Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 18:38 Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur málin fimm á morgun. Vísir/ÞÞ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Þá hefur áður verið reynt á ákvarðanir sóttvarnarlæknis í tengslum við sóttvarnaraðgerðir. Í apríl síðastliðnum var kveðinn upp úrskurður þess efnis að sóttvarnarlæknir hefði gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur öll málin fimm. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji fulla ástæðu til að láta reyna á lögmæti einangrunar þeirra sem greinst hafa jákvæðir í PCR-prófi en eru einkennalausir. Vilja út Skjólstæðingar hans í málunum fimm sitja í einangrun og vilja að stjórnvaldsákvarðanir sóttvarnalæknis þess efnis verði felldar úr gildi. Þá vilja þeir kalla eftir efnislegri umfjöllun um þann grundvöll sem ákvörðun um einangrun er tekin á. „Hversu áreiðanleg eru þessi próf, til dæmis?“ segir Arnar Þór. Hann vísar til þess að í Austurríki, Þýskalandi og Portúgal hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti reisa stjórnaldsákvarðanir á niðurstöðu PCR-prófs. Þá veltir hann því fyrir sér hver vísindalegur grundvöllur þess að þeir sem greinast smitaðir en eru einkennalausir sæti einangrun í heila tíu daga. Gera athugasemdir við formið Arnar Þór segir skjólstæðinga sína gera athugasemdir við það hvernig er staðið að málunum af hálfu embættis sóttvarnalæknis. Til dæmis telji þeir að skort hafi á upplýsingagjöf. Rík upplýsingaskylda hvíli á stjórnvöldum í málum sem þessum. Þá leggur Arnar Þór áherlsu á það að sönnunarbyrði um nauðsyn frelsiskerðingar hvíli ekki á hinum almenna borgara heldur á stjórnvaldinu. „Það er bara nauðsynlegt að láta á þetta reyna og við vonumst til að fá alvöru úrlausn um þetta,“ segir hann. Þá segir hann að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur megi vænta strax á þriðjudag. Enda sé um gríðarlega hagsmuni að ræða þegar frelsi fólks er í húfi. Þá muni hann ásamt lögmanni mótaðila reyna að leggja málin upp á einfaldan hátt þannig að dómari geti unnið dóm hratt. Vill að sóttvarnalæknir framvísi áreiðanlegum heimildum Aðspurður um réttaráhrif þess að dómari fallist á kröfur umbjóðenda hans segir Arnar Þór það annars vegar vera að þeir losni úr einangrun og hins vegar að sóttvarnarlæknir muni þurfa að bregðast við. „Þá náttúrulega blasir það við að sóttvarnalæknir þarf að endurskoða sínar vinnureglur, framvísa áreiðanlegum heimildum, ritrýndum vísindalegum forsendum og tefla fram alvöru rökstuðningi,“ segir Arnar Þór. Þá segir hann að horfa þyrfti á heildarmynd en ekki bara út frá „rörsýni sóttvarnalæknis.“ „Tjónið sem er að verða hérna í landinu og er mælanlegt, efnahagslega tjónið, er einn þáttur. Hið sálræna, félagslega, pólitíska og margvíslegt annað tjón sem er að verða hérna, það er erfitt að mæla það,“ segir hann. „Ef við keyrum áfram eftir þessari braut svona bremsulaus þá hef ég áhyggjur af því hvar við lendum. Þess vegna vil ég láta reyna á þetta,“ segir Arnar Þór Jónsson lögmaður að lokum. Upphaflega stóð að aldrei hefði áður verið látið reyna á ákvörðun um einangrun en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur nú verið leiðrétt eftir ábendingu heilbrigðisráðuneytisins þess efnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Við vitum að áföllin þau munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Þá hefur áður verið reynt á ákvarðanir sóttvarnarlæknis í tengslum við sóttvarnaraðgerðir. Í apríl síðastliðnum var kveðinn upp úrskurður þess efnis að sóttvarnarlæknir hefði gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur öll málin fimm. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji fulla ástæðu til að láta reyna á lögmæti einangrunar þeirra sem greinst hafa jákvæðir í PCR-prófi en eru einkennalausir. Vilja út Skjólstæðingar hans í málunum fimm sitja í einangrun og vilja að stjórnvaldsákvarðanir sóttvarnalæknis þess efnis verði felldar úr gildi. Þá vilja þeir kalla eftir efnislegri umfjöllun um þann grundvöll sem ákvörðun um einangrun er tekin á. „Hversu áreiðanleg eru þessi próf, til dæmis?“ segir Arnar Þór. Hann vísar til þess að í Austurríki, Þýskalandi og Portúgal hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti reisa stjórnaldsákvarðanir á niðurstöðu PCR-prófs. Þá veltir hann því fyrir sér hver vísindalegur grundvöllur þess að þeir sem greinast smitaðir en eru einkennalausir sæti einangrun í heila tíu daga. Gera athugasemdir við formið Arnar Þór segir skjólstæðinga sína gera athugasemdir við það hvernig er staðið að málunum af hálfu embættis sóttvarnalæknis. Til dæmis telji þeir að skort hafi á upplýsingagjöf. Rík upplýsingaskylda hvíli á stjórnvöldum í málum sem þessum. Þá leggur Arnar Þór áherlsu á það að sönnunarbyrði um nauðsyn frelsiskerðingar hvíli ekki á hinum almenna borgara heldur á stjórnvaldinu. „Það er bara nauðsynlegt að láta á þetta reyna og við vonumst til að fá alvöru úrlausn um þetta,“ segir hann. Þá segir hann að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur megi vænta strax á þriðjudag. Enda sé um gríðarlega hagsmuni að ræða þegar frelsi fólks er í húfi. Þá muni hann ásamt lögmanni mótaðila reyna að leggja málin upp á einfaldan hátt þannig að dómari geti unnið dóm hratt. Vill að sóttvarnalæknir framvísi áreiðanlegum heimildum Aðspurður um réttaráhrif þess að dómari fallist á kröfur umbjóðenda hans segir Arnar Þór það annars vegar vera að þeir losni úr einangrun og hins vegar að sóttvarnarlæknir muni þurfa að bregðast við. „Þá náttúrulega blasir það við að sóttvarnalæknir þarf að endurskoða sínar vinnureglur, framvísa áreiðanlegum heimildum, ritrýndum vísindalegum forsendum og tefla fram alvöru rökstuðningi,“ segir Arnar Þór. Þá segir hann að horfa þyrfti á heildarmynd en ekki bara út frá „rörsýni sóttvarnalæknis.“ „Tjónið sem er að verða hérna í landinu og er mælanlegt, efnahagslega tjónið, er einn þáttur. Hið sálræna, félagslega, pólitíska og margvíslegt annað tjón sem er að verða hérna, það er erfitt að mæla það,“ segir hann. „Ef við keyrum áfram eftir þessari braut svona bremsulaus þá hef ég áhyggjur af því hvar við lendum. Þess vegna vil ég láta reyna á þetta,“ segir Arnar Þór Jónsson lögmaður að lokum. Upphaflega stóð að aldrei hefði áður verið látið reyna á ákvörðun um einangrun en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur nú verið leiðrétt eftir ábendingu heilbrigðisráðuneytisins þess efnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Við vitum að áföllin þau munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sjá meira