Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 15:18 Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Landspítala. Vísir Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. Yfir fimm þúsund manns eru nú í eftirliti á Covid-19 göngudeild Landspítalans og fjölgaði þeim um 791 milli daga. 21 er inniliggjandi á spítalanum með Covid og fjórir á gjörgæslu, þar af eru þrír í öndunarvél. Landspítali var færður upp á hættustig þann 5. nóvember síðastliðinn og hefur ástandið aðeins versnað síðan þá. Álagið er svo mikið að spítalinn tilkynnti í dag að flytja eigi þrjátíu sjúklinga af spítalanum og á aðrar heilbrigðisstofnanir vegna álags undan Covid. Þá hefur óbólusettum verið óheimilt að heimsækja aðstandendur sína á spítalann síðan á aðfangadag. Fram kemur í tilkynningu á vef Landspítalans að álagið á spítalanum eigi sér margar skýringar en þar beri fyrst að nefna útbreiðslu veirunnar skæðu í samfélaginu og innan spítalans. Nú séu til að mynda meira en hundrað starfsmenn frá vinnu vegna Covid-smits. Annar eins hópur sé í sóttkví og hafi því verið gripið til þess neyðarúrræðis að kalla inn til vinnu starfsmenn sem séu í sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hluti legurýma sé sérútbúinn fyrir sjúklinga með Covid og þau rými séu flest í notkun og ekki laus fyrir aðra. Innlögnum á spítalann vegna Covid fari fjölgandi og nú hafi bæst við smit sem hafi greinst óvænt innan spítalans, til dæmis á bráðamóttöku, hjartadeild, Landakoti og fleiri deildum. „Nú er svo komið að margar deildir þurfa að sinna Covid smituðum skjólstæðingum þar sem þeir greinast. Við þetta bætist síðan að ekki hefur náðst að útskrifa fólk sem þegar hefur lokið meðferð á spítalanum,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48 Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55 Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Yfir fimm þúsund manns eru nú í eftirliti á Covid-19 göngudeild Landspítalans og fjölgaði þeim um 791 milli daga. 21 er inniliggjandi á spítalanum með Covid og fjórir á gjörgæslu, þar af eru þrír í öndunarvél. Landspítali var færður upp á hættustig þann 5. nóvember síðastliðinn og hefur ástandið aðeins versnað síðan þá. Álagið er svo mikið að spítalinn tilkynnti í dag að flytja eigi þrjátíu sjúklinga af spítalanum og á aðrar heilbrigðisstofnanir vegna álags undan Covid. Þá hefur óbólusettum verið óheimilt að heimsækja aðstandendur sína á spítalann síðan á aðfangadag. Fram kemur í tilkynningu á vef Landspítalans að álagið á spítalanum eigi sér margar skýringar en þar beri fyrst að nefna útbreiðslu veirunnar skæðu í samfélaginu og innan spítalans. Nú séu til að mynda meira en hundrað starfsmenn frá vinnu vegna Covid-smits. Annar eins hópur sé í sóttkví og hafi því verið gripið til þess neyðarúrræðis að kalla inn til vinnu starfsmenn sem séu í sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hluti legurýma sé sérútbúinn fyrir sjúklinga með Covid og þau rými séu flest í notkun og ekki laus fyrir aðra. Innlögnum á spítalann vegna Covid fari fjölgandi og nú hafi bæst við smit sem hafi greinst óvænt innan spítalans, til dæmis á bráðamóttöku, hjartadeild, Landakoti og fleiri deildum. „Nú er svo komið að margar deildir þurfa að sinna Covid smituðum skjólstæðingum þar sem þeir greinast. Við þetta bætist síðan að ekki hefur náðst að útskrifa fólk sem þegar hefur lokið meðferð á spítalanum,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48 Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55 Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48
Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55
Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04