Meirihluti á þingi fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 14:49 Ríkisréttur Danmerkur dæmdi Inger Støjberg í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi á mánudaginn. EPA Meirihluti er á danska þinginu fyrir því að svipta Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, þingsætinu í kjölfar dóms ríkisréttar landsins sem dæmdi fyrr í vikunni ráðherrann fyrrverandi í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Þetta var ljóst eftir að þingmenn Enhedslisten lýstu því yfir að þeir telji Støjberg óverðuga að sitja á þingi að því er segir í frétt DR. Áður höfðu þingmenn Venstre, De Radikale, Enhedslisten, SF, Alternativet, Frie Grønne, Liberal Alliance og þrír óháðir þingmenn, þeirra á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, lýst því yfir að þeir styddu að Støjberg missi þingsætið. Þingmenn Jafnaðarmannaflokksins og Íhaldsmanna eiga enn eftir að tilkynna um afstöðu sína í málinu, en nú þegar má ljóst vera að meirihluti sé fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu. Þingmenn munu formlega greiða atkvæði um málið á þriðjudaginn næsta. Lét stía í sundur ungum hælisleitendum Ríkisréttur Danmerkur dæmdi Støjberg á mánudag í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi en hún var fundin sek af ákæru um að hafa í ráðherratíð sinni látið stía í sundur ungum hælisleitendum. Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar. Fjórir þingmenn verið sviptir þingsætinu frá 1953 Frá árinu 1953 hafa fjórir þingmenn verið sviptir þingmennsku með þessum hætti. Í hópi þeirra var Mogens Glistrup sem missti þingsætið árið 1984 eftir að hafa hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir skattsvik. Þá missti þingmaðurinn Hugo Holm þingsætið árið 1990 eftir að hafa flotið sex mánaða dóm fyrir líkamsárás, ölvunarakstur og tilraun til fjársvika. Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Þetta var ljóst eftir að þingmenn Enhedslisten lýstu því yfir að þeir telji Støjberg óverðuga að sitja á þingi að því er segir í frétt DR. Áður höfðu þingmenn Venstre, De Radikale, Enhedslisten, SF, Alternativet, Frie Grønne, Liberal Alliance og þrír óháðir þingmenn, þeirra á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, lýst því yfir að þeir styddu að Støjberg missi þingsætið. Þingmenn Jafnaðarmannaflokksins og Íhaldsmanna eiga enn eftir að tilkynna um afstöðu sína í málinu, en nú þegar má ljóst vera að meirihluti sé fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu. Þingmenn munu formlega greiða atkvæði um málið á þriðjudaginn næsta. Lét stía í sundur ungum hælisleitendum Ríkisréttur Danmerkur dæmdi Støjberg á mánudag í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi en hún var fundin sek af ákæru um að hafa í ráðherratíð sinni látið stía í sundur ungum hælisleitendum. Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar. Fjórir þingmenn verið sviptir þingsætinu frá 1953 Frá árinu 1953 hafa fjórir þingmenn verið sviptir þingmennsku með þessum hætti. Í hópi þeirra var Mogens Glistrup sem missti þingsætið árið 1984 eftir að hafa hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir skattsvik. Þá missti þingmaðurinn Hugo Holm þingsætið árið 1990 eftir að hafa flotið sex mánaða dóm fyrir líkamsárás, ölvunarakstur og tilraun til fjársvika.
Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06
Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51