Fengu pítsu og kók en nöguðu líka neglur Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2021 14:31 Svíarnir nutu þess að gæða sér á pítsum um leið og þess var beðið að sjá hvort Svíþjóð kæmist í 8-liða úrslitin. Instagram/@handbollslandslaget Það var spennuþrungið andrúmsloft á hóteli sænska kvennalandsliðsins í handbolta í gærkvöld þegar liðið beið þess að vita örlög sín á HM á Spáni. Þjálfarar sænska liðsins ákváðu að breyta til og leyfa leikmönnum að snæða pítsur og drekka gos eftir 34-30 sigur á Rúmeníu sem þýddi að Svíar töpuðu ekki leik í milliriðli tvö. Sænska liðið gerði þó tvö jafntefli og átti á hættu að falla úr keppni. Það hefði gerst ef að Holland og Noregur hefðu gert jafntefli í sínum leik, og skorað yfir 32 mörk hvort lið. Á meðan að þær sænsku snæddu pítsurnar horfðu þær því á leik Hollands og Noregs. Því fylgdi svo mikil spenna að neglur voru nagaðar, en á endanum stýrði Þórir Hergeirsson liði Noregs til 37-34 sigurs sem jafnframt skilaði Svíþjóð áfram í 8-liða úsrlitin. View this post on Instagram A post shared by Handbollslandslaget (@handbollslandslaget) „Auðvitað verður þetta stressandi,“ hafði Carin Strömberg, fyrirliði sænska liðsins, sagt áður en liðið hélt upp á hótel eftir sigurinn gegn Rúmeníu. „En nú fáum við taílenskan mat, pítsur og kók. Það verður virkilega gott eftir næstum þrjár vikur með bara hrísgrjónum, baunum og kjúkling,“ bætti hún við. Með hjartastuðtækið klárt Þjálfarinn Tomas Axnér sagði að vissulega hefði verið mikil spenna í loftinu á hótelinu. „Þetta var stressandi. Við þjálfararnir horfðum á leikinn í okkar herbergi. Við vorum með lækninn með okkur og sem betur fer var hjartastuðtæki þarna líka,“ sagði Axnér léttur. Svíar hafa hins vegar ekki mikinn tíma til að fagna því nú er fram undan leikur við Frakkland annað kvöld í 8-liða úrslitunum. Noregur mætir Rússlandi sama kvöld. Í dag mætast Danmörk og Brasilía, og Spánn og Þýskaland. HM 2021 í handbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Þjálfarar sænska liðsins ákváðu að breyta til og leyfa leikmönnum að snæða pítsur og drekka gos eftir 34-30 sigur á Rúmeníu sem þýddi að Svíar töpuðu ekki leik í milliriðli tvö. Sænska liðið gerði þó tvö jafntefli og átti á hættu að falla úr keppni. Það hefði gerst ef að Holland og Noregur hefðu gert jafntefli í sínum leik, og skorað yfir 32 mörk hvort lið. Á meðan að þær sænsku snæddu pítsurnar horfðu þær því á leik Hollands og Noregs. Því fylgdi svo mikil spenna að neglur voru nagaðar, en á endanum stýrði Þórir Hergeirsson liði Noregs til 37-34 sigurs sem jafnframt skilaði Svíþjóð áfram í 8-liða úsrlitin. View this post on Instagram A post shared by Handbollslandslaget (@handbollslandslaget) „Auðvitað verður þetta stressandi,“ hafði Carin Strömberg, fyrirliði sænska liðsins, sagt áður en liðið hélt upp á hótel eftir sigurinn gegn Rúmeníu. „En nú fáum við taílenskan mat, pítsur og kók. Það verður virkilega gott eftir næstum þrjár vikur með bara hrísgrjónum, baunum og kjúkling,“ bætti hún við. Með hjartastuðtækið klárt Þjálfarinn Tomas Axnér sagði að vissulega hefði verið mikil spenna í loftinu á hótelinu. „Þetta var stressandi. Við þjálfararnir horfðum á leikinn í okkar herbergi. Við vorum með lækninn með okkur og sem betur fer var hjartastuðtæki þarna líka,“ sagði Axnér léttur. Svíar hafa hins vegar ekki mikinn tíma til að fagna því nú er fram undan leikur við Frakkland annað kvöld í 8-liða úrslitunum. Noregur mætir Rússlandi sama kvöld. Í dag mætast Danmörk og Brasilía, og Spánn og Þýskaland.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða