Mun erfiðara verði að koma bílnum í gegnum skoðun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2021 21:00 Reglugerð um skoðun ökutækja verður hert verulega á næsta ári þegar mun minna þarf til þess að bílar fái á sig akstursbann. Vísir/Vilhelm Mun erfiðara verður að koma ökutækjum í gegnum skoðun á næsta ári eftir að reglugerð um ástand þeirra verður hert til muna og vanrækslugjöld hækkuð. Þá verða ríkari kröfur gerðar til skoðanastöðva en áður. Breytt reglugerð um skoðun ökutækja kemur til framkvæmda í tveimur hlutum á nýju ári. Fyrri breytingar, sem taka gildi 1. janúar 2022, kveða meðal annars á um hækkað vanrækslugjald þegar fer úr fimmtán þúsund krónum í tuttugu þúsund en hækkunin er umtalsvert meiri fyrir stærri ökutæki á borð við vörubíla og rútur þegar hún fer úr fimmtán þúsund krónum í fjörutíu þúsund krónur. „Helstu breytingarnar sem almenningur mun finna fyrir í byrjun næsta árs eru þessi sumarökutæki, þ.e.a.s ferðavagnar, hjólhýsi, tjaldvagnar, fornökutæki og fleira. Þau fá nýjan skoðunarmánuð; núna þarf að skoða þau í maí en það verður þannig að það þarf að ganga frá skoðuninni í upphafi tímabils í staðinn fyrir lok tímabils,” segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Hann tekur fram að breytingarnar sem taka gildi í byrjun árs megi finna á vef Samgöngustofu. Síðari breytingin tekur gildi í maí en hún felur í sér talsvert hertari reglur þegar mun ríkari kröfur verða gerðar til ökumanna og skoðanastöðva, en akstursbann verður sett á ef til dæmis olía eða eldsneyti lekur eða hemlaljós eru biluð, en áður var það endurskoðun - svo dæmi séu tekin. Gunnar segir að verið sé að leggja lokahönd á skoðanahandbók sem allar skoðunarstöðvar fái á næstu dögum, og að þær hafi því fjóra mánuði til þess að kynna sér hana. „Fólk má fara að setja sig í stellingar því það þarf að fylgjast betur með bílnum áður en hann fer í skoðun þannig að fólk sé með það í huga að það lendi ekki í akstursbanni.” Búast megi við að talsverður fjöldi fái á sig akstursbann. „Það má búast við því já, ef fólk lærir ekki svolítið á þetta og sér að það er eitthvað ekki í lagi áður en það fer í skoðun þá má það alveg búast við því, að öllu óbreyttu, að fleiri bílar fái stimpilinn notkun bönnuð og þurfa þá að fara á verkstæði til að koma honum í gegnum skoðun,” segir Gunnar og bætir við að nýjar reglur verði birtar á vef stofnunarinnar á næsta ári. Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Breytt reglugerð um skoðun ökutækja kemur til framkvæmda í tveimur hlutum á nýju ári. Fyrri breytingar, sem taka gildi 1. janúar 2022, kveða meðal annars á um hækkað vanrækslugjald þegar fer úr fimmtán þúsund krónum í tuttugu þúsund en hækkunin er umtalsvert meiri fyrir stærri ökutæki á borð við vörubíla og rútur þegar hún fer úr fimmtán þúsund krónum í fjörutíu þúsund krónur. „Helstu breytingarnar sem almenningur mun finna fyrir í byrjun næsta árs eru þessi sumarökutæki, þ.e.a.s ferðavagnar, hjólhýsi, tjaldvagnar, fornökutæki og fleira. Þau fá nýjan skoðunarmánuð; núna þarf að skoða þau í maí en það verður þannig að það þarf að ganga frá skoðuninni í upphafi tímabils í staðinn fyrir lok tímabils,” segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Hann tekur fram að breytingarnar sem taka gildi í byrjun árs megi finna á vef Samgöngustofu. Síðari breytingin tekur gildi í maí en hún felur í sér talsvert hertari reglur þegar mun ríkari kröfur verða gerðar til ökumanna og skoðanastöðva, en akstursbann verður sett á ef til dæmis olía eða eldsneyti lekur eða hemlaljós eru biluð, en áður var það endurskoðun - svo dæmi séu tekin. Gunnar segir að verið sé að leggja lokahönd á skoðanahandbók sem allar skoðunarstöðvar fái á næstu dögum, og að þær hafi því fjóra mánuði til þess að kynna sér hana. „Fólk má fara að setja sig í stellingar því það þarf að fylgjast betur með bílnum áður en hann fer í skoðun þannig að fólk sé með það í huga að það lendi ekki í akstursbanni.” Búast megi við að talsverður fjöldi fái á sig akstursbann. „Það má búast við því já, ef fólk lærir ekki svolítið á þetta og sér að það er eitthvað ekki í lagi áður en það fer í skoðun þá má það alveg búast við því, að öllu óbreyttu, að fleiri bílar fái stimpilinn notkun bönnuð og þurfa þá að fara á verkstæði til að koma honum í gegnum skoðun,” segir Gunnar og bætir við að nýjar reglur verði birtar á vef stofnunarinnar á næsta ári.
Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira