Dætur Þóris Hergeirssonar afar stoltar af föður sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 12:31 Þórir Hergeirsson fagnar með heimsmeistarabikarinn eftir sigurinn í úrslitaleiknum í gær. AP/Joan Monfort Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti og sigurganga hans hélt áfram á Spáni í gær. Margir glöddust í Noregi og ekki síst fjölskyldumeðlimirnir. Verdens Gang heyrði hljóðið í dætrum Þóris Hergeirssonar, Maríu og Sunneveu, eftir að hann gerði norsku handboltastelpurnar að heimsmeisturum í gær. María Þórisdóttir var á leiðinni til London eftir hafa hjálpað Manchester United að vinna 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Hergeirsson hylles av døtrene: Veldig stolt av det han har fått til https://t.co/R9pHc47ddF— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 „Þetta var gríðarlega spennandi. Ég var sveitt á höndunum allan leikinn,“ sagði hinn 28 ára gamla María í símtali við blaðamann VG á leiðinni suður tl London. „Ég hoppaði um í húsinu og verð að biðja nágranna mína í Frogner afsökunar á hávaðanum í mér. Hjartslátturinn var mjög hraður hjá mér og ég fór í æfingagallann í tilefni af leiknum,“ sagði Sunnveva sem er þremur árum yngri en María. Norska liðið lenti um tíma sex mörkum undir í úrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Ég hélt að þetta yrði löng og leiðinleg bílferð en ef það er eitthvert lið sem getur komið til baka þá eru það þær,“ sagði María sem hlustaði á útvarpslýsingu frá leiknum. „Það skiptir öllu að vera yfir þegar leikurinn klárast en þetta leit ekki vel út. Ég tók mér smá pásu í hálfleiknum en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum,“ sagði Sunnveva sem rekur bakarí í Osló. Sending sincere congratulations to the Norwegian Women's Team @NORhandball and of course to Thorir Hergeirsson, for winning the World Championship yet again! That mix of grit and wit is a winning combination Gratulerer #Norge!— President of Iceland (@PresidentISL) December 19, 2021 „Ég er mjög stolt af því sem hann hefur afrekað. Ég hlakka til að við höldum jólin saman heima í Noregi,“ sagði María. „Ég hlakka til að skála við hann með litlum IPA. Hann verður ljúffengur,“ sagði Sunnveva. Verdens Gang sagði Þóri frá viðbrögðum dætra hans. „Það er virkilega indælt að heyra það. Mjög notalegt. Ég vona að við komust öll heim án þess að ná okkur i kórónuveiruna,“ sagði Þórir. Noregur var fjórum mörkum undir í hálfleik en eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. „Þetta snýst um að vera með ís í maganum þínum. Hann hefur séð svo margt á sínum ferli en þetta er ekki bara hann. Það eru allir frábærir í þessu liðu,“ sagði María. „Það var æðislegt að sjá þær í seinni hálfleiknum og þá var púlsinn fljótur að fara niður. Þá var maður bara stolt og ánægð fyrir þeirra hönd. Þau leggja svo mikið á sig,“ sagði Sunneva. HM 2021 í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Verdens Gang heyrði hljóðið í dætrum Þóris Hergeirssonar, Maríu og Sunneveu, eftir að hann gerði norsku handboltastelpurnar að heimsmeisturum í gær. María Þórisdóttir var á leiðinni til London eftir hafa hjálpað Manchester United að vinna 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Hergeirsson hylles av døtrene: Veldig stolt av det han har fått til https://t.co/R9pHc47ddF— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 „Þetta var gríðarlega spennandi. Ég var sveitt á höndunum allan leikinn,“ sagði hinn 28 ára gamla María í símtali við blaðamann VG á leiðinni suður tl London. „Ég hoppaði um í húsinu og verð að biðja nágranna mína í Frogner afsökunar á hávaðanum í mér. Hjartslátturinn var mjög hraður hjá mér og ég fór í æfingagallann í tilefni af leiknum,“ sagði Sunnveva sem er þremur árum yngri en María. Norska liðið lenti um tíma sex mörkum undir í úrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Ég hélt að þetta yrði löng og leiðinleg bílferð en ef það er eitthvert lið sem getur komið til baka þá eru það þær,“ sagði María sem hlustaði á útvarpslýsingu frá leiknum. „Það skiptir öllu að vera yfir þegar leikurinn klárast en þetta leit ekki vel út. Ég tók mér smá pásu í hálfleiknum en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum,“ sagði Sunnveva sem rekur bakarí í Osló. Sending sincere congratulations to the Norwegian Women's Team @NORhandball and of course to Thorir Hergeirsson, for winning the World Championship yet again! That mix of grit and wit is a winning combination Gratulerer #Norge!— President of Iceland (@PresidentISL) December 19, 2021 „Ég er mjög stolt af því sem hann hefur afrekað. Ég hlakka til að við höldum jólin saman heima í Noregi,“ sagði María. „Ég hlakka til að skála við hann með litlum IPA. Hann verður ljúffengur,“ sagði Sunnveva. Verdens Gang sagði Þóri frá viðbrögðum dætra hans. „Það er virkilega indælt að heyra það. Mjög notalegt. Ég vona að við komust öll heim án þess að ná okkur i kórónuveiruna,“ sagði Þórir. Noregur var fjórum mörkum undir í hálfleik en eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. „Þetta snýst um að vera með ís í maganum þínum. Hann hefur séð svo margt á sínum ferli en þetta er ekki bara hann. Það eru allir frábærir í þessu liðu,“ sagði María. „Það var æðislegt að sjá þær í seinni hálfleiknum og þá var púlsinn fljótur að fara niður. Þá var maður bara stolt og ánægð fyrir þeirra hönd. Þau leggja svo mikið á sig,“ sagði Sunneva.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira