Hneykslaður á hlutverki sonar síns: „Enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2021 08:30 Dagur Dan Þórhallsson lék með Fylki í sumar. Þórhallur pabbi hans gerði garðinn frægan í Árbænum en varð síðar leikmaður og fyrirliði Hauka. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Fylkis, gefur lítið fyrir hæfileika þjálfara liðsins í sumar. Þá segir hann þjálfara U21-landsliðsins ekki hafa hundsvit á fótbolta. Þórhallur lét gamminn geysa þegar hann ræddi við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun, þegar talið barst að syni hans, Degi Dan Þórhallssyni. Dagur, sem er 21 árs, gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð og þótti spila vel í 5-1 sigri liðsins á Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Hann lék 20 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið endaði neðst í deildinni og féll. „Nú er ég farinn að þekkja son minn“ Þórhallur kennir þjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni um að Dagur hafi ekki náð sér betur á strik í sumar. Hann hefur mun meiri trú á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, sem Þórhallur segir að hafi hringt í sig á miðju sumri til að ræða um Dag. „Í allt sumar sagði ég við þig að hann væri enginn vængmaður og þeir [þjálfarar Fylkis] spila honum út á væng í allt sumar. Svo kemur maður sem veit eitthvað um fótbolta, stillir honum upp á miðjunni og nú er ég farinn að þekkja son minn,“ er haft eftir Þórhalli úr þættinum í grein á Fótbolta.net. „Þó að hann sé sonur minn þá hefur hann tvisvar sinnum farið út á reynslu og í bæði skiptin verið keyptur sem miðjumaður. Ég reyndi eins og ég gat að segja þeim að hann væri ekki kantmaður,“ sagði Þórhallur. Segir félög tengd U21-þjálfurunum hafa reynt að fá Dag Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, og þáverandi aðstoðarþjálfari hans Hermann Hreiðarsson, fá sömuleiðis falleinkunn hjá Þórhalli. „Svo í aðraganda að U21 leiknum gegn Portúgal [í október] er hann [Dagur] tekinn inn í hópinn og er síðan settur inn. Þeir setja hann í vængbakvörð. Ég ætla segja þetta hreint út, enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, ekki neitt. Það er svo fyndið af því að lið beggja þjálfaranna voru að reyna fá hann í sín félög. Í næsta verkefni er hann svo ekki í hóp,“ sagði Þórhallur og gaf þannig í skyn að Leiknir, sem Davíð Snorri lék með og þjálfaði, og ÍBV, sem Hermann þjálfar nú, hefðu reynt að fá Dag til sín. „Skrifa það algjörlega á þjálfarateymið“ Þórhallur, sem á meðal annars að baki 159 leiki í efstu deild og tvo A-landsleiki, vill meina að nú sé sonur sinn kominn á réttan stað, hjá silfurliði Breiðabliks: „Ég er ekki blindur á son minn vegna þess að í leikjum með Fylki í sumar var hann langt frá því að spila á getu. Langt frá því. Ég skrifa það algjörlega á þjálfarateymið og hvar þeir settu hann. Svo horfi ég á hann núna, horfði á þessa þrjá leiki í Bose-bikarnum. Það þarf að hrósa Óskari líka fyrir þessa spilamennsku. Það er eitthvað annað gaman að horfa á þetta Blikalið. Það má ekki gleyma því að í leiknum gegn Víkingi vantaði Viktor Karl, Jason Daða og Árna Vill. Óskar Hrafn… Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað hann heldur sig við sína hugmyndafræði. Það vantaði fullt af leikmönnum en þeir voru samt frábærir. Hann er búinn að spotta leikmenn ótrúlega snemma,“ sagði Þórhallur. Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Þórhallur lét gamminn geysa þegar hann ræddi við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun, þegar talið barst að syni hans, Degi Dan Þórhallssyni. Dagur, sem er 21 árs, gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð og þótti spila vel í 5-1 sigri liðsins á Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Hann lék 20 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið endaði neðst í deildinni og féll. „Nú er ég farinn að þekkja son minn“ Þórhallur kennir þjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni um að Dagur hafi ekki náð sér betur á strik í sumar. Hann hefur mun meiri trú á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, sem Þórhallur segir að hafi hringt í sig á miðju sumri til að ræða um Dag. „Í allt sumar sagði ég við þig að hann væri enginn vængmaður og þeir [þjálfarar Fylkis] spila honum út á væng í allt sumar. Svo kemur maður sem veit eitthvað um fótbolta, stillir honum upp á miðjunni og nú er ég farinn að þekkja son minn,“ er haft eftir Þórhalli úr þættinum í grein á Fótbolta.net. „Þó að hann sé sonur minn þá hefur hann tvisvar sinnum farið út á reynslu og í bæði skiptin verið keyptur sem miðjumaður. Ég reyndi eins og ég gat að segja þeim að hann væri ekki kantmaður,“ sagði Þórhallur. Segir félög tengd U21-þjálfurunum hafa reynt að fá Dag Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, og þáverandi aðstoðarþjálfari hans Hermann Hreiðarsson, fá sömuleiðis falleinkunn hjá Þórhalli. „Svo í aðraganda að U21 leiknum gegn Portúgal [í október] er hann [Dagur] tekinn inn í hópinn og er síðan settur inn. Þeir setja hann í vængbakvörð. Ég ætla segja þetta hreint út, enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, ekki neitt. Það er svo fyndið af því að lið beggja þjálfaranna voru að reyna fá hann í sín félög. Í næsta verkefni er hann svo ekki í hóp,“ sagði Þórhallur og gaf þannig í skyn að Leiknir, sem Davíð Snorri lék með og þjálfaði, og ÍBV, sem Hermann þjálfar nú, hefðu reynt að fá Dag til sín. „Skrifa það algjörlega á þjálfarateymið“ Þórhallur, sem á meðal annars að baki 159 leiki í efstu deild og tvo A-landsleiki, vill meina að nú sé sonur sinn kominn á réttan stað, hjá silfurliði Breiðabliks: „Ég er ekki blindur á son minn vegna þess að í leikjum með Fylki í sumar var hann langt frá því að spila á getu. Langt frá því. Ég skrifa það algjörlega á þjálfarateymið og hvar þeir settu hann. Svo horfi ég á hann núna, horfði á þessa þrjá leiki í Bose-bikarnum. Það þarf að hrósa Óskari líka fyrir þessa spilamennsku. Það er eitthvað annað gaman að horfa á þetta Blikalið. Það má ekki gleyma því að í leiknum gegn Víkingi vantaði Viktor Karl, Jason Daða og Árna Vill. Óskar Hrafn… Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað hann heldur sig við sína hugmyndafræði. Það vantaði fullt af leikmönnum en þeir voru samt frábærir. Hann er búinn að spotta leikmenn ótrúlega snemma,“ sagði Þórhallur.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn