Hallur kemur til KR frá Vejle. Þar lék hann með Kjartani Henry Finnbogasyni, leikmanni KR. Hallur hefur lengst af ferilsins leikið í Danmörku en einnig í heimalandinu og Skotlandi.
Hinn 29 ára Hallur spilar á miðjunni. Hann á að baki 67 leiki og fimm mörk fyrir færeyska landsliðið.
Auk Halls hefur KR fengið Aron Snæ Friðriksson, Stefan Alexander Ljubicic, Aron Kristófer Lárusson og Sigurð Bjart Hallsson.
KR endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.