„Þessir tveir heimar skilja hvorn annan ekkert sérstaklega vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 09:00 Sögu Sif Gísladóttur er margt til lista lagt. vísir/hulda margrét/Berglind Jóhannsdóttir Saga Sif Gísladóttir er ekki bara einn fremsti handboltamarkvörður landsins heldur nýtur hún mikilla vinsælda sem fatahönnuður. Á dögunum kom önnur fatalína hennar út í samstarfi við Gallerí Sautján. Saga og stöllur hennar í Val eru í 2. sæti Olís-deildarinnar með sextán stig, einu stigi á eftir toppliði Fram en eiga leik til góða. „Þetta hefur gengið rosalega vel og ég er ótrúlega ánægð með liðið og andann í því. Við vinnum vel saman og þetta er allt að smella eftir erfitt Covid-tímabil í fyrra. Þetta er miklu skemmtilegra í ár,“ sagði Saga í samtali við Vísi. Valur varð fyrir mikilli blóðtöku þegar Lovísa Thompson, einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar, ákvað að taka sér hlé frá handbolta. En þrátt fyrir það hafa Valskonur haldið sjó og gott betur. „Leikmenn hafa stigið svo vel upp. Við erum með svo breiðan hóp og fullt af frábærum leikmönnum. Við höfum gert þetta saman sem lið,“ sagði Saga. Saga og stöllur hennar hafa í Val hafa unnið átta af níu leikjum sínum í Olís-deildinni.vísir/Hulda Margrét Hún er á sínu öðru tímabili hjá Val. Í fyrra var hún markvörður númer eitt og spilaði nánast allar mínútur sem í boði voru. Staðan breyttist í sumar þegar Sara Sif Helgadóttir kom til Vals frá Fram. Þær Saga deila spiltímanum nokkuð jafnt og það er ekki annað hægt að segja en það hafi gengið vel. Saga er með 40,1 prósenta hlutfallsmarkvörslu og Saga 39,2 prósent. Þær eru í 2. og 3. sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna í vetur og ekkert lið í Olís-deildinni hefur fengið betri markvörslu á tímabilinu en Valur. Vona að fólk sjái hversu vel við gerum þetta saman Saga segist kunna vel við þetta fyrirkomulag og nýtur sín betur en á síðasta tímabili. „Ef ég á að segja eins og er finnst mér þetta miklu betra. Þetta er algjör forréttindastaða, að vera með tvo góða markverði á öllum æfingum og í öllum leikjum,“ sagði Saga. „Samkeppnin er mikil, ýtir okkur vel áfram og gerir okkur að betri markvörðum. Í byrjun tímabils tókum við þá ákvörðun að gera þetta saman og vel, alveg sama hver spilar. Við ráðum því ekki. Ég vona að fólk sjái hversu vel við gerum þetta saman.“ Sara Sif Helgadóttir og Saga hafa varið vel í marki Vals í vetur.vísir/Hulda Margrét Þær Sara hafa þekkst lengi enda léku þar saman hjá Fjölni í tvö ár. „Við þekkjumst mjög vel, erum góðar vinkonur og samskiptin og samstarfið í vetur hefur verið frábært.“ Saga sleit krossband í þrígang á aðeins fimm ára tímabili. Hún fór í aðgerð eftir fyrstu tvö slitin en ekki það þriðja og spilar því með slitið krossband. Veit ekki af hverju þetta gengur hjá mér „Ég sleit krossband 2014, 2016 og 2018 og eftir að ég sleit í síðasta skiptið, í febrúar 2018, hætti ég í hálft ár og fór í crossfit. Svo hringdu Haukar í mig í ágúst. Ég fann ekkert fyrir hnénu í crossfit og ákvað að prófa, það hefur gengið vel og ég er á fjórða tímabilinu með slitið krossband,“ sagði Saga. Hún mælir þó ekkert sérstaklega með því að fara þessa leið. „Ég vil ekki auglýsa þetta of mikið því ég hef enga skýringu á því af hverju þetta gengur fyrir mig. Ég æfi vissulega mikið og styrki fótinn sem skiptir máli. Ég hef farið verkjalaus í gegnum þessi tímabil.“ Saga með höfuð- og hnéhlífarnar.vísir/hulda margrét Saga spilar með hnéhlíf, öryggisins vegna. „Mér finnst ég geta spilað án hennar en hún er öryggisatriði. Hún er bara orðin partur af mér og ég mun aldrei spila án hennar.“ Saga spilar líka með höfuðhlíf þótt hún hafi ekki orðið fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum á ferlinum. Því hafa hins vegar margir íslenskir markverðir orðið fyrir og því vill Saga fara að öllu með gát. Finnst að markverðir eigi að spila með höfuðhlíf „Ég hef ekki fengið neitt slæmt höfuðhögg en spilað með markvörðum sem hafa fengið svoleiðis og lent rosalega illa í því. Ég spila með hlífina sem forvörn og finn að hún hefur bjargað mér oft. Mitt persónulega mat er að allir markverðir eigi að spila með svona hlíf í ljósi þess hvað við höfum misst marga markverði. Þetta eru hræðileg meiðsli. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera með hausverk allan daginn,“ sagði Saga. Hún útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í vor. Hún vakti fyrst athygli fyrir hæfileika á sviði hönnunar um síðustu jól þegar fatalína sem hún gerði í samstarfi við Sautján sló rækilega í gegn. Togstreitan milli handboltans og hönnunarinnar „Þetta hefur alltaf verið listakona með handboltanum. Þessi er rosalega fyndin blanda því þessir tveir heimar skilja hvorn annan ekkert sérstaklega vel. Það er mikil togstreita þarna á milli,“ sagði Saga sem byrjaði að sauma á fullu þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Saga í eigin hönnun.Berglind Jóhannsdóttir „Það gekk vel og ég seldi vel. Svo hafði Sautján samband við mig í ágúst í fyrra. Þá fór fyrsta samstarf okkar í gang og afraksturinn af því kom út um síðustu jól. Það fór fram úr öllum mínum vonum. Ég var enn námsmaður og þetta var frábært tækifæri sem Sautján gaf mér til að koma mér á kortið. Fyrsta fatalínan gekk ótrúlega vel og ég var með tárin í augunum á jólunum. Ég skildi ekki neitt.“ Þegar Saga fór með landsliðinu til Norður-Makedóníu í vor fékk hún að taka með sér gínu til að vinna að lokaverkefni sínu í Listaháskólanum. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hana vefa á hótelherbergi sínu. Klippa: Saga vefur í landsliðsferð Þann 10. desember hófst sala á vörum úr annarri fatalínu hennar hjá Sautján. „Hún fer vel af stað og það er ótrúlega gaman að geta gert þetta aftur. Ég fékk svo mikið traust hjá Sautján og samvinnan er svo góð.“ Saga leggur áherslu á að flíkurnar hennar henti konum að flestum stærðum og gerðum. „Ég hanna með að markmiði að fólki líði vel í fötunum. Því sem handboltastelpa með vöðva, axlir og læri hefur oft reynst erfitt að finna föt. Ég vil að öllum líði vel í fötunum mínum og þau falli að flestum líkamsgerðum. Það er líka gaman að sjá hvað aldurshópurinn er breiður, alveg frá tíu ára til sjötugs.“ Föt Sögu seldust grimmt um síðustu jól og salan hefur farið vel af stað í ár.Berglind Jóhannsdóttir En hefur einhvern tímann komið til greina að hanna íþróttaföt eða keppnisfatnað? „Það hefur oft komið upp í hugann þar sem flíkurnar eru oft ekki gerðar fyrir konur en það er alltaf að verða betra. En þar sem ég er svo mikið í íþróttafötum finnst mér hitt koma á móti. Mér finnst þetta góð blanda,“ svaraði Saga. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur Tíska og hönnun Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Saga og stöllur hennar í Val eru í 2. sæti Olís-deildarinnar með sextán stig, einu stigi á eftir toppliði Fram en eiga leik til góða. „Þetta hefur gengið rosalega vel og ég er ótrúlega ánægð með liðið og andann í því. Við vinnum vel saman og þetta er allt að smella eftir erfitt Covid-tímabil í fyrra. Þetta er miklu skemmtilegra í ár,“ sagði Saga í samtali við Vísi. Valur varð fyrir mikilli blóðtöku þegar Lovísa Thompson, einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar, ákvað að taka sér hlé frá handbolta. En þrátt fyrir það hafa Valskonur haldið sjó og gott betur. „Leikmenn hafa stigið svo vel upp. Við erum með svo breiðan hóp og fullt af frábærum leikmönnum. Við höfum gert þetta saman sem lið,“ sagði Saga. Saga og stöllur hennar hafa í Val hafa unnið átta af níu leikjum sínum í Olís-deildinni.vísir/Hulda Margrét Hún er á sínu öðru tímabili hjá Val. Í fyrra var hún markvörður númer eitt og spilaði nánast allar mínútur sem í boði voru. Staðan breyttist í sumar þegar Sara Sif Helgadóttir kom til Vals frá Fram. Þær Saga deila spiltímanum nokkuð jafnt og það er ekki annað hægt að segja en það hafi gengið vel. Saga er með 40,1 prósenta hlutfallsmarkvörslu og Saga 39,2 prósent. Þær eru í 2. og 3. sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna í vetur og ekkert lið í Olís-deildinni hefur fengið betri markvörslu á tímabilinu en Valur. Vona að fólk sjái hversu vel við gerum þetta saman Saga segist kunna vel við þetta fyrirkomulag og nýtur sín betur en á síðasta tímabili. „Ef ég á að segja eins og er finnst mér þetta miklu betra. Þetta er algjör forréttindastaða, að vera með tvo góða markverði á öllum æfingum og í öllum leikjum,“ sagði Saga. „Samkeppnin er mikil, ýtir okkur vel áfram og gerir okkur að betri markvörðum. Í byrjun tímabils tókum við þá ákvörðun að gera þetta saman og vel, alveg sama hver spilar. Við ráðum því ekki. Ég vona að fólk sjái hversu vel við gerum þetta saman.“ Sara Sif Helgadóttir og Saga hafa varið vel í marki Vals í vetur.vísir/Hulda Margrét Þær Sara hafa þekkst lengi enda léku þar saman hjá Fjölni í tvö ár. „Við þekkjumst mjög vel, erum góðar vinkonur og samskiptin og samstarfið í vetur hefur verið frábært.“ Saga sleit krossband í þrígang á aðeins fimm ára tímabili. Hún fór í aðgerð eftir fyrstu tvö slitin en ekki það þriðja og spilar því með slitið krossband. Veit ekki af hverju þetta gengur hjá mér „Ég sleit krossband 2014, 2016 og 2018 og eftir að ég sleit í síðasta skiptið, í febrúar 2018, hætti ég í hálft ár og fór í crossfit. Svo hringdu Haukar í mig í ágúst. Ég fann ekkert fyrir hnénu í crossfit og ákvað að prófa, það hefur gengið vel og ég er á fjórða tímabilinu með slitið krossband,“ sagði Saga. Hún mælir þó ekkert sérstaklega með því að fara þessa leið. „Ég vil ekki auglýsa þetta of mikið því ég hef enga skýringu á því af hverju þetta gengur fyrir mig. Ég æfi vissulega mikið og styrki fótinn sem skiptir máli. Ég hef farið verkjalaus í gegnum þessi tímabil.“ Saga með höfuð- og hnéhlífarnar.vísir/hulda margrét Saga spilar með hnéhlíf, öryggisins vegna. „Mér finnst ég geta spilað án hennar en hún er öryggisatriði. Hún er bara orðin partur af mér og ég mun aldrei spila án hennar.“ Saga spilar líka með höfuðhlíf þótt hún hafi ekki orðið fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum á ferlinum. Því hafa hins vegar margir íslenskir markverðir orðið fyrir og því vill Saga fara að öllu með gát. Finnst að markverðir eigi að spila með höfuðhlíf „Ég hef ekki fengið neitt slæmt höfuðhögg en spilað með markvörðum sem hafa fengið svoleiðis og lent rosalega illa í því. Ég spila með hlífina sem forvörn og finn að hún hefur bjargað mér oft. Mitt persónulega mat er að allir markverðir eigi að spila með svona hlíf í ljósi þess hvað við höfum misst marga markverði. Þetta eru hræðileg meiðsli. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera með hausverk allan daginn,“ sagði Saga. Hún útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í vor. Hún vakti fyrst athygli fyrir hæfileika á sviði hönnunar um síðustu jól þegar fatalína sem hún gerði í samstarfi við Sautján sló rækilega í gegn. Togstreitan milli handboltans og hönnunarinnar „Þetta hefur alltaf verið listakona með handboltanum. Þessi er rosalega fyndin blanda því þessir tveir heimar skilja hvorn annan ekkert sérstaklega vel. Það er mikil togstreita þarna á milli,“ sagði Saga sem byrjaði að sauma á fullu þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Saga í eigin hönnun.Berglind Jóhannsdóttir „Það gekk vel og ég seldi vel. Svo hafði Sautján samband við mig í ágúst í fyrra. Þá fór fyrsta samstarf okkar í gang og afraksturinn af því kom út um síðustu jól. Það fór fram úr öllum mínum vonum. Ég var enn námsmaður og þetta var frábært tækifæri sem Sautján gaf mér til að koma mér á kortið. Fyrsta fatalínan gekk ótrúlega vel og ég var með tárin í augunum á jólunum. Ég skildi ekki neitt.“ Þegar Saga fór með landsliðinu til Norður-Makedóníu í vor fékk hún að taka með sér gínu til að vinna að lokaverkefni sínu í Listaháskólanum. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hana vefa á hótelherbergi sínu. Klippa: Saga vefur í landsliðsferð Þann 10. desember hófst sala á vörum úr annarri fatalínu hennar hjá Sautján. „Hún fer vel af stað og það er ótrúlega gaman að geta gert þetta aftur. Ég fékk svo mikið traust hjá Sautján og samvinnan er svo góð.“ Saga leggur áherslu á að flíkurnar hennar henti konum að flestum stærðum og gerðum. „Ég hanna með að markmiði að fólki líði vel í fötunum. Því sem handboltastelpa með vöðva, axlir og læri hefur oft reynst erfitt að finna föt. Ég vil að öllum líði vel í fötunum mínum og þau falli að flestum líkamsgerðum. Það er líka gaman að sjá hvað aldurshópurinn er breiður, alveg frá tíu ára til sjötugs.“ Föt Sögu seldust grimmt um síðustu jól og salan hefur farið vel af stað í ár.Berglind Jóhannsdóttir En hefur einhvern tímann komið til greina að hanna íþróttaföt eða keppnisfatnað? „Það hefur oft komið upp í hugann þar sem flíkurnar eru oft ekki gerðar fyrir konur en það er alltaf að verða betra. En þar sem ég er svo mikið í íþróttafötum finnst mér hitt koma á móti. Mér finnst þetta góð blanda,“ svaraði Saga. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Valur Tíska og hönnun Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira