Jólahugvekja Alfa Jóhannsdóttir skrifar 20. desember 2021 11:01 Hátíðirnar geta verið tími gleði, hláturs, eftirvæntingar og hefða sem vekja hjá okkur hugljúfar minningar með ástvinum okkar. Jólatónlist, jólatré, gjafir, spil, góður matur og dýrmætar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Hátíðarnar geta hinsvegar líka verið virkilega streituvaldandi tími þar sem neikvæðar tilfinningar eins og stress, depurð og kvíði aukast. Margir eru jafnvel farnir að tengja þessar neikvæðu tilfinningar við hátíðarnar og fyllast kvíða strax í upphafi hátíðanna, þegar fyrstu jólaljósin eru sett upp, eða við tilhugsunina um allar gjafirnar sem þarf að kaupa, þrifin og baksturinn. Sumir fyllast jafnvel kvíða við tilhugsunina um allar þessar samverustundir með fjölskyldunni. Því innan um instamgramvænar gleðistundir með heitu kakói og vel skreyttum piparkökum leynast oft fjárhagsörðuleikar, óhófleg áfengis- eða vímuefnaneysla eða jafnvel hömluleysi sem brýst út í heimilisofbeldi. Hátíðarnar eru tími fjölskyldustunda, sem er auðvitað dásamlegt. Svona oftast. Öryggi barna Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða að verða vitni að ofbeldi og allra síst á heimili sínu, þar sem börn ættu að eiga athvarf og finna til öryggis. Samkvæmt skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi sem gefin var út árið 2019, höfðu 16,4% barna orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi. Þessi jól eru líka önnur jólin sem börn upplifa í skugga kórónuveirufaraldursins, en frá árinu 2019 hefur orðið 65% aukning í tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum til barnaverndarnefnda. Um jólin 2020 dvöldu óvenju mörg börn í Kvennaathvarfinu og nefndu konur í meiri mæli en áður, að ofbeldi gegn börnum væri ástæða þess að þær flúðu heimili sín. Það verður þungur róður fyrir barnaverndarkerfið að vinda ofan af þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á börn og ungmenni að því ótöldu að það ríkir ennþá óvissa í samfélaginu, aukið atvinnuleysi hefur fjárhagsáhyggjur í för með sér og það eru uppi vísbendingar um að neysla hafi einnig aukist. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á uppeldisaðstæður og umhverfi barna. Þrettánþúsund börn Leik og grunnskólar eru þær stofnanir sem tilkynna oftast um brot gegn barni vakni grunur um slíkt, enda verja börn stórum hluta hversdagsins í umsjá starfsfólks þar og eru skólarnir afar mikilvægt stuðningskerfi barna. Nú hafa fleiri þúsund börn lent í sóttkví á undanförnu ári, þar sem einhver þeirra eru jafnvel innilokuð með einstaklingi sem beitir þau ofbeldi og eru jólin og jólafrí frá skólanum oft mikill kvíðavaldur fyrir þennan viðkvæma hóp. Það hefur töluvert verið rætt um þá auknu hættu á heimilisofbeldi sem myndast í því umhverfi sem fylgir faraldrinum óneitanlega með sínar takmarkanir, skertu skólahaldi og einangrun innan veggja heimilisins. Þegar skýrsla UNICEF kom út árið 2019 kom þar fram að rúmlega 13 þúsund börn á Íslandi verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur, sum daglega. Ef við rýnum í rannsóknir sem snúa að samfélagslegum vandamálum þegar kemur upp faraldur eða mikil heilbrigðisneyð líkt og Covid-19, þá sjáum við að tilfelli ofbeldis og misnotkunar gegn börnum fjölgar iðulega á slíkum tímum. Því má draga þá ályktun að þessi tala þrettánþúsund barna hafi einungis hækkað síðustu tvö ár. Jaðarsett börn yfir hátíðarnar Fyrir fátæk börn eru jólin ennþá erfiðari þar sem fjárhagur foreldra þrengist oft enn meira yfir hátíðarnar með auknum útgjöldum sem skapar erfiðar kringumstæður með meira álagi og streitu á foreldra sem standa illa fyrir. Rannsóknir sýna að í því umhverfi sem skapast um hátíðarnar geta afleiðingar verið þær að börn verða fyrir ofbeldi í meiri mæli en í þreyttum hversdeginum aðra mánuði ársins. Nú í faraldrinum hafa foreldrar margir hverjir þurft að taka að sér ólík hlutverk og gerast ekki einungis umönnunaraðilar heldur einnig þurft að sinna heimakennslu og jafnvel orðið eina fyrirvinna heimilisins. Fyrir foreldra sem áttu þegar erfitt með umönnunarhlutverk sitt getur álag hátíðanna verið dropinn sem fyllir mælinn og streitan sem fylgir magnast. Þá þarf líka að horfa til þess að í faraldrinum hefur stuðningsnet margra einnig dregist saman vegna tilmæla yfirvalda um að halda fjarlægð og eins og frægt var orðið jólin 2020, þá var fólk hvatt til að halda sig innan jólakúlunnar góðu með sínu allra nánasta fólki. Fyrir mörg börn er þessi jólakúla skelfing ein og engin leið að leita lausna eða flótta í öryggi annarra. Umhverfi kynferðisofbeldis Sýnt hefur verið fram á að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum getur haft margvíslegar og virkilega skaðlegar afleiðingar allt fram á fullorðinsár. Það eru ekki mörg ár síðan kynferðisofbeldi var ekki rætt, nema hvíslað í skömm og sjálfsásökunum og verknaðinum sópað undir teppið. Enn minna var rætt um forvarnir eða aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn slíku ofbeldi. Markmiðið okkar hlýtur alltaf að vera að breyta umhverfinu, gildunum og viðmiðunum sem hafa með tímanum holað steininn og stillt sýn samfélagsins þannig að við lítum svo á að kynferðisofbeldi gegn börnum sé ritað í stein, sem náttúrulögmál – eitthvað sem alltaf er og ekki hægt að breyta. Kynferðisofbeldi á ekki að vera órjúfanlegur hluti tilverunnar. Með samstilltu átaki breytum við því hvernig við nálgumst þetta málefni, í sameiningu og með upplýstu átaki breytum við umhverfi barnanna okkar til hins betra. Við hljótum að geta verið sammála um það að lykillinn að góðum árangri í forvarnarmálum er samvinna og samráð allra þeirra sem koma að málefnum barna með einhverjum hætti. Þannig er ljóst að til að ráða niðurlögum þessa samfélagsmeins sem kynferðislegt og kynbundið ofbeldi gegn börnum og ungmennum er þarf mikla og góða samvinnu og samráð úr öllum áttum. Við megum ekki gleyma því að að kynferðisofbeldi og áreitni varð ekki til úr lausu lofti heldur er þetta mein rótgróinn samfélagsvandi og því er nauðsynlegt að afmá þá þætti í umhverfinu sem leyfa slíku ofbeldi að viðgangast og jafnvel þrífast. Hvað getum við gert? Í fyrsta lagi er mikilvægt að muna að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á sér oftast stað innan veggja heimilisins, hvort heldur heimili barnanna, vina, ættingja eða einhvers annars nákomins sem nýtur trausts fjölskyldunnar. Það að vera meðvituð um þetta getur hjálpað okkur að fyrirbyggja að slíkt ofbeldi eigi sér stað. Að ræða ofbeldi við fjölskyldumeðlimi og aðra gesti getur einnig haft fælingarmátt á mögulega gerendur og getur verið góð forvörn. Gott er að ræða við börnin okkar um hvað er í lagi og hvað ekki. Notum tækifærið yfir hátíðarnar og venjum okkur af því að neyða börn til að knúsa og kyssa fólk, kennum þeim frekar að þau hafi fullan rétt á að segja nei og veifa bless, ef þau vilja heldur. Aldur barnsins skiptir engu máli, fimm ára barn á fullan rétt á að segja nei rétt eins og sextán ára. Æfum okkur að spyrja hvort við megum fá knús eða koss bless, og virðum svarið. Margir veigra sér við að taka þetta samtal af ótta við að hræða barnið frá nánum tengslum við ættingja sem eðlilega vilja barninu ekkert nema vel, en þá gæti verið gott að ræða við börnin um þeirra réttindi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Öll börn eiga rétt á lífi án ofbeldis, en þó er ofbeldi ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Tölfræðin er sturluð. Munum líka að börn reyna oft að segja frá ofbeldi mörgum sinnum áður en það tekst, svo við þurfum að hlusta, vera vakandi og leggja okkur fram við að vera „mikilvægur annar“ í lífi barnsins. Sum börn eiga engan mikilvægan að sem hlúir að þeim, gætir þeirra og hlustar. Tökum það að okkur og verum öruggt athvarf, þangað sem þau geta leitað ef þau upplifa ótta, vanlíðan eða hungur. Ef barn segir okkur að á því hafi verið brotið, þá hlustum við og hrósum þeim fyrir hugrekkið. Við gætum okkur að því að spyrja ekki leiðandi spurninga og segjum þeim að við ætlum að hjálpa þeim. Ykkar viðbrögð og fullvissa um að þið munið grípa til aðgerða gæti gert það að verkum að barn upplifir von og öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Ekki vera hrædd um að gera mistök, það sem skiptir mestu máli er að hlusta og trúa orðunum þeirra. Við tökum ábyrgðina af herðum barnanna og verndum þau af öllum okkar mætti. Ef þið getið verið eitthvað yfir hátíðarnar; verið traustsins verð í aðstæðum sem þessum. Við þurfum að skapa umhverfi fyrir börn sem þar sem þau upplifa sig örugg. Margir eru hikandi við að tilkynna til barnaverndar ef vaknar grunur um brot gegn barni, sérstaklega yfir hátíðarnar, þar sem enginn vill bera ábyrgð á því að að bregðast fjölskyldunni og „vera með leiðindi“, en hvað ef við tökum okkur saman um að vera öll leiðinleg yfir hátíðarnar? Verum leiðinlega vakandi fyrir ofbeldi, tölum leiðinlega mikið um það og verum bara öll svolítið leiðinleg við gerendur og mögulega gerendur. Mantra jólanna 2021 Þau sem beita börn ofbeldi eru þau sem eru að bregðast þeim. Þau sem beita börn ofbeldi eru þau sem bregðast þeim. Þau sem beita börn ofbeldi eru þau sem bregðast þeim. Ekki við sem látum vita. Vakni grunur um að barn sé eða hafi verið beitt ofbeldi er alltaf hægt að hringja í neyðarsíma Barnaverndar í 112. Höfundur er forvarnafulltrúi á þróunar- og alþjóðasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Jól Kynferðisofbeldi Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Hátíðirnar geta verið tími gleði, hláturs, eftirvæntingar og hefða sem vekja hjá okkur hugljúfar minningar með ástvinum okkar. Jólatónlist, jólatré, gjafir, spil, góður matur og dýrmætar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Hátíðarnar geta hinsvegar líka verið virkilega streituvaldandi tími þar sem neikvæðar tilfinningar eins og stress, depurð og kvíði aukast. Margir eru jafnvel farnir að tengja þessar neikvæðu tilfinningar við hátíðarnar og fyllast kvíða strax í upphafi hátíðanna, þegar fyrstu jólaljósin eru sett upp, eða við tilhugsunina um allar gjafirnar sem þarf að kaupa, þrifin og baksturinn. Sumir fyllast jafnvel kvíða við tilhugsunina um allar þessar samverustundir með fjölskyldunni. Því innan um instamgramvænar gleðistundir með heitu kakói og vel skreyttum piparkökum leynast oft fjárhagsörðuleikar, óhófleg áfengis- eða vímuefnaneysla eða jafnvel hömluleysi sem brýst út í heimilisofbeldi. Hátíðarnar eru tími fjölskyldustunda, sem er auðvitað dásamlegt. Svona oftast. Öryggi barna Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða að verða vitni að ofbeldi og allra síst á heimili sínu, þar sem börn ættu að eiga athvarf og finna til öryggis. Samkvæmt skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi sem gefin var út árið 2019, höfðu 16,4% barna orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi. Þessi jól eru líka önnur jólin sem börn upplifa í skugga kórónuveirufaraldursins, en frá árinu 2019 hefur orðið 65% aukning í tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum til barnaverndarnefnda. Um jólin 2020 dvöldu óvenju mörg börn í Kvennaathvarfinu og nefndu konur í meiri mæli en áður, að ofbeldi gegn börnum væri ástæða þess að þær flúðu heimili sín. Það verður þungur róður fyrir barnaverndarkerfið að vinda ofan af þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á börn og ungmenni að því ótöldu að það ríkir ennþá óvissa í samfélaginu, aukið atvinnuleysi hefur fjárhagsáhyggjur í för með sér og það eru uppi vísbendingar um að neysla hafi einnig aukist. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á uppeldisaðstæður og umhverfi barna. Þrettánþúsund börn Leik og grunnskólar eru þær stofnanir sem tilkynna oftast um brot gegn barni vakni grunur um slíkt, enda verja börn stórum hluta hversdagsins í umsjá starfsfólks þar og eru skólarnir afar mikilvægt stuðningskerfi barna. Nú hafa fleiri þúsund börn lent í sóttkví á undanförnu ári, þar sem einhver þeirra eru jafnvel innilokuð með einstaklingi sem beitir þau ofbeldi og eru jólin og jólafrí frá skólanum oft mikill kvíðavaldur fyrir þennan viðkvæma hóp. Það hefur töluvert verið rætt um þá auknu hættu á heimilisofbeldi sem myndast í því umhverfi sem fylgir faraldrinum óneitanlega með sínar takmarkanir, skertu skólahaldi og einangrun innan veggja heimilisins. Þegar skýrsla UNICEF kom út árið 2019 kom þar fram að rúmlega 13 þúsund börn á Íslandi verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur, sum daglega. Ef við rýnum í rannsóknir sem snúa að samfélagslegum vandamálum þegar kemur upp faraldur eða mikil heilbrigðisneyð líkt og Covid-19, þá sjáum við að tilfelli ofbeldis og misnotkunar gegn börnum fjölgar iðulega á slíkum tímum. Því má draga þá ályktun að þessi tala þrettánþúsund barna hafi einungis hækkað síðustu tvö ár. Jaðarsett börn yfir hátíðarnar Fyrir fátæk börn eru jólin ennþá erfiðari þar sem fjárhagur foreldra þrengist oft enn meira yfir hátíðarnar með auknum útgjöldum sem skapar erfiðar kringumstæður með meira álagi og streitu á foreldra sem standa illa fyrir. Rannsóknir sýna að í því umhverfi sem skapast um hátíðarnar geta afleiðingar verið þær að börn verða fyrir ofbeldi í meiri mæli en í þreyttum hversdeginum aðra mánuði ársins. Nú í faraldrinum hafa foreldrar margir hverjir þurft að taka að sér ólík hlutverk og gerast ekki einungis umönnunaraðilar heldur einnig þurft að sinna heimakennslu og jafnvel orðið eina fyrirvinna heimilisins. Fyrir foreldra sem áttu þegar erfitt með umönnunarhlutverk sitt getur álag hátíðanna verið dropinn sem fyllir mælinn og streitan sem fylgir magnast. Þá þarf líka að horfa til þess að í faraldrinum hefur stuðningsnet margra einnig dregist saman vegna tilmæla yfirvalda um að halda fjarlægð og eins og frægt var orðið jólin 2020, þá var fólk hvatt til að halda sig innan jólakúlunnar góðu með sínu allra nánasta fólki. Fyrir mörg börn er þessi jólakúla skelfing ein og engin leið að leita lausna eða flótta í öryggi annarra. Umhverfi kynferðisofbeldis Sýnt hefur verið fram á að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum getur haft margvíslegar og virkilega skaðlegar afleiðingar allt fram á fullorðinsár. Það eru ekki mörg ár síðan kynferðisofbeldi var ekki rætt, nema hvíslað í skömm og sjálfsásökunum og verknaðinum sópað undir teppið. Enn minna var rætt um forvarnir eða aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn slíku ofbeldi. Markmiðið okkar hlýtur alltaf að vera að breyta umhverfinu, gildunum og viðmiðunum sem hafa með tímanum holað steininn og stillt sýn samfélagsins þannig að við lítum svo á að kynferðisofbeldi gegn börnum sé ritað í stein, sem náttúrulögmál – eitthvað sem alltaf er og ekki hægt að breyta. Kynferðisofbeldi á ekki að vera órjúfanlegur hluti tilverunnar. Með samstilltu átaki breytum við því hvernig við nálgumst þetta málefni, í sameiningu og með upplýstu átaki breytum við umhverfi barnanna okkar til hins betra. Við hljótum að geta verið sammála um það að lykillinn að góðum árangri í forvarnarmálum er samvinna og samráð allra þeirra sem koma að málefnum barna með einhverjum hætti. Þannig er ljóst að til að ráða niðurlögum þessa samfélagsmeins sem kynferðislegt og kynbundið ofbeldi gegn börnum og ungmennum er þarf mikla og góða samvinnu og samráð úr öllum áttum. Við megum ekki gleyma því að að kynferðisofbeldi og áreitni varð ekki til úr lausu lofti heldur er þetta mein rótgróinn samfélagsvandi og því er nauðsynlegt að afmá þá þætti í umhverfinu sem leyfa slíku ofbeldi að viðgangast og jafnvel þrífast. Hvað getum við gert? Í fyrsta lagi er mikilvægt að muna að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á sér oftast stað innan veggja heimilisins, hvort heldur heimili barnanna, vina, ættingja eða einhvers annars nákomins sem nýtur trausts fjölskyldunnar. Það að vera meðvituð um þetta getur hjálpað okkur að fyrirbyggja að slíkt ofbeldi eigi sér stað. Að ræða ofbeldi við fjölskyldumeðlimi og aðra gesti getur einnig haft fælingarmátt á mögulega gerendur og getur verið góð forvörn. Gott er að ræða við börnin okkar um hvað er í lagi og hvað ekki. Notum tækifærið yfir hátíðarnar og venjum okkur af því að neyða börn til að knúsa og kyssa fólk, kennum þeim frekar að þau hafi fullan rétt á að segja nei og veifa bless, ef þau vilja heldur. Aldur barnsins skiptir engu máli, fimm ára barn á fullan rétt á að segja nei rétt eins og sextán ára. Æfum okkur að spyrja hvort við megum fá knús eða koss bless, og virðum svarið. Margir veigra sér við að taka þetta samtal af ótta við að hræða barnið frá nánum tengslum við ættingja sem eðlilega vilja barninu ekkert nema vel, en þá gæti verið gott að ræða við börnin um þeirra réttindi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Öll börn eiga rétt á lífi án ofbeldis, en þó er ofbeldi ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Tölfræðin er sturluð. Munum líka að börn reyna oft að segja frá ofbeldi mörgum sinnum áður en það tekst, svo við þurfum að hlusta, vera vakandi og leggja okkur fram við að vera „mikilvægur annar“ í lífi barnsins. Sum börn eiga engan mikilvægan að sem hlúir að þeim, gætir þeirra og hlustar. Tökum það að okkur og verum öruggt athvarf, þangað sem þau geta leitað ef þau upplifa ótta, vanlíðan eða hungur. Ef barn segir okkur að á því hafi verið brotið, þá hlustum við og hrósum þeim fyrir hugrekkið. Við gætum okkur að því að spyrja ekki leiðandi spurninga og segjum þeim að við ætlum að hjálpa þeim. Ykkar viðbrögð og fullvissa um að þið munið grípa til aðgerða gæti gert það að verkum að barn upplifir von og öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Ekki vera hrædd um að gera mistök, það sem skiptir mestu máli er að hlusta og trúa orðunum þeirra. Við tökum ábyrgðina af herðum barnanna og verndum þau af öllum okkar mætti. Ef þið getið verið eitthvað yfir hátíðarnar; verið traustsins verð í aðstæðum sem þessum. Við þurfum að skapa umhverfi fyrir börn sem þar sem þau upplifa sig örugg. Margir eru hikandi við að tilkynna til barnaverndar ef vaknar grunur um brot gegn barni, sérstaklega yfir hátíðarnar, þar sem enginn vill bera ábyrgð á því að að bregðast fjölskyldunni og „vera með leiðindi“, en hvað ef við tökum okkur saman um að vera öll leiðinleg yfir hátíðarnar? Verum leiðinlega vakandi fyrir ofbeldi, tölum leiðinlega mikið um það og verum bara öll svolítið leiðinleg við gerendur og mögulega gerendur. Mantra jólanna 2021 Þau sem beita börn ofbeldi eru þau sem eru að bregðast þeim. Þau sem beita börn ofbeldi eru þau sem bregðast þeim. Þau sem beita börn ofbeldi eru þau sem bregðast þeim. Ekki við sem látum vita. Vakni grunur um að barn sé eða hafi verið beitt ofbeldi er alltaf hægt að hringja í neyðarsíma Barnaverndar í 112. Höfundur er forvarnafulltrúi á þróunar- og alþjóðasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar