Bréf til Svandísar Atli Hermansson skrifar 14. desember 2021 17:31 Sæl Svandís og til hamingju með embætti sjávarútvegsráðherra. Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010. Nefndin starfaði i samtals 18 mánuði og var árangurinn heldur rýr í roðinu. Þó skal tekið fram að stórútgerðin hlýtur að hafa verið ánægð með varaformann ykkar Vinstri- grænna, Björn Val Gíslason - sem seinna gerði Björn Val að skipstjóra á Emeraude, einu stærsta skipi Samherja-samstæðunnar. Jón eða séra Jón Það sama verður ekki sagt um fyrrverandi félaga þinn í embætti sjávarútvegs, Jón Bjarnason. Smábátaflotinn var að vísu mjög ánægður með að Jóni skyldi takast að koma strandveiðikerfinu á. En hann fékk litlar þakkir fyrir annars staðar og því settur af í kjölfarið sem ráðherra. Svandís; ég tel að þú hafir um þessar tvær leiðir að velja. Þegar Þorgerður Katrín var sjávarútvegsráðherra árið 2017 var það hennar fyrsta verk að skipa þverpólitíska nefnd sem endurskoða átti gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Nefnd fékk snöggan endi þegar stjórnin féll, en mér skilst að allar upphæðir sem nefndar voru hafi verið of háar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en þú þekkir störf nefndarinnar betur hafandi verið þar. Forréttindakerfi Mikil vinna hefur þegar verið lögð í endurskoðun á kvótakerfinu og í raun búið að velta upp öllu sem hugsast getur í því sambandi. En það strandar alltaf á því sama - Velunnarar og vildarvinir LÍÚ bregða alltaf fæti fyrir hinum smæstu umbótum á kerfinu. Því verður að hafa annan háttinn á þegar skipað verður í næstu „sáttanefnd“ vitandi að þjóðin á ekki að þurfa að sættast við forréttinda- og sérhagsmunaöflin - það á að vera þveröfugt. Hvernig er annars hægt að ætlast til að þeir sem sérleyfi hafa til fiskveiða og nær einokun á allri fiskvinnslu í landinu, vilji gefa eitthvað eftir af sínum forréttindum. Að geta fénýtt auðlind þjóðarinnar í eigin þágu. Að hafa svo kallaða virðiskeðju á eigin hendi og geta ákveðið hvar auðlindarenta þjóðarinnar verður til - á Kýpur ef ekki vill betur til. Þá þarf þjóðin ekki að hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar fari með arðinn af auðlindinni úr landi - landinn virðist fullfær um það sjálfur. Því eignarhaldið á nokkrum af stærstu útgerðum landsins er þegar farið utan í lægra skattaumhverfi. Er það eitthvað sem menn vilja ræða? Vísindakirkjan Þá sjaldan þegar nýtingarkerfi og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er til umræðu eru það eingöngu starfsmenn Hafró sem dregnir eru að borðin. Þar lýsa þeir eigin árangri eftir 40 ára þrotlausa „uppbyggingu“ á þorskstofninum – þó aflinn sé enn aðeins tæplega helmingur þess sem hann var áður en kvótakerfið var tekið upp. Eða vilja menn heldur ræða árangurinn af nær horfinni innfjarðarækjunni, úthafsrækjuna, humarinn, úthafskarfann, djúpkarfann, hlýrann, skötuselinn eða flatfiskinn sem er nær allur horfinn allt í kringum landið. Svandís; Það er e.t.v. ráð að fá einhverja aðra að borðinu. Einhverja sem ekki koma úr sama klakinu, eða horfa á sameign íslensku þjóðarinnar með öðrum augum en í gegnum sjóræningjakíki LÍÚ. Undirritaður býður fram aðstoð sína. Höfundur er hafnarvörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Sæl Svandís og til hamingju með embætti sjávarútvegsráðherra. Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010. Nefndin starfaði i samtals 18 mánuði og var árangurinn heldur rýr í roðinu. Þó skal tekið fram að stórútgerðin hlýtur að hafa verið ánægð með varaformann ykkar Vinstri- grænna, Björn Val Gíslason - sem seinna gerði Björn Val að skipstjóra á Emeraude, einu stærsta skipi Samherja-samstæðunnar. Jón eða séra Jón Það sama verður ekki sagt um fyrrverandi félaga þinn í embætti sjávarútvegs, Jón Bjarnason. Smábátaflotinn var að vísu mjög ánægður með að Jóni skyldi takast að koma strandveiðikerfinu á. En hann fékk litlar þakkir fyrir annars staðar og því settur af í kjölfarið sem ráðherra. Svandís; ég tel að þú hafir um þessar tvær leiðir að velja. Þegar Þorgerður Katrín var sjávarútvegsráðherra árið 2017 var það hennar fyrsta verk að skipa þverpólitíska nefnd sem endurskoða átti gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Nefnd fékk snöggan endi þegar stjórnin féll, en mér skilst að allar upphæðir sem nefndar voru hafi verið of háar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en þú þekkir störf nefndarinnar betur hafandi verið þar. Forréttindakerfi Mikil vinna hefur þegar verið lögð í endurskoðun á kvótakerfinu og í raun búið að velta upp öllu sem hugsast getur í því sambandi. En það strandar alltaf á því sama - Velunnarar og vildarvinir LÍÚ bregða alltaf fæti fyrir hinum smæstu umbótum á kerfinu. Því verður að hafa annan háttinn á þegar skipað verður í næstu „sáttanefnd“ vitandi að þjóðin á ekki að þurfa að sættast við forréttinda- og sérhagsmunaöflin - það á að vera þveröfugt. Hvernig er annars hægt að ætlast til að þeir sem sérleyfi hafa til fiskveiða og nær einokun á allri fiskvinnslu í landinu, vilji gefa eitthvað eftir af sínum forréttindum. Að geta fénýtt auðlind þjóðarinnar í eigin þágu. Að hafa svo kallaða virðiskeðju á eigin hendi og geta ákveðið hvar auðlindarenta þjóðarinnar verður til - á Kýpur ef ekki vill betur til. Þá þarf þjóðin ekki að hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar fari með arðinn af auðlindinni úr landi - landinn virðist fullfær um það sjálfur. Því eignarhaldið á nokkrum af stærstu útgerðum landsins er þegar farið utan í lægra skattaumhverfi. Er það eitthvað sem menn vilja ræða? Vísindakirkjan Þá sjaldan þegar nýtingarkerfi og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er til umræðu eru það eingöngu starfsmenn Hafró sem dregnir eru að borðin. Þar lýsa þeir eigin árangri eftir 40 ára þrotlausa „uppbyggingu“ á þorskstofninum – þó aflinn sé enn aðeins tæplega helmingur þess sem hann var áður en kvótakerfið var tekið upp. Eða vilja menn heldur ræða árangurinn af nær horfinni innfjarðarækjunni, úthafsrækjuna, humarinn, úthafskarfann, djúpkarfann, hlýrann, skötuselinn eða flatfiskinn sem er nær allur horfinn allt í kringum landið. Svandís; Það er e.t.v. ráð að fá einhverja aðra að borðinu. Einhverja sem ekki koma úr sama klakinu, eða horfa á sameign íslensku þjóðarinnar með öðrum augum en í gegnum sjóræningjakíki LÍÚ. Undirritaður býður fram aðstoð sína. Höfundur er hafnarvörður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun