Leikmenn hverfa á miðju HM kvenna í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 14:00 Shaghayegh Bapiri í leik með Íran á HM en hún er nú horfin. IHF Íranska landsliðið er að keppa á HM kvenna í handbolta sem nú stendur yfir á Spáni. Það lítur út fyrir það að það munu ekki allir leikmenn liðsins skila sér heim af mótinu. Þá sögu geta fleiri lönd sagt. Þetta er mjög sérstakt heimsmeistaramót hjá konunum því ákveðið var að fjölga liðum á mótinu og fyrir vikið hafa sumar þjóðir verið að stíga sín fyrstu skref á móti sem þessu. Ännu en VM-spelare är spårlöst försvunnen.https://t.co/8DFzxorZWs— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 15, 2021 Það hefur ekki aðeins þýtt að bestu liðin hafa unnið mjög marga risasigra heldur virðist vera sem svo að leikmenn sumra þjóða hafi ákveðið að nýta sér tækifærið til að komast til Evrópu. Fyrst hurfu fjórir leikmenn kamerúnska landsliðsins og nú hefur einn leikmaður íranska landsliðsins einnig gufað upp. Leikmennirnir frá Kamerún skiluðu sér aldrei í kórónuveirupróf fyrir leik á móti Angóla og hafa ekki sést síðan. El País sagði frá því að síðast sást til leikmannanna fjögurra stíga upp í leigubíl fyrir framan liðshótelið. Nú síðast segir TV2 Sport í Noregi frá því að íranska handboltakonan Shaghayegh Bapiri sé horfin. Bapiri er þrítug og spilar með Eshtad Sazeh Mashhad í heimalandinu eins og flestir leikmenn landsliðsins. Í gær uppgötvaðist það fyrst að Shaghayegh væri horfin en hún er reyndasti leikmaður íranska liðsins með 285 landsleiki fyrir heimsmeistaramótið. Alþjóða handboltasambandið og spænskir mótshaldarar hafa staðfest það að enginn viti hvar Shaghayegh sé niðurkomin. Þeir segja lítið geta gert ef leikmaður sé staðráðin í að koma sér í burtu enda sé liðshótelið ekki eins og fangelsi. HM 2021 í handbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Þetta er mjög sérstakt heimsmeistaramót hjá konunum því ákveðið var að fjölga liðum á mótinu og fyrir vikið hafa sumar þjóðir verið að stíga sín fyrstu skref á móti sem þessu. Ännu en VM-spelare är spårlöst försvunnen.https://t.co/8DFzxorZWs— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 15, 2021 Það hefur ekki aðeins þýtt að bestu liðin hafa unnið mjög marga risasigra heldur virðist vera sem svo að leikmenn sumra þjóða hafi ákveðið að nýta sér tækifærið til að komast til Evrópu. Fyrst hurfu fjórir leikmenn kamerúnska landsliðsins og nú hefur einn leikmaður íranska landsliðsins einnig gufað upp. Leikmennirnir frá Kamerún skiluðu sér aldrei í kórónuveirupróf fyrir leik á móti Angóla og hafa ekki sést síðan. El País sagði frá því að síðast sást til leikmannanna fjögurra stíga upp í leigubíl fyrir framan liðshótelið. Nú síðast segir TV2 Sport í Noregi frá því að íranska handboltakonan Shaghayegh Bapiri sé horfin. Bapiri er þrítug og spilar með Eshtad Sazeh Mashhad í heimalandinu eins og flestir leikmenn landsliðsins. Í gær uppgötvaðist það fyrst að Shaghayegh væri horfin en hún er reyndasti leikmaður íranska liðsins með 285 landsleiki fyrir heimsmeistaramótið. Alþjóða handboltasambandið og spænskir mótshaldarar hafa staðfest það að enginn viti hvar Shaghayegh sé niðurkomin. Þeir segja lítið geta gert ef leikmaður sé staðráðin í að koma sér í burtu enda sé liðshótelið ekki eins og fangelsi.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira