Glæsilegt sjóminjasafn hjá Rabba í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2021 20:11 Þórður Rafn Sigurðsson (Rabbi á Dala-Rafni) í Vestmannaeyjum með ferðakompásinn sinn, sem hann keypti út í Mexíkó. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt allra glæsilegasta sjóminjasafn í einkaeigu er í Vestmannaeyjum en þar er að finna fjölda bátalíkana og um sjö hundruð safngripi. Það er ótrúlega gaman að koma á sjóminjasafnið hjá Rabba á Dala-Rafni, eins og hann er alltaf kallaður (heitir fullu nafni Þórður Rafn Sigurðsson) og sjá alla þá merkilegu hluti, sem hann hefur safnað í gegnum árin sem tengist sjómennsku á einn eða annan hátt. Þá eru nokkrir mjög merkilegir bátar á safninu og líkön af bátum, sem eru eftir Grím Karlsson og Tryggva Sigurðsson, vini Rabba. „Þetta byrjaði fyrir 45 árum síðan þegar ég fór að safna að mér þegar ég sá það að það var verið að henda öllu, þessu gamla sem tilheyrði sjónum. Ég safnaði þessu saman og ætlaði bara að láta þetta fara á sjóminjasafn hér í Vestmannaeyjum en það var aldrei gert neitt í því þannig að ég byrjaði bara að leika mér að því að setja upp safn sjálfur,“ segir Rabbi. Rabbi segist vera mjög stoltur af safninu sínu og segist alltaf fá góð viðbrögð frá gestum, sem skoða það. Hann hefur líka fengið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. „Það er mest hissa á því hvað þetta er stórt,“ segir Rabbi og hlær. En er verið að henda allt of mikið af svona munum? „Já, við erum alveg sammála um það ég og Þórður í Skógum að það sé hent allt of miklu og engin virðing borin fyrir fortíðinni.“ Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða gripur er merkilegastur á safninu að mati Rabba? „Ég geri nú ekki upp á milli þeirra en ég á hérna Sextant frá 1863 og svo á ég ferðakompás, sem ég keypti út í Mexíkó, hann er þrjú til fimm hundruð ára gamall. Þeir notuðu þetta landkönnuðirnir þegar þeir voru að kanna Suður Ameríku,“ segir Rabbi. Rabbi hefur ekki bara safnað munum tengdum sjónum og sjómennsku því hann er með forláta skrifborð og stóla á safninu sínu. „Já, ég er hér með skrifborðið frá Gunnari Ólafssyni á Tanganum frá 1910 og stólarnir og allt er frá honum, ég hafði það að varðveita þetta allt saman,“ segir Rabbi ánægður með safnið sitt og það, sem hann hefur verið að gera í gegnum árin með safnið sitt. Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta. Það er alltaf hægt að slá á þráðinn til Rabba og þá er hann mættur til að opna safnið ef fólk kemur að því lokuðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Söfn Menning Sjávarútvegur Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Það er ótrúlega gaman að koma á sjóminjasafnið hjá Rabba á Dala-Rafni, eins og hann er alltaf kallaður (heitir fullu nafni Þórður Rafn Sigurðsson) og sjá alla þá merkilegu hluti, sem hann hefur safnað í gegnum árin sem tengist sjómennsku á einn eða annan hátt. Þá eru nokkrir mjög merkilegir bátar á safninu og líkön af bátum, sem eru eftir Grím Karlsson og Tryggva Sigurðsson, vini Rabba. „Þetta byrjaði fyrir 45 árum síðan þegar ég fór að safna að mér þegar ég sá það að það var verið að henda öllu, þessu gamla sem tilheyrði sjónum. Ég safnaði þessu saman og ætlaði bara að láta þetta fara á sjóminjasafn hér í Vestmannaeyjum en það var aldrei gert neitt í því þannig að ég byrjaði bara að leika mér að því að setja upp safn sjálfur,“ segir Rabbi. Rabbi segist vera mjög stoltur af safninu sínu og segist alltaf fá góð viðbrögð frá gestum, sem skoða það. Hann hefur líka fengið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. „Það er mest hissa á því hvað þetta er stórt,“ segir Rabbi og hlær. En er verið að henda allt of mikið af svona munum? „Já, við erum alveg sammála um það ég og Þórður í Skógum að það sé hent allt of miklu og engin virðing borin fyrir fortíðinni.“ Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða gripur er merkilegastur á safninu að mati Rabba? „Ég geri nú ekki upp á milli þeirra en ég á hérna Sextant frá 1863 og svo á ég ferðakompás, sem ég keypti út í Mexíkó, hann er þrjú til fimm hundruð ára gamall. Þeir notuðu þetta landkönnuðirnir þegar þeir voru að kanna Suður Ameríku,“ segir Rabbi. Rabbi hefur ekki bara safnað munum tengdum sjónum og sjómennsku því hann er með forláta skrifborð og stóla á safninu sínu. „Já, ég er hér með skrifborðið frá Gunnari Ólafssyni á Tanganum frá 1910 og stólarnir og allt er frá honum, ég hafði það að varðveita þetta allt saman,“ segir Rabbi ánægður með safnið sitt og það, sem hann hefur verið að gera í gegnum árin með safnið sitt. Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta. Það er alltaf hægt að slá á þráðinn til Rabba og þá er hann mættur til að opna safnið ef fólk kemur að því lokuðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Söfn Menning Sjávarútvegur Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira