Lögreglan biðst afsökunar á að hafa orðið fótboltamanni að bana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2021 09:01 Dalian Atkinson kom víða við á ferlinum en átti líklega sín bestu ár hjá Aston Villa. getty/Paul Marriott Lögreglan í West Mercia hefur sent skriflega afsökunarbeiðni til fjölskyldu fótboltamannsins fyrrverandi Dalians Atkinson, hálfu ári eftir að lögreglumaður var sakfelldur fyrir að hafa orðið honum að bana. Atkinson lést 15. ágúst 2016 eftir að lögreglumaðurinn Benjamin Monk skaut hann með rafbyssu í rúmlega hálfa mínútu og sparkaði tvisvar í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Atkinson var 48 ára þegar hann lést. Í júní á þessu ári var Monk sakfelldur fyrir að hafa orðið Atkinson að bana. Hann varð þar með fyrsti lögreglumaðurinn í þrjá áratugi sem var sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana í varðhaldi. Fjölskylda Atkinsons var afar ósátt við hversu langan tíma það tók að dæma Monk. Þau sögðu jafnframt að málið sýndi þörfina fyrir breytingu á því hvernig lögreglan og réttarkerfið kæmi fram við svart fólk. Pippa Mills, lögreglustjóri í West Mercia, hefur nú sent fjölskyldu Atkinsons bréf þar sem hún biðst innilegrar afsökunar á gjörðum Monks sem hún segir að séu ekki í neinum takti við það sem lögreglan stendur fyrir og hafi skiljanlega rýrt trausts almennings á störfum hennar. „Ég get ekki ímyndað mér sársaukann sem þið hafið upplifað og hvernig tafirnar á málarekstrinum hafi aukið á vanlíðan ykkar. Þið hafið sýnt mikinn styrk og mikla reisn undanfarin fimm ár,“ sagði meðal annars í bréfi Mills til fjölskyldunnar. Atkinson er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Aston Villa. Hann lék 85 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 25 mörk. Atkinson varð deildabikarmeistari með Villa 1994 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Manchester United. Enski boltinn Bretland England Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Atkinson lést 15. ágúst 2016 eftir að lögreglumaðurinn Benjamin Monk skaut hann með rafbyssu í rúmlega hálfa mínútu og sparkaði tvisvar í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Atkinson var 48 ára þegar hann lést. Í júní á þessu ári var Monk sakfelldur fyrir að hafa orðið Atkinson að bana. Hann varð þar með fyrsti lögreglumaðurinn í þrjá áratugi sem var sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana í varðhaldi. Fjölskylda Atkinsons var afar ósátt við hversu langan tíma það tók að dæma Monk. Þau sögðu jafnframt að málið sýndi þörfina fyrir breytingu á því hvernig lögreglan og réttarkerfið kæmi fram við svart fólk. Pippa Mills, lögreglustjóri í West Mercia, hefur nú sent fjölskyldu Atkinsons bréf þar sem hún biðst innilegrar afsökunar á gjörðum Monks sem hún segir að séu ekki í neinum takti við það sem lögreglan stendur fyrir og hafi skiljanlega rýrt trausts almennings á störfum hennar. „Ég get ekki ímyndað mér sársaukann sem þið hafið upplifað og hvernig tafirnar á málarekstrinum hafi aukið á vanlíðan ykkar. Þið hafið sýnt mikinn styrk og mikla reisn undanfarin fimm ár,“ sagði meðal annars í bréfi Mills til fjölskyldunnar. Atkinson er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Aston Villa. Hann lék 85 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 25 mörk. Atkinson varð deildabikarmeistari með Villa 1994 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Manchester United.
Enski boltinn Bretland England Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira