Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Eiður Þór Árnason skrifar 23. desember 2021 19:01 Það er mikil ös á Oxford-stræti í Lundúnum á Þorláksmessu. Á sama tíma er faraldurinn í hæstu hæðum þar í landi. Getty/Hasan Esen Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar breskrar greiningar. Niðurstöðurnar benda sömuleiðis til þess að sú vörn sem bóluefni veiti gegn smiti byrji að veikjast um 15% til 25% tíu vikum eftir örvunarskammt. Þrátt fyrir það er líklegt að vörn gegn alvarlegum veikindum og dauðsföllum sé mun meiri. Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands segir að þessar fyrstu niðurstöður lofi góðu en afbrigðið geti samt sem áður leitt til þess að mikill fjöldi fólks verði lagður inn á spítala. Skýrslan rímar við nýleg gögn frá Suður-Afríku, Danmörku, Englandi og Skotlandi sem benda öll til að nýja afbrigðið valdi jafnan vægari veikindum. Höfundar nýju greiningarinnar skoðuðu öll tilfelli ómíkron og delta sem greinst hafa í Bretlandi frá því í byrjun nóvember og 132 sjúkrahússinnlagnir. Tilkynnt hefur verið um fjórtán dauðsföll meðal fólks með ómíkron innan við 28 dögum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar benda til að þau sem greinist með ómíkron séu 31% til 45% ólíklegri til að fara á bráðamóttöku. Enn mikil óvissa með eldri aldurshópa Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands varar þó við því að aukin tíðni og útbreiðsla Covid-19 geti vegið upp á móti vægari veikindum. Faraldurinn er á mikilli uppleið í Bretlandi þar sem met var slegið í dag þegar greint var frá 119.789 nýjum tilfellum Covid-19. Flestir einstaklingar sem sýkst hafa af ómíkron þar í landi og lagst inn á sjúkrahús eru undir 40 ára aldri. Því ríkir enn óvissa um hvaða áhrif afbrigðið hefur á eldri aldurshópa, að sögn breskra sérfræðinga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52 Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Þetta er niðurstaða umfangsmikillar breskrar greiningar. Niðurstöðurnar benda sömuleiðis til þess að sú vörn sem bóluefni veiti gegn smiti byrji að veikjast um 15% til 25% tíu vikum eftir örvunarskammt. Þrátt fyrir það er líklegt að vörn gegn alvarlegum veikindum og dauðsföllum sé mun meiri. Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands segir að þessar fyrstu niðurstöður lofi góðu en afbrigðið geti samt sem áður leitt til þess að mikill fjöldi fólks verði lagður inn á spítala. Skýrslan rímar við nýleg gögn frá Suður-Afríku, Danmörku, Englandi og Skotlandi sem benda öll til að nýja afbrigðið valdi jafnan vægari veikindum. Höfundar nýju greiningarinnar skoðuðu öll tilfelli ómíkron og delta sem greinst hafa í Bretlandi frá því í byrjun nóvember og 132 sjúkrahússinnlagnir. Tilkynnt hefur verið um fjórtán dauðsföll meðal fólks með ómíkron innan við 28 dögum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar benda til að þau sem greinist með ómíkron séu 31% til 45% ólíklegri til að fara á bráðamóttöku. Enn mikil óvissa með eldri aldurshópa Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands varar þó við því að aukin tíðni og útbreiðsla Covid-19 geti vegið upp á móti vægari veikindum. Faraldurinn er á mikilli uppleið í Bretlandi þar sem met var slegið í dag þegar greint var frá 119.789 nýjum tilfellum Covid-19. Flestir einstaklingar sem sýkst hafa af ómíkron þar í landi og lagst inn á sjúkrahús eru undir 40 ára aldri. Því ríkir enn óvissa um hvaða áhrif afbrigðið hefur á eldri aldurshópa, að sögn breskra sérfræðinga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52 Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52
Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53