Heyrir til tíðinda að enginn viðvörunarborði sé á vef Veðurstofunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2021 12:16 Engir rauðir borðar blasa við landsmönnum á vef Veðurstofunnar, sem sætir nokkrum tíðindum enda er það í fyrsta sinn í rúmt ár sem Veðurstofan varar ekki við óveðri eða náttúruvá. Vísir/Vilhelm Enginn viðvörunarborði vegna óvissustigs eða veðurviðvarana er á vef Veðurstofunnar, í fyrsta sinn í rúmt ár, eftir að óvissustigi var aflétt á Seyðisfirði og hætti að gjósa í Geldingadölum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir það heyra til tíðinda að engar viðvaranir séu uppi. „Þetta er búið að vera viðvarandi núna allt þetta ár má segja vegna náttúruvár, þannig að það sætir aðeins tíðindum að það sé enginn borði á vef Veðurstofunnar núna,” segir Elín. Óvissustig hefur verið viðvarandi á landinu öllu síðan 15. desember í fyrra, eða þegar því var lýst yfir vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Ýmsar aðrar náttúruvár hafa látið á sér kræla síðan þá; hvort sem er vegna skriðu- eða snjóflóðahættu, jökulhlaups eða jarðhræringa, en óvissustigi vegna jarðhræringa var lýst yfir í byrjun árs. Sem kunnugt er hófst eldgos í framhaldinu sem stóð yfir í sex mánuði. Óvissustigi vegna eldgossins var aflétt í byrjun mánaðar og sömuleiðis var því aflétt á Seyðisfirði nú á miðnætti. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.Vísir/Sigurjón „Það voru engar rauðar veðurviðvaranir í ár, allavega ekki enn sem komið er, en það var viðloðandi náttúruvá. Síðasti borðinn á vef Veðurstofunnar var óvissustig vegna náttúruvár en því var aflétt á miðnætti, og síðan var eldgos í næstum sex mánuði sem líka var varað við. En veðurviðvaranir koma og fara, þær eru miklu kvikari, og eru kannski bara í einn til tvo daga í senn, en það hefur ekki verið neitt óvenju mikið af þeim í ár,” segir Elín. Þá má búast við lægðar-lausum jólum, þó erfitt sé að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. „Það er of snemmt að fara í nákvæmar veðurspár en það er útlit fyrir svipað veður næstu daga og hefur verið, hlýindi og annað. Það gæti komið hæð yfir landið sem myndi halda lægðum fjarri og þá verður þetta bara rólegheitarveður, en það getur enn breyst.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að ekkert óvissustig væri í gildi vegna náttúruvár. Hins vegar er óvissustig almannavarna í gildi vegna landriss í Öskju. Veður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera viðvarandi núna allt þetta ár má segja vegna náttúruvár, þannig að það sætir aðeins tíðindum að það sé enginn borði á vef Veðurstofunnar núna,” segir Elín. Óvissustig hefur verið viðvarandi á landinu öllu síðan 15. desember í fyrra, eða þegar því var lýst yfir vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Ýmsar aðrar náttúruvár hafa látið á sér kræla síðan þá; hvort sem er vegna skriðu- eða snjóflóðahættu, jökulhlaups eða jarðhræringa, en óvissustigi vegna jarðhræringa var lýst yfir í byrjun árs. Sem kunnugt er hófst eldgos í framhaldinu sem stóð yfir í sex mánuði. Óvissustigi vegna eldgossins var aflétt í byrjun mánaðar og sömuleiðis var því aflétt á Seyðisfirði nú á miðnætti. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.Vísir/Sigurjón „Það voru engar rauðar veðurviðvaranir í ár, allavega ekki enn sem komið er, en það var viðloðandi náttúruvá. Síðasti borðinn á vef Veðurstofunnar var óvissustig vegna náttúruvár en því var aflétt á miðnætti, og síðan var eldgos í næstum sex mánuði sem líka var varað við. En veðurviðvaranir koma og fara, þær eru miklu kvikari, og eru kannski bara í einn til tvo daga í senn, en það hefur ekki verið neitt óvenju mikið af þeim í ár,” segir Elín. Þá má búast við lægðar-lausum jólum, þó erfitt sé að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. „Það er of snemmt að fara í nákvæmar veðurspár en það er útlit fyrir svipað veður næstu daga og hefur verið, hlýindi og annað. Það gæti komið hæð yfir landið sem myndi halda lægðum fjarri og þá verður þetta bara rólegheitarveður, en það getur enn breyst.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að ekkert óvissustig væri í gildi vegna náttúruvár. Hins vegar er óvissustig almannavarna í gildi vegna landriss í Öskju.
Veður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira