Segja reglurnar allt of harkalegar og að starfsfólk óttist að verða gert að blórabögglum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2021 19:30 Gunnar Carl og Birgir segja að hægt hefði verið að fara mildari leið. Vísir/Sigurjón Ólason Framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar segir nýjar reglur um ástandsskoðun ökutækja ganga allt of langt. Starfsfólk óttist að verða gert að blórabögglum og kvíði breytingunum. „Það eru einhverjir sérfræðingar í Evrópusambandinu sem ákváðu að hafa þetta svona. Það hefur verið í umræðunni dæmi um olíuleka á bíl eða gírkassa, ef það er þannig að hann er í dropatali þá þýðir það akstursbann,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar. Við höfum fram að þessu dæmt slíka bíla til endurskoðunar og menn fá ákveðinn frest. Við teljum að þetta sé ekkert sérstakt umferðaröryggisatriði hvort að bíllinn leki olíu eða ekki. Þetta er umhverfissjónarmið en bíllinn er klárlega ekkert hættulegur umferðinni þó það leki olía.“ Fréttastofa greindi frá breytingunum í gær en þegar þær taka gildi verður mun erfiðara að koma bílnum í gegnum skoðun. Til dæmis verður akstursbann sett á ef olía eða eldsneyti lekur, líkt og Birgir bendir á, ef hemlaljós eru biluð, ef handbremsa er í ólagi eða loftpúðar óvirkir - svo dæmi séu tekin. Enn fremur mega viðvörunarljós ekki vera í mælaborði og bremsur þurfa að vera í fullkomnu standi. Birgir bendir á að verið sé að fylgja Evróputilskipun, ekki sé um heimatilbúnar reglur að ræða. Hins vegar gangi þær of langt. „Við teljum að það hefði verið hægt að fara mildari leið heldur en að dæma bíl í akstursbann. Tilskipun Evrópusambandsins gefur svigrúm fyrir aðildarlöndin til að milda þessa niðurstöðu en íslensk stjórnvöld ákváðu að gera það ekki.“ Þá kvíði starfsfólk þessum breytingum. „Já að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Carl Zebitz, skoðunarmaður hjá Tékklandi. „Það er enginn vafi á því að það mun ekki bregðast vel við þessum dæmingum, þær eru harkalegar,“ segir hann. Birgir tekur undir þetta og segir allt of mörg dæmi um að viðskiptavinir helli sér yfir starfsfólk skoðanastöðva. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í starfsfólkið. Þess vegna er gott að þetta sé vel kynnt þannig að fólk viti hvaðan þessar reglur eru að koma, þetta er ekki frá skoðanafyrirtækjunum.“ Rætt var við Samgöngustofu vegna málsins í gær en stefnt er að því að kynna breytingarnar á nýju ári. Samgöngur Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Það eru einhverjir sérfræðingar í Evrópusambandinu sem ákváðu að hafa þetta svona. Það hefur verið í umræðunni dæmi um olíuleka á bíl eða gírkassa, ef það er þannig að hann er í dropatali þá þýðir það akstursbann,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar. Við höfum fram að þessu dæmt slíka bíla til endurskoðunar og menn fá ákveðinn frest. Við teljum að þetta sé ekkert sérstakt umferðaröryggisatriði hvort að bíllinn leki olíu eða ekki. Þetta er umhverfissjónarmið en bíllinn er klárlega ekkert hættulegur umferðinni þó það leki olía.“ Fréttastofa greindi frá breytingunum í gær en þegar þær taka gildi verður mun erfiðara að koma bílnum í gegnum skoðun. Til dæmis verður akstursbann sett á ef olía eða eldsneyti lekur, líkt og Birgir bendir á, ef hemlaljós eru biluð, ef handbremsa er í ólagi eða loftpúðar óvirkir - svo dæmi séu tekin. Enn fremur mega viðvörunarljós ekki vera í mælaborði og bremsur þurfa að vera í fullkomnu standi. Birgir bendir á að verið sé að fylgja Evróputilskipun, ekki sé um heimatilbúnar reglur að ræða. Hins vegar gangi þær of langt. „Við teljum að það hefði verið hægt að fara mildari leið heldur en að dæma bíl í akstursbann. Tilskipun Evrópusambandsins gefur svigrúm fyrir aðildarlöndin til að milda þessa niðurstöðu en íslensk stjórnvöld ákváðu að gera það ekki.“ Þá kvíði starfsfólk þessum breytingum. „Já að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Carl Zebitz, skoðunarmaður hjá Tékklandi. „Það er enginn vafi á því að það mun ekki bregðast vel við þessum dæmingum, þær eru harkalegar,“ segir hann. Birgir tekur undir þetta og segir allt of mörg dæmi um að viðskiptavinir helli sér yfir starfsfólk skoðanastöðva. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í starfsfólkið. Þess vegna er gott að þetta sé vel kynnt þannig að fólk viti hvaðan þessar reglur eru að koma, þetta er ekki frá skoðanafyrirtækjunum.“ Rætt var við Samgöngustofu vegna málsins í gær en stefnt er að því að kynna breytingarnar á nýju ári.
Samgöngur Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira