Shannon tvíburarnir segja Hefner hafa neytt sig í trekant Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 23:39 Kristina Shannon, Hugh Hefner, and Karissa Shannon saman árið 2012. Getty/Jason Merritt Shannon tvíburarnir, fyrrverandi kærustur stofnanda Playboy, bera hann þungum sökum í viðtali sem birtist í gær. Þær saka hann meðal annars um að hafa neytt þær til að sofa saman. Kristina og Karissa Shannon voru sautján ára gamlar þegar þær sendu myndir af sér á Playboy-tímaritið. Ári síðar fluttu þær inn í Playboy-setrið að beiðni Hugh Hefner, eiganda og stofnanda tímaritsins, og þær bjuggu inni á heimili hans í þrjú ár áður en þær fluttu þaðan út. Tvíburarnir hafa nú stigið fram og lýst aðstæðunum á heimilinu í tveimur ítarlegum viðtölum við Radar. Tilefnið er heimildaþáttasería, Secrets of Playboy, sem verður sýnd 24. janúar næstkomandi og er framleidd af A&E. Í þáttunum verður fjöldi fyrrverandi kærasta Hefners til viðtals, þar á meðal Holly Madison og miðað við fyrstu upplýsingar um þættina eru frásagnirnar sláandi. Neyddi systurnar með sér í trekant Í viðtalinu við Kristinu og Karissu segja þær að þær glími nú báðar við alvarlega áfallastreituröskun og þunglyndi vegna þess sem þær upplifðu á setrinu. Þær hafi til að mynda íhugað sjálfsvíg. „Við höfum íhugað að taka saman eigið líf, haldast í hendur og taka pillur til að svipta okkur lífi,“ segja systurnar í viðtalinu. Á tíma þeirra á setrinu hafi þeim liði eins og þær væru læstar í búri. Systurnar bjuggu á Playboy-setrinu í þrjú ár.Getty/Denise Truscello Strangar reglur hafi verið í gildi á setrinu sem systurnar hafi verið nauðbeygðar að fylgja. Hefner hafi til að mynda neytt þær til að sofa saman og klæðast eins fötum. Hann hafi ráðið því hvað þær borðuðu og drykkju. „Við gerðum aldrei neitt sem gæti flokkast sem sifjaspell, en hann lét okkur báðar sofa hjá sér á sama tíma. Ef við gerðum það ekki máttum við ekki vera þarna lengur. Hann gerði þá kröfu ekki fyrr en eftir að við höfðum búið á setrinu í hálft ár,“ segja þær. „Hef er farinn núna. Hann er dáinn en við glímum enn við áfallastreitu og höfum þyngst vegna áfallanna sem við glímum við.“ Fór leynilega í þungunarrof og sagði Hefner aldrei frá Þær segjast þá hafa haft ótakmarkaðan aðgang að lyfjum og áfengi á setrinu. „Hann eyðilagði okkur alveg andlega.“ Systurnar segja Hefner hafa neytt sig í trekant.Getty/Donald Kravitz Þá hafi Hefner stjórnað öllu því sem þær gerðu. Hann hafi til dæmis bannað þeim að sækja kirkju þar sem hann sjálfur var trúlaus. Sömuleiðis hafi verið strangar reglur um útivistartíma. Allir áttu að vera komnir heim fyrir klukkan níu á kvöldin og öryggisverðir fylgdust með því hvenær íbúar fóru og komu. Karissa segist hafa orðið þunguð á meðan þær bjuggu á setrinu. Þær systur hafi fengið frægan rappara, sem Radar nefnir ekki á nafn, til að aðstoða sig við að koma Karissu í þungunarrof. Hún hafi ekki viljað að neinn vissi af því og hún hafi treyst rapparanum. Hefner hafi að hennar sögn aldrei vitað af þungunarrofinu. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Kristina og Karissa Shannon voru sautján ára gamlar þegar þær sendu myndir af sér á Playboy-tímaritið. Ári síðar fluttu þær inn í Playboy-setrið að beiðni Hugh Hefner, eiganda og stofnanda tímaritsins, og þær bjuggu inni á heimili hans í þrjú ár áður en þær fluttu þaðan út. Tvíburarnir hafa nú stigið fram og lýst aðstæðunum á heimilinu í tveimur ítarlegum viðtölum við Radar. Tilefnið er heimildaþáttasería, Secrets of Playboy, sem verður sýnd 24. janúar næstkomandi og er framleidd af A&E. Í þáttunum verður fjöldi fyrrverandi kærasta Hefners til viðtals, þar á meðal Holly Madison og miðað við fyrstu upplýsingar um þættina eru frásagnirnar sláandi. Neyddi systurnar með sér í trekant Í viðtalinu við Kristinu og Karissu segja þær að þær glími nú báðar við alvarlega áfallastreituröskun og þunglyndi vegna þess sem þær upplifðu á setrinu. Þær hafi til að mynda íhugað sjálfsvíg. „Við höfum íhugað að taka saman eigið líf, haldast í hendur og taka pillur til að svipta okkur lífi,“ segja systurnar í viðtalinu. Á tíma þeirra á setrinu hafi þeim liði eins og þær væru læstar í búri. Systurnar bjuggu á Playboy-setrinu í þrjú ár.Getty/Denise Truscello Strangar reglur hafi verið í gildi á setrinu sem systurnar hafi verið nauðbeygðar að fylgja. Hefner hafi til að mynda neytt þær til að sofa saman og klæðast eins fötum. Hann hafi ráðið því hvað þær borðuðu og drykkju. „Við gerðum aldrei neitt sem gæti flokkast sem sifjaspell, en hann lét okkur báðar sofa hjá sér á sama tíma. Ef við gerðum það ekki máttum við ekki vera þarna lengur. Hann gerði þá kröfu ekki fyrr en eftir að við höfðum búið á setrinu í hálft ár,“ segja þær. „Hef er farinn núna. Hann er dáinn en við glímum enn við áfallastreitu og höfum þyngst vegna áfallanna sem við glímum við.“ Fór leynilega í þungunarrof og sagði Hefner aldrei frá Þær segjast þá hafa haft ótakmarkaðan aðgang að lyfjum og áfengi á setrinu. „Hann eyðilagði okkur alveg andlega.“ Systurnar segja Hefner hafa neytt sig í trekant.Getty/Donald Kravitz Þá hafi Hefner stjórnað öllu því sem þær gerðu. Hann hafi til dæmis bannað þeim að sækja kirkju þar sem hann sjálfur var trúlaus. Sömuleiðis hafi verið strangar reglur um útivistartíma. Allir áttu að vera komnir heim fyrir klukkan níu á kvöldin og öryggisverðir fylgdust með því hvenær íbúar fóru og komu. Karissa segist hafa orðið þunguð á meðan þær bjuggu á setrinu. Þær systur hafi fengið frægan rappara, sem Radar nefnir ekki á nafn, til að aðstoða sig við að koma Karissu í þungunarrof. Hún hafi ekki viljað að neinn vissi af því og hún hafi treyst rapparanum. Hefner hafi að hennar sögn aldrei vitað af þungunarrofinu.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira