin nomad sem er líklega ein svalasta gjafavöruverslun á landinu. Þar má finna fjölbreytt úrval af skemmtilegum tækifærisgjöfum, gæða húðvörum, kristöllum, ilmkertum, vekjaraklukkum, skrautlegum pizza skerum og í raun allt milli himins og jarðar. Í kjallara nomad er svo að finna listgallerí þar sem oft eru settar upp áhugaverðar ljósmyndasýningar. Því er hér á ferðinni lifandi rými! View this post on Instagram A post shared by nomad. (@nomad_iceland) Við erum mætt á mjög skemmtilega staðsetningu á Laugavegi þegar gengið er út úr nomad. Næst á dagskrá er verslunin aftur í eigu fatahönnuðarins Báru Hólmgeirsdóttur. Þar er að finna listrænlega endurunnar flíkur úr fjölbreyttum fatabútum sem mynda virkilega skemmtilega heild. Einnig selur Bára ýmsar lúxus vörur, andlits nuddtæki, lúxus kerti og fleira til. View this post on Instagram A post shared by Aftur (@aftur_iceland) Sælgæti og bakkelsi Við hliðina á Aftur finnum við sælgætisverslunina Vínberið og er alltaf ákveðin nostalgía að kíkja þangað inn. Vínberið hefur verið á sama stað áratugum saman en fyrir nokkrum árum stækkaði verslunin við sig og er líklega ein glæsilegasta nammibúð landsins! View this post on Instagram A post shared by Vi nberið (@vinberid) Ská á móti er kaffihúsið Sandholt og þar er hægt að kaupa hrikalega gott heitt kakó með rjóma ásamt dýrindis bakkelsi. Rýmið er ótrúlega smart og hef ég í gegnum tíðina gjarnan farið þangað til að eiga huggó stund með frænkum mínum. View this post on Instagram A post shared by Sandholt Reykjavík (@sandholtreykjavik) Þurrkuð blóm og bíó Þegar komið er að gatnamótum Laugavegs og Vatnsstígs er tilvalið að beygja til hægri niður á horn Hverfisgötunnar. Þar eru verslanirnar Mikado og Pastel saman í rými með áhugaverða og smart verslun þar sem viðskiptavinir geta til dæmis nálgast lúxus ilmi og þurrkaða blómvendi. Í rýminu á móti er svo gleraugnaverslunin Sjáðu með glæsilegar myndir í gluggunum og allskonar sólgleraugu. Svo er auðvitað hægt að ganga örlítið lengra upp Hverfisgötu og skella sér á góða mynd í Bíó Paradís! View this post on Instagram A post shared by M I K A D O (@mikado.reykjavik) Járnvörur, listaverk, tíska og matur Ef við förum aftur upp á Laugaveginn bíða okkar ýmis ævintýri. Járnvöruverslunin Brynja er alltaf skemmtileg. Það er einhver ólýsanlega áhugaverð orka inni í versluninni og alltaf hægt að stóla á topp þjónustu ef mann vantar til dæmis glænýjan hamar fyrir jólin! Ef við göngum svo að bakhúsi fyrir aftan Brynju getum við skyggnst inn í listrænan hugarheim Jóns Sæmundar listamanns, jafnframt þekktur sem Nonni Dead, en hann rekur gallerí þar. View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) Á móti Brynju er verslunin Spúútnik sem hefur selt Íslendingum töff notuð föt í áratugi. Þar er til dæmis að finna frábært úrval af gellu kjólum, loðjökkum og notuðum leðurbuxum. Persónulega finnst mér leður alltaf svolítil skemmtilegt um jólin. View this post on Instagram A post shared by Spu u tnik (@spuutnikreykjavik) Ef við erum orðin svöng þarf ekki að örvænta þar sem mið-austurlanda veitingastaðurinn Sumac er staðsettur rétt hjá Spúútnik. Smart og skemmtilegur staður með fjölbreyttu úrvali grænmetis- og kjötrétta - en eins og með alla veitingastaði miðbæjarins þá er alltaf betra að panta borð tímanlega. View this post on Instagram A post shared by Sumac Grill + Drinks (@sumacgrilldrinks) Á horni Laugavegs og Klapparstígs er hægt að fá sér gott kaffi eða frískandi bjór á Kaffibrennslunni en þar er alltaf bæði góð og hugguleg stemning. Í húsinu á bak við er svo að finna ofur gellu staðinn Monkey’s þar sem skvísur landsins fá sér kokteil og flottasta desert landsins. Við hliðina á Kaffibrennslunni má svo finna stóra og glæsilega verslun 66 norður með gífurlegu úrvali af flíkum sem halda á okkur hita. Bækur og tónlist Ef við förum svo yfir götuna og göngum nokkur skref niður Laugaveg rekum við augun í Hús Máls og Menningar. Þessi endurnýjaða bókabúð er einnig orðin að huggulegu kaffihúsi og bar og ef heppnin er með okkur þá er einhver skemmtilegur viðburður að fara af stað. Mál og menning hefur staðið fyrir mörgum skemmtilegum tónlistarviðburðum í ár og hér sameinast margir ólíkir listmiðlar þar sem hægt er að hlusta á ljúfa tóna, skoða gamlar og verðmætar bækur og fá sér einhvern góðan og jólalegan drykk. View this post on Instagram A post shared by Hús Máls og Menningar (@husmalsogmenningar) Sameining listmiðla Beint fyrir neðan Mál og Menningu má finna nýja tískuvöruverslun að nafni Andrá. Þar berjum við augum hinar ýmsu hátískuflíkur frá Skandinavíu og er þetta mikilvæg viðbót við menninguna á Laugavegi. Verslunin hefur einnig verið nýtt sem sýningarrými og á morgun, föstudaginn 17. desember, opnar þar myndlistarsýning í samvinnu við Sögu Sig og Listval. Tíska og list, er til betra kombó? View this post on Instagram A post shared by A N D R A R E Y K J A V I K (@andrareykjavik) Þegar við erum þangað komin er um að gera að kíkja í næsta rými sem er önnur glæsileg tískuvöruverslun sem þrír íslenskir fatahönnuðir reka og selja einungis íslenska hönnun. Verslunin heitir Apotek Atelier og er verslun sem íslenskir tískuunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Á móti rýminu er svo lítil blómabúð sem býður upp á einstaka blómvendi og ýmsar jólavörur. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Eftirminnilegar jólagjafir Þegar farið er á Laugaveg finnst mér alltaf jafn skemmtilegt að kíkja inn í Tiger, sem heitir víst Flying Tiger Copenhagen en það nafn hefur ekki náð jafn mikilli festu en verslunin dregur upprunalega nafn sitt frá tíu dönskum krónum þar sem vörurnar eru á mjög góðu verði. Í Tiger er mikið fjör og breitt úrval af ódýrum vörum sem gætu verið skemmtilegar í jólapakkann. Þegar ég var níu ára gömul fékk ég mjög skemmtilega jólagjöf frá vinkonu minni sem var einmitt úr Tiger. Þetta var lyklakippa með kind og ef maður kreisti kindina kom út einhvers konar kúkur. Mun þetta líklega vera ein eftirminnilegasta jólagjöf sem ég hef fengið! View this post on Instagram A post shared by Flying Tiger Island (@flyingtigeris) Þegar við komum að neðsta svæði Laugavegsins bíða okkar hátísku verslanirnar Stefánsbúð og Yeoman Reykjavík. Þar er að finna hinar ýmsu perlur, vandaðar flíkur, skemmtilega fylgihluti, litagleði og góðar víbrur. View this post on Instagram A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik) Perlur Hverfisgötunnar Þar fyrir aftan á Hverfisgötunni er svo tískuhúsið Húrra með kvenna og karla búðina sína undir sama þaki og þar ríkja svona cosmpolitan víbrur eins og maður sé mættur í stórborg! Þar er að finna úrval af öllu því heitasta í dag. Hverfisgatan býr yfir ýmsum perlum og má þar einnig nefna húsgagna- og lífsstíls verslunina NORR11 sem er í sama húsi og veitingastaðurinn Mikki Refur. NORR11 hefur í gegnum tíðina unnið bæði með galleríinu Listval og fjölbreyttu listafólki við sýningar í rýminu sem gaman er að hafa augun opin fyrir. View this post on Instagram A post shared by NORR11 Reykjavi k (@norr11reykjavik) Skólavörðustígs sjarminn Skólavörðustígurinn er alltaf sjarmerandi en regnbogalituð gata býður okkur öll velkomin með gleði og fjölbreytileika litanna. Ég mæli með því að ganga frekar upp Skólavörðustíginn en niður þar sem gangan upp að upplýstri Hallgrímskirkjunni er mikið augnakonfekt. Ég mæli líka með því að skella sér upp í Hallgrímskirkjuturn og njóta útsýnisins á fallegum degi. Á Skólavörðustíg 20 stendur Galleríið, sýningarrými og verslun sem selur alls konar íslenska list, allt frá málverkum til púðavera. Svo er um að gera að vera vakandi fyrir dansandi jólasveinum Skólavörðustígs sem varpað er á hvíta húsveggi. View this post on Instagram A post shared by Miðborgin (@midborgin) Stemnings staðir Ingólfsstræti er gata baranna. Á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis finnum við Prik allra landsmanna þar sem hægt er að fá góðan mat, drykki og góða stemningu. Prikið hefur alla tíð verið duglegt að virkja íslenskt tónlistarlíf og þrátt fyrir takmarkanir hefur Prikinu tekist að halda uppi stemningu í miðbænum. Hin glæsilega Petersen svíta stendur við Ingólfsstræti og þar færðu eitt besta útsýnið í Reykjavík. Ekki skemmir fyrir hvað barþjónarnir eru viðkunnalegir og sjarmerandi. View this post on Instagram A post shared by Petersen Svítan (@petersensvitan) Á Hverfisgötu er einnig að finna veitingastaðinn NOCONCEPT sem er svona ekta New York fílingur og humar pizza sem ég get hiklaust mælt með. Risastórir gluggar svo að jólaljósin úti ná inn til gesta, mjög hátt til lofts og tónlistin til fyrirmyndar þar sem hún kemur gestum í ansi góðan gír. Meðal annarra stemnings veitingastaða verður að nefna Sushi Social á Þingholtsstræti. Tónlist, matur og drykkir sameinast þar í suðrænni veislu og jólamatseðilinn þeirra kallar fram vatn í munninn. View this post on Instagram A post shared by Sushi Social (@sushisocialreykjavik) Jól í bolla Þegar komið er niður að Lækjargötu má ég til með að mæla með ofur krúttlegum og oggulitlum kakó stað á Bernhöftstorfu sem heitir Hátíðarvagninn. Þar er hægt að grípa sér dýrindis kakó bolla On The Go sem fullkomnar algjörlega kvöld rölt í bænum og jólatónlistin er þar spiluð hátt svo að jóla kærleikurinn dreifist. Slagorð Hátíðarvagnsins er einmitt Jól í bolla. View this post on Instagram A post shared by Hátíðarvagninn (@hatidarvagninn) Annað sem er vert að taka fram: Fyrir menningarþyrsta og listunnendur eru nokkrar dásamlegar sölusýningar í gangi í miðbænum þar sem íslenskt listafólk sýnir sínar bestu hliðar. Það er svo skemmtileg upplifun að fara á listasýningu og sjá hvað listin býr yfir ótrúlega mikilli fjölbreytni. Listval opnaði á dögunum gallerí í Hörpu og tekur það sig virkilega vel við hliðina á inngangnum. Hér er á ferðinni mikilvæg viðbót við þá menningarlegu heild sem húsið Harpa er og gaman að skoða verk eftir listafólk í fremsta flokki. Þá er Ásmundarsalur einnig með stórglæsilega sýningu eftir um það bil 170 listamenn á jóla sýningunni Svona eru jólin og Gallerí Port alltaf með puttann á púlsinum í listheiminum. View this post on Instagram A post shared by LISTVAL (@listval_) Tískuverslunin GK er staðsett á Hafnartorgi í stóru og glæsilegu rými sem er stútfullt af glæsilegum flíkum. Þau eru einnig með fallegt jólaverkefni í gangi þar sem hægt er að skilja eftir jólapakka undir jólatré verslunarinnar sem fer svo til einstaklinga sem munu eyða jólunum í neyðarskýlum og í úrræðum fyrir heimilislausa. Verslunin Gyllti kötturinn hefur svo verið staðsett í Austurstræti í árabil en þar er hægt að gera bestu mögulegu pelsakaup lífs síns! View this post on Instagram A post shared by Gyllti Ko tturinn (@gylltikotturinn) Skautar og útivera NOVA er með skautasvelli á Ingólfstorgi sem er frábær fjölskylduskemmtun fyrir þá sem þora út á hálan ís. Það er líka dásamlegt að skauta á tjörninni þegar hún frýs en mikilvægt er að bíða eftir miklu frosti. Undirrituð ætlaði einu sinni að ganga yfir Tjörnina á vetrarkvöldi en steig beint í gegnum ísinn og ofan í drulluna. Þó er alltaf huggulegt að ganga í kringum Tjörnina, anda að sér fersku lofti og virða fyrir sér fallegu jólaljósin. View this post on Instagram A post shared by Nova (@nova_island) Eymundsson verslanirnar eru staðsettar á nokkrum stöðum í bænum, meðal annars á Skólavörðustíg og í Austurstræti. Ég mæli þar með því að panta sér matcha latté með möndlumjólk og gleyma sér í stundarkorn yfir tískutímariti. Veitingastaðirnir Apotek Kitchen Bar og Fjallkonan eru einnig staddir í neðsta hluta miðbæjarins og þar er hægt að kjarna jólastemninguna í svokölluðu Jóla Afternoon Tea eða eftirmiðdags te-i í lúxus búning. View this post on Instagram A post shared by Fjallkonan (@fjallkonan.rvk) Oslóartréð lýsir upp Austurvöll og á Pósthússtræti má finna sjarmerandi jazz stað sem ber nafnið Skuggabaldur. Ljúfir og lifandi tónar, heillandi víbrur og góðir kokteilar bjóða gesti velkomna við innkomu og er vel þess virði að skella sér. Það er margt að gerast á þessu svæði, fótgetagarðurinn er vel upp lýstur af jólaljósum og í Fischersundi 3 má finna litla og einstaka ilmverslun sem heitir einfaldlega Fischersund. View this post on Instagram A post shared by Borgin okkar (@borgin.okkar) Það mikilvægasta við jólin er svo að muna að anda djúpt, umkringja sig þeim sem manni þykir vænt um og gera sitt allra besta við að njóta þess að vera til. Það eru jólin fyrir mér! Jól Reykjavík Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Hildur Yeoman afhjúpar jólagluggann og jólalínuna „Ég er mjög mikið jólabarn og á afmæli í desember, þetta er uppáhalds tíminn minn,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Yeoman. Í dag afhjúpar hún jólaglugga verslunar sinnar en útstillingin vekur athygli í miðbænum á aðventunni á hverju ári. 3. desember 2021 15:13 Listval opnaði sýningarrými í Hörpu Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan á Hörpu. 6. desember 2021 15:00 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Miðbær Reykjavíkur er órjúfanlegur hluti af íslensku jólaupplifuninni. Miðbæjarröltið í myrkrinu og jólaljósunum er eitthvað sem fangar hina allra bestu jólastemningu. Í dag verða loks verslanir opnar lengur á kvöldin og því hægt að eiga notalega kvöldstund í góðra vina hópi við gæðarölt. Við tókum því saman hinar ýmsu perlur miðborgarinnar og bjuggum til leiðandi lista fyrir áhugasama um skemmtilegt jólarölt í bænum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tIKL4yojAss">watch on YouTube</a> Þolinmæði er lykillinn Það getur reynst fólki erfitt að finna bílastæði í miðbænum og hér eru nokkur ráð. Fyrir þá sem ekki vita er hægt að leggja hjá Hallgrímskirkjunni bílaeigendum að kostnaðarlausu. Einnig má finna ýmis gjaldfrjáls svæði þar sem oft leynast stæði og svo er auðvitað ekki rukkað bílastæðagjald á kvöldin. Þá er líka hægt að spara sér tíma og skella sér í gulu limmuna, strætóinn. Það er um að gera að vera skapandi í hugsun þegar það kemur að bílastæðum en einnig má finna ýmis bílastæðahús í bænum og við hvetjum ykkur til að vera umburðarlynd og þolinmóð í umferðinni um jólin. Þá er ekki eftir neinu að bíða þannig að við skulum þræða miðbæinn saman hér og nú. Eitthvað fyrir alla Ef við byrjum ævintýrið á Hlemmi tekur Hlemmur Mathöll á móti okkur opnum örmum í gamalli strætó biðstöð sem hefur verið endurhönnuð á nútímalegan hátt. Þar er að finna fjölbreytt úrval veitingastaða og er góð matar ákvörðun fyrir hóp þar sem allir eru með ólíkar skoðanir. View this post on Instagram A post shared by Hlemmur - Mathöll (@hlemmurmatholl) Við Hlemm er jafnframt að finna Fatamarkaðinn og er þar hægt að gera góð kaup á fjölbreyttum flíkum ef maður gefur sér tíma til að skoða! View this post on Instagram A post shared by Fatamarkaðurinn Hlemmi (@fatamarkadurinnhlemmi) Fjölbreytileiki Laugavegsins Við blasir nú Laugavegurinn í allri sinni dýrð með sínar fjölbreyttu verslanir. Ég hvet ykkur til að hafa augun opin fyrir hliðargötum Laugavegs en á Vitastíg má finna verslunina KronKron sem selur til dæmis vörur eftir bresku tískugyðjuna Vivienne Westwood. Á horni Laugavegs og Frakkastígs stendur verslunin nomad sem er líklega ein svalasta gjafavöruverslun á landinu. Þar má finna fjölbreytt úrval af skemmtilegum tækifærisgjöfum, gæða húðvörum, kristöllum, ilmkertum, vekjaraklukkum, skrautlegum pizza skerum og í raun allt milli himins og jarðar. Í kjallara nomad er svo að finna listgallerí þar sem oft eru settar upp áhugaverðar ljósmyndasýningar. Því er hér á ferðinni lifandi rými! View this post on Instagram A post shared by nomad. (@nomad_iceland) Við erum mætt á mjög skemmtilega staðsetningu á Laugavegi þegar gengið er út úr nomad. Næst á dagskrá er verslunin aftur í eigu fatahönnuðarins Báru Hólmgeirsdóttur. Þar er að finna listrænlega endurunnar flíkur úr fjölbreyttum fatabútum sem mynda virkilega skemmtilega heild. Einnig selur Bára ýmsar lúxus vörur, andlits nuddtæki, lúxus kerti og fleira til. View this post on Instagram A post shared by Aftur (@aftur_iceland) Sælgæti og bakkelsi Við hliðina á Aftur finnum við sælgætisverslunina Vínberið og er alltaf ákveðin nostalgía að kíkja þangað inn. Vínberið hefur verið á sama stað áratugum saman en fyrir nokkrum árum stækkaði verslunin við sig og er líklega ein glæsilegasta nammibúð landsins! View this post on Instagram A post shared by Vi nberið (@vinberid) Ská á móti er kaffihúsið Sandholt og þar er hægt að kaupa hrikalega gott heitt kakó með rjóma ásamt dýrindis bakkelsi. Rýmið er ótrúlega smart og hef ég í gegnum tíðina gjarnan farið þangað til að eiga huggó stund með frænkum mínum. View this post on Instagram A post shared by Sandholt Reykjavík (@sandholtreykjavik) Þurrkuð blóm og bíó Þegar komið er að gatnamótum Laugavegs og Vatnsstígs er tilvalið að beygja til hægri niður á horn Hverfisgötunnar. Þar eru verslanirnar Mikado og Pastel saman í rými með áhugaverða og smart verslun þar sem viðskiptavinir geta til dæmis nálgast lúxus ilmi og þurrkaða blómvendi. Í rýminu á móti er svo gleraugnaverslunin Sjáðu með glæsilegar myndir í gluggunum og allskonar sólgleraugu. Svo er auðvitað hægt að ganga örlítið lengra upp Hverfisgötu og skella sér á góða mynd í Bíó Paradís! View this post on Instagram A post shared by M I K A D O (@mikado.reykjavik) Járnvörur, listaverk, tíska og matur Ef við förum aftur upp á Laugaveginn bíða okkar ýmis ævintýri. Járnvöruverslunin Brynja er alltaf skemmtileg. Það er einhver ólýsanlega áhugaverð orka inni í versluninni og alltaf hægt að stóla á topp þjónustu ef mann vantar til dæmis glænýjan hamar fyrir jólin! Ef við göngum svo að bakhúsi fyrir aftan Brynju getum við skyggnst inn í listrænan hugarheim Jóns Sæmundar listamanns, jafnframt þekktur sem Nonni Dead, en hann rekur gallerí þar. View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) Á móti Brynju er verslunin Spúútnik sem hefur selt Íslendingum töff notuð föt í áratugi. Þar er til dæmis að finna frábært úrval af gellu kjólum, loðjökkum og notuðum leðurbuxum. Persónulega finnst mér leður alltaf svolítil skemmtilegt um jólin. View this post on Instagram A post shared by Spu u tnik (@spuutnikreykjavik) Ef við erum orðin svöng þarf ekki að örvænta þar sem mið-austurlanda veitingastaðurinn Sumac er staðsettur rétt hjá Spúútnik. Smart og skemmtilegur staður með fjölbreyttu úrvali grænmetis- og kjötrétta - en eins og með alla veitingastaði miðbæjarins þá er alltaf betra að panta borð tímanlega. View this post on Instagram A post shared by Sumac Grill + Drinks (@sumacgrilldrinks) Á horni Laugavegs og Klapparstígs er hægt að fá sér gott kaffi eða frískandi bjór á Kaffibrennslunni en þar er alltaf bæði góð og hugguleg stemning. Í húsinu á bak við er svo að finna ofur gellu staðinn Monkey’s þar sem skvísur landsins fá sér kokteil og flottasta desert landsins. Við hliðina á Kaffibrennslunni má svo finna stóra og glæsilega verslun 66 norður með gífurlegu úrvali af flíkum sem halda á okkur hita. Bækur og tónlist Ef við förum svo yfir götuna og göngum nokkur skref niður Laugaveg rekum við augun í Hús Máls og Menningar. Þessi endurnýjaða bókabúð er einnig orðin að huggulegu kaffihúsi og bar og ef heppnin er með okkur þá er einhver skemmtilegur viðburður að fara af stað. Mál og menning hefur staðið fyrir mörgum skemmtilegum tónlistarviðburðum í ár og hér sameinast margir ólíkir listmiðlar þar sem hægt er að hlusta á ljúfa tóna, skoða gamlar og verðmætar bækur og fá sér einhvern góðan og jólalegan drykk. View this post on Instagram A post shared by Hús Máls og Menningar (@husmalsogmenningar) Sameining listmiðla Beint fyrir neðan Mál og Menningu má finna nýja tískuvöruverslun að nafni Andrá. Þar berjum við augum hinar ýmsu hátískuflíkur frá Skandinavíu og er þetta mikilvæg viðbót við menninguna á Laugavegi. Verslunin hefur einnig verið nýtt sem sýningarrými og á morgun, föstudaginn 17. desember, opnar þar myndlistarsýning í samvinnu við Sögu Sig og Listval. Tíska og list, er til betra kombó? View this post on Instagram A post shared by A N D R A R E Y K J A V I K (@andrareykjavik) Þegar við erum þangað komin er um að gera að kíkja í næsta rými sem er önnur glæsileg tískuvöruverslun sem þrír íslenskir fatahönnuðir reka og selja einungis íslenska hönnun. Verslunin heitir Apotek Atelier og er verslun sem íslenskir tískuunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Á móti rýminu er svo lítil blómabúð sem býður upp á einstaka blómvendi og ýmsar jólavörur. View this post on Instagram A post shared by Apotek Atelier (@apotekatelier) Eftirminnilegar jólagjafir Þegar farið er á Laugaveg finnst mér alltaf jafn skemmtilegt að kíkja inn í Tiger, sem heitir víst Flying Tiger Copenhagen en það nafn hefur ekki náð jafn mikilli festu en verslunin dregur upprunalega nafn sitt frá tíu dönskum krónum þar sem vörurnar eru á mjög góðu verði. Í Tiger er mikið fjör og breitt úrval af ódýrum vörum sem gætu verið skemmtilegar í jólapakkann. Þegar ég var níu ára gömul fékk ég mjög skemmtilega jólagjöf frá vinkonu minni sem var einmitt úr Tiger. Þetta var lyklakippa með kind og ef maður kreisti kindina kom út einhvers konar kúkur. Mun þetta líklega vera ein eftirminnilegasta jólagjöf sem ég hef fengið! View this post on Instagram A post shared by Flying Tiger Island (@flyingtigeris) Þegar við komum að neðsta svæði Laugavegsins bíða okkar hátísku verslanirnar Stefánsbúð og Yeoman Reykjavík. Þar er að finna hinar ýmsu perlur, vandaðar flíkur, skemmtilega fylgihluti, litagleði og góðar víbrur. View this post on Instagram A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik) Perlur Hverfisgötunnar Þar fyrir aftan á Hverfisgötunni er svo tískuhúsið Húrra með kvenna og karla búðina sína undir sama þaki og þar ríkja svona cosmpolitan víbrur eins og maður sé mættur í stórborg! Þar er að finna úrval af öllu því heitasta í dag. Hverfisgatan býr yfir ýmsum perlum og má þar einnig nefna húsgagna- og lífsstíls verslunina NORR11 sem er í sama húsi og veitingastaðurinn Mikki Refur. NORR11 hefur í gegnum tíðina unnið bæði með galleríinu Listval og fjölbreyttu listafólki við sýningar í rýminu sem gaman er að hafa augun opin fyrir. View this post on Instagram A post shared by NORR11 Reykjavi k (@norr11reykjavik) Skólavörðustígs sjarminn Skólavörðustígurinn er alltaf sjarmerandi en regnbogalituð gata býður okkur öll velkomin með gleði og fjölbreytileika litanna. Ég mæli með því að ganga frekar upp Skólavörðustíginn en niður þar sem gangan upp að upplýstri Hallgrímskirkjunni er mikið augnakonfekt. Ég mæli líka með því að skella sér upp í Hallgrímskirkjuturn og njóta útsýnisins á fallegum degi. Á Skólavörðustíg 20 stendur Galleríið, sýningarrými og verslun sem selur alls konar íslenska list, allt frá málverkum til púðavera. Svo er um að gera að vera vakandi fyrir dansandi jólasveinum Skólavörðustígs sem varpað er á hvíta húsveggi. View this post on Instagram A post shared by Miðborgin (@midborgin) Stemnings staðir Ingólfsstræti er gata baranna. Á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis finnum við Prik allra landsmanna þar sem hægt er að fá góðan mat, drykki og góða stemningu. Prikið hefur alla tíð verið duglegt að virkja íslenskt tónlistarlíf og þrátt fyrir takmarkanir hefur Prikinu tekist að halda uppi stemningu í miðbænum. Hin glæsilega Petersen svíta stendur við Ingólfsstræti og þar færðu eitt besta útsýnið í Reykjavík. Ekki skemmir fyrir hvað barþjónarnir eru viðkunnalegir og sjarmerandi. View this post on Instagram A post shared by Petersen Svítan (@petersensvitan) Á Hverfisgötu er einnig að finna veitingastaðinn NOCONCEPT sem er svona ekta New York fílingur og humar pizza sem ég get hiklaust mælt með. Risastórir gluggar svo að jólaljósin úti ná inn til gesta, mjög hátt til lofts og tónlistin til fyrirmyndar þar sem hún kemur gestum í ansi góðan gír. Meðal annarra stemnings veitingastaða verður að nefna Sushi Social á Þingholtsstræti. Tónlist, matur og drykkir sameinast þar í suðrænni veislu og jólamatseðilinn þeirra kallar fram vatn í munninn. View this post on Instagram A post shared by Sushi Social (@sushisocialreykjavik) Jól í bolla Þegar komið er niður að Lækjargötu má ég til með að mæla með ofur krúttlegum og oggulitlum kakó stað á Bernhöftstorfu sem heitir Hátíðarvagninn. Þar er hægt að grípa sér dýrindis kakó bolla On The Go sem fullkomnar algjörlega kvöld rölt í bænum og jólatónlistin er þar spiluð hátt svo að jóla kærleikurinn dreifist. Slagorð Hátíðarvagnsins er einmitt Jól í bolla. View this post on Instagram A post shared by Hátíðarvagninn (@hatidarvagninn) Annað sem er vert að taka fram: Fyrir menningarþyrsta og listunnendur eru nokkrar dásamlegar sölusýningar í gangi í miðbænum þar sem íslenskt listafólk sýnir sínar bestu hliðar. Það er svo skemmtileg upplifun að fara á listasýningu og sjá hvað listin býr yfir ótrúlega mikilli fjölbreytni. Listval opnaði á dögunum gallerí í Hörpu og tekur það sig virkilega vel við hliðina á inngangnum. Hér er á ferðinni mikilvæg viðbót við þá menningarlegu heild sem húsið Harpa er og gaman að skoða verk eftir listafólk í fremsta flokki. Þá er Ásmundarsalur einnig með stórglæsilega sýningu eftir um það bil 170 listamenn á jóla sýningunni Svona eru jólin og Gallerí Port alltaf með puttann á púlsinum í listheiminum. View this post on Instagram A post shared by LISTVAL (@listval_) Tískuverslunin GK er staðsett á Hafnartorgi í stóru og glæsilegu rými sem er stútfullt af glæsilegum flíkum. Þau eru einnig með fallegt jólaverkefni í gangi þar sem hægt er að skilja eftir jólapakka undir jólatré verslunarinnar sem fer svo til einstaklinga sem munu eyða jólunum í neyðarskýlum og í úrræðum fyrir heimilislausa. Verslunin Gyllti kötturinn hefur svo verið staðsett í Austurstræti í árabil en þar er hægt að gera bestu mögulegu pelsakaup lífs síns! View this post on Instagram A post shared by Gyllti Ko tturinn (@gylltikotturinn) Skautar og útivera NOVA er með skautasvelli á Ingólfstorgi sem er frábær fjölskylduskemmtun fyrir þá sem þora út á hálan ís. Það er líka dásamlegt að skauta á tjörninni þegar hún frýs en mikilvægt er að bíða eftir miklu frosti. Undirrituð ætlaði einu sinni að ganga yfir Tjörnina á vetrarkvöldi en steig beint í gegnum ísinn og ofan í drulluna. Þó er alltaf huggulegt að ganga í kringum Tjörnina, anda að sér fersku lofti og virða fyrir sér fallegu jólaljósin. View this post on Instagram A post shared by Nova (@nova_island) Eymundsson verslanirnar eru staðsettar á nokkrum stöðum í bænum, meðal annars á Skólavörðustíg og í Austurstræti. Ég mæli þar með því að panta sér matcha latté með möndlumjólk og gleyma sér í stundarkorn yfir tískutímariti. Veitingastaðirnir Apotek Kitchen Bar og Fjallkonan eru einnig staddir í neðsta hluta miðbæjarins og þar er hægt að kjarna jólastemninguna í svokölluðu Jóla Afternoon Tea eða eftirmiðdags te-i í lúxus búning. View this post on Instagram A post shared by Fjallkonan (@fjallkonan.rvk) Oslóartréð lýsir upp Austurvöll og á Pósthússtræti má finna sjarmerandi jazz stað sem ber nafnið Skuggabaldur. Ljúfir og lifandi tónar, heillandi víbrur og góðir kokteilar bjóða gesti velkomna við innkomu og er vel þess virði að skella sér. Það er margt að gerast á þessu svæði, fótgetagarðurinn er vel upp lýstur af jólaljósum og í Fischersundi 3 má finna litla og einstaka ilmverslun sem heitir einfaldlega Fischersund. View this post on Instagram A post shared by Borgin okkar (@borgin.okkar) Það mikilvægasta við jólin er svo að muna að anda djúpt, umkringja sig þeim sem manni þykir vænt um og gera sitt allra besta við að njóta þess að vera til. Það eru jólin fyrir mér!
Jól Reykjavík Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Hildur Yeoman afhjúpar jólagluggann og jólalínuna „Ég er mjög mikið jólabarn og á afmæli í desember, þetta er uppáhalds tíminn minn,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Yeoman. Í dag afhjúpar hún jólaglugga verslunar sinnar en útstillingin vekur athygli í miðbænum á aðventunni á hverju ári. 3. desember 2021 15:13 Listval opnaði sýningarrými í Hörpu Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan á Hörpu. 6. desember 2021 15:00 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Hildur Yeoman afhjúpar jólagluggann og jólalínuna „Ég er mjög mikið jólabarn og á afmæli í desember, þetta er uppáhalds tíminn minn,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Yeoman. Í dag afhjúpar hún jólaglugga verslunar sinnar en útstillingin vekur athygli í miðbænum á aðventunni á hverju ári. 3. desember 2021 15:13
Listval opnaði sýningarrými í Hörpu Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan á Hörpu. 6. desember 2021 15:00