Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2021 13:55 Ghislaine Maxwell varð sextíu ára gömul í fangelsi á laugardaginn. Verði hún fundin sek gæti hún varið það sem eftir er af ævi sinni í fangelsi. AP/Elizabeth Williams Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 60 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Við vitnaleiðslur sögðu þrjár konur að Maxwell sjálf hefði brotið á þeim. Áður en málflutningi lauk í málinu gegn Maxwell stóð henni til boða að bera vitni en hún vildi það ekki og sagði saksóknara ekki hafa tekist að sýna fram á sekt hennar. Sjá einnig: Maxwell neitaði að bera vitni Kviðdómendur hafa beðið um töflu, upplýsingar um vitnisburð, merkimiða, lagalegar skilgreiningar og skilgreiningar á orðum. AP fréttaveitan segir stöðuna hvorki til marks um að kviðdómendur eigi erfitt með að sammælast um niðurstöðu né það að þau séu skammt frá niðurstöðu. Þá bað dómarinn kviðdómendur um að gefa sér meiri tíma í dag til að ræða málið og komast að niðurstöðu um sekt Maxwell eða sýknu. Meðal þess sem kviðdómendur hafa beðið um er eftirrit af vitnisburði manns sem bjó með konu sem hefur sakað Epstein um að brjóta á sér. Hann sagði hana hafa lýst Epstein sem nokkurs konar guðföður sem hefði hjálpað fjölskyldu hennar fjárhagslega vegna veikinda og dauða föður hennar. Hún var fjórtán ára gömul þegar hún kynntist Epstein og sagði seinna við þáverandi kærasta sinn að hjálp Epsteins hefði ekki verið ókeypis, án þess þó að fara nánar út í það. Kviðdómendur báðu einnig um eftirrit vitnisburðar Juan Alessi, fyrrverandi ráðsmanni Epsteins, sem sagði meðal annars frá því að Maxwell hefði meinað honum að horfa í augun á Epstein. Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag. 2. desember 2021 21:23 Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 60 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Við vitnaleiðslur sögðu þrjár konur að Maxwell sjálf hefði brotið á þeim. Áður en málflutningi lauk í málinu gegn Maxwell stóð henni til boða að bera vitni en hún vildi það ekki og sagði saksóknara ekki hafa tekist að sýna fram á sekt hennar. Sjá einnig: Maxwell neitaði að bera vitni Kviðdómendur hafa beðið um töflu, upplýsingar um vitnisburð, merkimiða, lagalegar skilgreiningar og skilgreiningar á orðum. AP fréttaveitan segir stöðuna hvorki til marks um að kviðdómendur eigi erfitt með að sammælast um niðurstöðu né það að þau séu skammt frá niðurstöðu. Þá bað dómarinn kviðdómendur um að gefa sér meiri tíma í dag til að ræða málið og komast að niðurstöðu um sekt Maxwell eða sýknu. Meðal þess sem kviðdómendur hafa beðið um er eftirrit af vitnisburði manns sem bjó með konu sem hefur sakað Epstein um að brjóta á sér. Hann sagði hana hafa lýst Epstein sem nokkurs konar guðföður sem hefði hjálpað fjölskyldu hennar fjárhagslega vegna veikinda og dauða föður hennar. Hún var fjórtán ára gömul þegar hún kynntist Epstein og sagði seinna við þáverandi kærasta sinn að hjálp Epsteins hefði ekki verið ókeypis, án þess þó að fara nánar út í það. Kviðdómendur báðu einnig um eftirrit vitnisburðar Juan Alessi, fyrrverandi ráðsmanni Epsteins, sem sagði meðal annars frá því að Maxwell hefði meinað honum að horfa í augun á Epstein.
Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag. 2. desember 2021 21:23 Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag. 2. desember 2021 21:23
Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55
Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30