Nauðgari undir fölsku flaggi fékk mildari dóm í Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2021 15:16 Gabríel var í sambandi við konuna og þóttist vera annar karlmaður. Á þeim forsendum braut hann gegn konunni sem taldi sig eiga í samskiptum við annan karlmann. Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart konu á árunum 2015 til 2017. Gabríel hlaut fjögurra ára dóm í héraðsdómi og Landsrétti. Hæstiréttur mildaði dóminn um hálft ár en þyngdi lítillega bætur til brotaþola. Gabríel var ákærður fyrir nauðgun og brot gegn blygðunarsemi með því að hafa sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi þegar hann beitti hana blekkingum undir fölsku flaggi á Snapchat og nýtti sér villu hennar um að hann væri annar karlmaður. Allt í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegum samskiptum og brjóta á henni. Ákæran var í þremur liðum. Með því að fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir annars vegar og hafa haft samræði við hana í tvígang þar sem hún var með bundið fyrir augu. Var Gabríel sakfelldur fyrir báða þessa liði. Þriðji liðurinn var sá sem Hæstiréttur vísaði frá á þeim forsendum að ákæran væri ekki nægjanlega skýr til að ákærði Gabríel væri fært að taka afstöðu til sakargiftanna og halda uppi vörnum gegn þeim. Í þeim ákærulið var honum gefið að sök að hafa þvingað konuna til kynferðislegra samskipta við aðra karlmenn sem meðal annars hafi falist í því að kyssa, hafa samræði um leggöng og stunda önnur kynferðismök með mönnunum og láta hana taka upp og senda sér myndir, mynd- eða hljóðupptökur af framangreindum samskiptum með því að hóta að birta opinberlega kynferðislegar myndir af brotaþola. Hæstiréttur taldi talsvert skorta á að þessi liður ákærunnar væri svo greinargóður og skýr að Gabríel væri fært að taka afstöðu til sakargiftanna og halda uppi vörnum gegn þeim. Var þeim lið ákærunnar því vísað frá héraðsdómi. Var Gabríel dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og horfði Hæstiréttur til þess að brotin hefðu verið fjölmörg og staðið yfir í langan tíma. Þau hefðu verði úthugsuð, vandlega skipulögð og framin af skeytingarleysi gagnvart brotaþola. Bætur til brotaþola voru hækkaðar úr 1,8 milljón króna í tvær milljónir króna. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Nýjar og óþekktar leiðir til að villa á sér heimildir Í dómi Hæstaréttar var meðal annars fjallað um áhrif samskiptamiðla og möguleika á ýmiss konar áður óþekktum leiðum til að villa á sér heimildir og beita blekkingum og hótunum, þar á meðal í kynferðislegum tilgangi. Á vef Hæstaréttar segir að löggjafinn hafi átt fullt í fangi með að mæta kröfum um aukna refsivernd kynfrelsis einstaklinga og bregðast við þeim nýju tæknilegu möguleikum sem samfélagsmiðlar hafa skapað til brota í kynferðislegum tilgangi. Þá hafi lögregla, ákæruvald og dómstólar jafnframt þurft að aðlaga rannsóknaraðferðir, ákærusmíð og beitingu refsiákvæða að nýrri tækni og nýjum samskiptamöguleikum. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 16:02 Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Gabríel var ákærður fyrir nauðgun og brot gegn blygðunarsemi með því að hafa sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi þegar hann beitti hana blekkingum undir fölsku flaggi á Snapchat og nýtti sér villu hennar um að hann væri annar karlmaður. Allt í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegum samskiptum og brjóta á henni. Ákæran var í þremur liðum. Með því að fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir annars vegar og hafa haft samræði við hana í tvígang þar sem hún var með bundið fyrir augu. Var Gabríel sakfelldur fyrir báða þessa liði. Þriðji liðurinn var sá sem Hæstiréttur vísaði frá á þeim forsendum að ákæran væri ekki nægjanlega skýr til að ákærði Gabríel væri fært að taka afstöðu til sakargiftanna og halda uppi vörnum gegn þeim. Í þeim ákærulið var honum gefið að sök að hafa þvingað konuna til kynferðislegra samskipta við aðra karlmenn sem meðal annars hafi falist í því að kyssa, hafa samræði um leggöng og stunda önnur kynferðismök með mönnunum og láta hana taka upp og senda sér myndir, mynd- eða hljóðupptökur af framangreindum samskiptum með því að hóta að birta opinberlega kynferðislegar myndir af brotaþola. Hæstiréttur taldi talsvert skorta á að þessi liður ákærunnar væri svo greinargóður og skýr að Gabríel væri fært að taka afstöðu til sakargiftanna og halda uppi vörnum gegn þeim. Var þeim lið ákærunnar því vísað frá héraðsdómi. Var Gabríel dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og horfði Hæstiréttur til þess að brotin hefðu verið fjölmörg og staðið yfir í langan tíma. Þau hefðu verði úthugsuð, vandlega skipulögð og framin af skeytingarleysi gagnvart brotaþola. Bætur til brotaþola voru hækkaðar úr 1,8 milljón króna í tvær milljónir króna. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Nýjar og óþekktar leiðir til að villa á sér heimildir Í dómi Hæstaréttar var meðal annars fjallað um áhrif samskiptamiðla og möguleika á ýmiss konar áður óþekktum leiðum til að villa á sér heimildir og beita blekkingum og hótunum, þar á meðal í kynferðislegum tilgangi. Á vef Hæstaréttar segir að löggjafinn hafi átt fullt í fangi með að mæta kröfum um aukna refsivernd kynfrelsis einstaklinga og bregðast við þeim nýju tæknilegu möguleikum sem samfélagsmiðlar hafa skapað til brota í kynferðislegum tilgangi. Þá hafi lögregla, ákæruvald og dómstólar jafnframt þurft að aðlaga rannsóknaraðferðir, ákærusmíð og beitingu refsiákvæða að nýrri tækni og nýjum samskiptamöguleikum.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 16:02 Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 16:02
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44