Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2021 13:07 Ull af íslensku sauðkindinni er alltaf eftirsóttari og eftirsóttari, sem þýðir að bændur munu vonandi fá hærra verð fyrir ullina. Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi er með fallegt fé og það er falleg ull á því, sem verður alltaf verðmætari og verðmætari. Prjónakonur og karlar hafa verið dugleg að prjóna úr ullinni en nú er hún líka komin í útivistarfatnað. Það eru sauðfjárbændur og talsmenn greinarinnar hæst ánægðir með. „Við erum í rauninni að nýta núna ull, sem hefur farið í verðminni vöru í svona hátískunútíma fatnað. Þannig að þetta er skemmtileg þróun og enn ein stoðin undir þessa hágæða vöru, sem ullin er. Bændur eru bara mjög stoltir af því að það sé einhver, sem tekur þetta hágæða hráefni, sem við erum mjög stoltir af og vöndum okkur við að hafa það gott og sýnir þeim þann sóma sem það á skilið,“ segir Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir bændur mjög stolta og ánægða með hvað íslenska ullin nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er Icewear sem er með nýja útivistarfatnaðinn með íslensku ullinni, sem hefur slegið í gegn hér heima og erlendis með slagorðinu; „Ull verður gull“. „Ég fullyrði það að þetta er besta einangrun, sem ég á ævinni hef kynnst. Ullin fer ekki í köggla eins og dúninn, hún andar og hún er náttúrlega umhverfisvænt, náttúrulegt efni, polyester er náttúrlega bara unnið úr olíu,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi og stofnandi Icewear. Ágúst Þór hjá Icewear spjallar hér við Magnús bónda í Oddgeirshólum um íslensku ullina og gæði hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ágúst segir að það sé mikill kostur við íslensku ullina að hún sé með tog og þel, sem gerir hana svo létta og þægilega. „Ég spái því að þetta verkefni hjá okkur gæti verið upphafi af nýjum búháttum, að hér gæti borgað sig að fara að rækta sauðfé til að hirða af því ullina,“ bætir Ágúst við. Þannig að það er ekki bara íslenska lambakjötið, sem kindin er þekktust fyrir ? „Nei, nei, við þurfum ekki að slátra kindinni, við getum hirt ullina endalaust af henni,“ segir Ágúst bjartsýn með framtíð íslensku ullarinnar. Íslensk ull hefur slegið í gegn í nýjum útivistarvörum frá Icewear, bæði á Íslandi og erlendis. Hér eru Ágúst Þór og Magnús í nýjum úlpum, sem eru m.a. einangraðar með ull, staddir í fjárhúsinu í Oddgeirshólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi er með fallegt fé og það er falleg ull á því, sem verður alltaf verðmætari og verðmætari. Prjónakonur og karlar hafa verið dugleg að prjóna úr ullinni en nú er hún líka komin í útivistarfatnað. Það eru sauðfjárbændur og talsmenn greinarinnar hæst ánægðir með. „Við erum í rauninni að nýta núna ull, sem hefur farið í verðminni vöru í svona hátískunútíma fatnað. Þannig að þetta er skemmtileg þróun og enn ein stoðin undir þessa hágæða vöru, sem ullin er. Bændur eru bara mjög stoltir af því að það sé einhver, sem tekur þetta hágæða hráefni, sem við erum mjög stoltir af og vöndum okkur við að hafa það gott og sýnir þeim þann sóma sem það á skilið,“ segir Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir bændur mjög stolta og ánægða með hvað íslenska ullin nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er Icewear sem er með nýja útivistarfatnaðinn með íslensku ullinni, sem hefur slegið í gegn hér heima og erlendis með slagorðinu; „Ull verður gull“. „Ég fullyrði það að þetta er besta einangrun, sem ég á ævinni hef kynnst. Ullin fer ekki í köggla eins og dúninn, hún andar og hún er náttúrlega umhverfisvænt, náttúrulegt efni, polyester er náttúrlega bara unnið úr olíu,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi og stofnandi Icewear. Ágúst Þór hjá Icewear spjallar hér við Magnús bónda í Oddgeirshólum um íslensku ullina og gæði hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ágúst segir að það sé mikill kostur við íslensku ullina að hún sé með tog og þel, sem gerir hana svo létta og þægilega. „Ég spái því að þetta verkefni hjá okkur gæti verið upphafi af nýjum búháttum, að hér gæti borgað sig að fara að rækta sauðfé til að hirða af því ullina,“ bætir Ágúst við. Þannig að það er ekki bara íslenska lambakjötið, sem kindin er þekktust fyrir ? „Nei, nei, við þurfum ekki að slátra kindinni, við getum hirt ullina endalaust af henni,“ segir Ágúst bjartsýn með framtíð íslensku ullarinnar. Íslensk ull hefur slegið í gegn í nýjum útivistarvörum frá Icewear, bæði á Íslandi og erlendis. Hér eru Ágúst Þór og Magnús í nýjum úlpum, sem eru m.a. einangraðar með ull, staddir í fjárhúsinu í Oddgeirshólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira