Daníel Guðni: „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2021 21:30 Daníel Guðni Guðmundsson var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir/Bára Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, var að vonum sáttur með 95-91 sigur sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í kvöld. „Mér fannst leikurinn vera í svona þokkalegu jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar, en síðan missum við þá framúr okkur og þeir komast í sinn leik og í góðan takt og þá er erfitt að eiga við þá,“ sagði Daníel Guðni að leik loknum. „Sérstaklega í þriðja leikhluta, þá fannst mér þeir skora allt of auðveldlega. En sömuleiðis þá vorum við að skora ágætlega í þriðja leikhluta fannst mér. Við skorum 26 stig en þeir 30 og mér finnst það aðeins of mikið.“ „Svo í fjórða leikhluta þá ákváðum við að breyta aðeins til varnarlega og það gekk bara upp. Við gerðum þetta bara saman og við gerðum þetta vel.“ Grindvíkingar áttu erfitt með að hemja Daniel Mortensen og Davíð Arnar Ágústsson í liði Þórsara, en Daníel segist vera ánægður með það hvernig lið hans náði að halda öðrum leikmönnum Íslandsmeistaranna í skefjum. „Við vorum kannski ekki að setja mikið af þristum niður í fyrri hálfleik og það þarf bara alltaf eitthvað að gefa eftir. Daniel Mortensen var á eldi og Davíð Arnar líka en við náðum að halda hinum aðeins í skefjum. Sérstaklega [Luciano] Massarelli, og [Glynn] Watson var í held ég fimm stigum í fyrri hálfleik en var góður í seinni.“ „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld. Það er bara virkilega gaman að hafa náð því.“ Grindvíkingar mæta hinum Þórsurunum í næsta leik þegar liðið fer alla leið á Akureyri eftir áramót. „Það verður að vera góður undirbúningur fyrir það verkefni. Maður veit reyndar ekkert hvort að maður er að fara í sóttkví eftir þennan leik eða hvað. Það er allur gangur á þessu.“ „En við verðum bara að vera tilbúnir í næsta verkefni og það þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu og gera þetta bara saman og gera þetta vel,“ sagði Daníel að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
„Mér fannst leikurinn vera í svona þokkalegu jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar, en síðan missum við þá framúr okkur og þeir komast í sinn leik og í góðan takt og þá er erfitt að eiga við þá,“ sagði Daníel Guðni að leik loknum. „Sérstaklega í þriðja leikhluta, þá fannst mér þeir skora allt of auðveldlega. En sömuleiðis þá vorum við að skora ágætlega í þriðja leikhluta fannst mér. Við skorum 26 stig en þeir 30 og mér finnst það aðeins of mikið.“ „Svo í fjórða leikhluta þá ákváðum við að breyta aðeins til varnarlega og það gekk bara upp. Við gerðum þetta bara saman og við gerðum þetta vel.“ Grindvíkingar áttu erfitt með að hemja Daniel Mortensen og Davíð Arnar Ágústsson í liði Þórsara, en Daníel segist vera ánægður með það hvernig lið hans náði að halda öðrum leikmönnum Íslandsmeistaranna í skefjum. „Við vorum kannski ekki að setja mikið af þristum niður í fyrri hálfleik og það þarf bara alltaf eitthvað að gefa eftir. Daniel Mortensen var á eldi og Davíð Arnar líka en við náðum að halda hinum aðeins í skefjum. Sérstaklega [Luciano] Massarelli, og [Glynn] Watson var í held ég fimm stigum í fyrri hálfleik en var góður í seinni.“ „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld. Það er bara virkilega gaman að hafa náð því.“ Grindvíkingar mæta hinum Þórsurunum í næsta leik þegar liðið fer alla leið á Akureyri eftir áramót. „Það verður að vera góður undirbúningur fyrir það verkefni. Maður veit reyndar ekkert hvort að maður er að fara í sóttkví eftir þennan leik eða hvað. Það er allur gangur á þessu.“ „En við verðum bara að vera tilbúnir í næsta verkefni og það þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu og gera þetta bara saman og gera þetta vel,“ sagði Daníel að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53