Yngsti þingmaðurinn: „Engar áhyggjur mamma og pabbi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2021 13:18 Gunnhildur Fríða undirritaði drengskaparheit sín í dag. Yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur sæti á Alþingi í dag, aðeins nítján ára að aldri. Hún segir langþráðan draum vera að rætast, þó foreldrum hennar hafi ekki litist á blikuna í fyrstu. Hún brennur fyrir loftslagsmálum og vill uppræta spillingu í samfélaginu. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd í maí árið 2002 og er því aðeins nítján ára gömul, sem gerir hana að yngsta varaþingmanni Íslandssögunnar, en hún tekur í dag sæti fyrir Pírata. Fyrra met átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tæplega 21 árs þegar hann tók sæti á þingi sem varaþingmaður. Lenya Rún Taha Karim tekur sömuleiðis sæti sem varaþingmaður fyrir Pírata í dag en hún er 21 árs. Gunnhildur Fríða segist vera spennt enda sé langþráður draumur að rætast. „Þetta er algjör heiður að fá að sjá og taka þátt í þessu starfi,“ segir hún. „Daginn sem ég varð sextán ára skráði ég mig í VG og ætlaði að byrja að taka þátt. Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á stjórnmálum sem fræðum en meira stjórnmálaumhverfinu til þess að ná fram breytingum og samfélagsbreytingum, sem er það sem ég brenn fyrir.“ Gunnhildur Fríða hyggst beita sér í loftslagsmálum. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 11 í morgun þar sem önnur umræða um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 verður meðal annars á dagskrá. Þá mun Gunnhildur Fríða flytja jómfrúarræðu sína, en loftslagsmál og ný stjórnarskrá er á meðal þess sem hún hyggst beita sér fyrir. „Loftslagsmálin eru stærstu mál samtímans, að takast á við spillingu og bæta stjórnkerfið hér sem er ótrúlega mikilvægt.“ Gunnhildur Fríða er nemandi við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám við umhverfisverkfræði. Hún segir að þingsetan hafi komið bandarískum skólafélögum mikið á óvart en vinir hennar á Íslandi hafi búist við þessu. Hins vegar hafi hún þurft að sannfæra foreldrana um að þetta væri góð hugmynd. „Þau vildu bara að ég myndi einbeita mér að náminu, sem ég skil alveg líka, en ég mun líka einbeita mér að því. Þannig að engar áhyggjur mamma og pabbi,“ segir Gunnhildur Fríða og hlær. Alþingi Píratar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd í maí árið 2002 og er því aðeins nítján ára gömul, sem gerir hana að yngsta varaþingmanni Íslandssögunnar, en hún tekur í dag sæti fyrir Pírata. Fyrra met átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tæplega 21 árs þegar hann tók sæti á þingi sem varaþingmaður. Lenya Rún Taha Karim tekur sömuleiðis sæti sem varaþingmaður fyrir Pírata í dag en hún er 21 árs. Gunnhildur Fríða segist vera spennt enda sé langþráður draumur að rætast. „Þetta er algjör heiður að fá að sjá og taka þátt í þessu starfi,“ segir hún. „Daginn sem ég varð sextán ára skráði ég mig í VG og ætlaði að byrja að taka þátt. Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á stjórnmálum sem fræðum en meira stjórnmálaumhverfinu til þess að ná fram breytingum og samfélagsbreytingum, sem er það sem ég brenn fyrir.“ Gunnhildur Fríða hyggst beita sér í loftslagsmálum. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 11 í morgun þar sem önnur umræða um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 verður meðal annars á dagskrá. Þá mun Gunnhildur Fríða flytja jómfrúarræðu sína, en loftslagsmál og ný stjórnarskrá er á meðal þess sem hún hyggst beita sér fyrir. „Loftslagsmálin eru stærstu mál samtímans, að takast á við spillingu og bæta stjórnkerfið hér sem er ótrúlega mikilvægt.“ Gunnhildur Fríða er nemandi við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám við umhverfisverkfræði. Hún segir að þingsetan hafi komið bandarískum skólafélögum mikið á óvart en vinir hennar á Íslandi hafi búist við þessu. Hins vegar hafi hún þurft að sannfæra foreldrana um að þetta væri góð hugmynd. „Þau vildu bara að ég myndi einbeita mér að náminu, sem ég skil alveg líka, en ég mun líka einbeita mér að því. Þannig að engar áhyggjur mamma og pabbi,“ segir Gunnhildur Fríða og hlær.
Alþingi Píratar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira