Loftorka átti lægsta boð í Ölfusi og Mosfellsbæ Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2021 14:22 Loftorka breikkaði Vesturlandsveg í Mosfellsbæ í fyrra. Sá kafli er hjá Lágafelli, milli Skarhólabrautar og Langatanga. Sami verktaki átti lægsta boð í framhald verksins, breikkun kaflans milli Langatanga og Reykjavegar. Arnar Halldórsson Annir gætu orðið hjá fyrirtækinu Loftorku Reykjavík ehf. við vegagerð næsta árið. Verktakinn átti lægsta boð í tveimur stórum útboðsverkum sem Vegagerðin opnaði fyrir jól. Fyrra verkið er liður í breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus næst Hveragerði. Tilboð voruð opnuð þann 7. desember en verkið felst í lagningu tæplega áttahundruð metra langs tengivegar milli Hveragerðis og Ölfusborga, ásamt smíði nýrrar brúar yfir Varmá. Verkinu skal að fullu lokið 12. september 2022. Tvö tilboð bárust og hljóðar tilboð Loftorku Reykjavík ehf. í Garðabæ upp á 461,6 milljónir króna. Það reyndist 5 prósentum yfir 438 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hærra tilboðið áttu Íslenskir aðalverktakar hf. í Reykjavík, upp á 563 milljónir króna, sem er 28 prósentum yfir áætluðum verktakakostnaði. ÍAV hefur til þessa annast alla breikkun hringvegarins milli Hveragerðis og Selfoss. Vegarkaflinn sem núna var boðinn út er 800 metra langur tengivegur við austurjaðar Hveragerðis og yfir Varmá.Vegagerðin Hitt útboðsverkið er endurbygging og breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ á 520 metra kafla milli Langatanga og Reykjavegar, auk lagnavinnu, en tilboðsfrestur rann út þann 21. desember. Þar eru þegar fjórar akreinar en með breikkun eykst umferðaröryggi þegar akstursstefnur verða skildar að með vegriði. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Mosfellsbæjar, Landsnets og Veitna og skal því að fullu lokið 1. nóvember 2022. Þrjú tilboð bárust og reyndust þau öll yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 227 milljónir króna. Boð Loftorku hljóðar upp 257,6 milljónir króna, sem reyndist 13,6 prósentum yfir kostnaðaráætlun. Stéttafélagið ehf. í Reykjavík bauðst til að vinna verkið fyrir 273,5 milljónir króna, sem er 20,6 prósentum yfir áætlun. Hæsta boð átti Óskatak ehf. í Kópavogi, 302 milljónir króna, eða 33 prósentum yfir áætluðum kostnaði verkkaupa. Þess má geta að Loftorka annaðist sem lægstbjóðandi undanfara þessa verks í Mosfellsbæ, sem var breikkun 1.100 metra vegarkafla meðfram Lágafelli, milli Skarhólabrautar og Langatanga, fyrir 490 milljónir króna. Því verki lauk fyrir síðustu jól. Samgöngur Vegagerð Hveragerði Ölfus Mosfellsbær Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kafli milli Hveragerðis og Ölfusborga boðinn út Vegagerðin hefur boðið út næsta áfanga í breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss. Útboðið sem núna er auglýst er tæplega áttahundruð metra langur tengivegur við austurjaðar Hveragerðis, ásamt smíði nýrrar brúar yfir Varmá norðan Suðurlandsvegar. 29. nóvember 2021 15:30 Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. 3. mars 2020 20:20 Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Fyrra verkið er liður í breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus næst Hveragerði. Tilboð voruð opnuð þann 7. desember en verkið felst í lagningu tæplega áttahundruð metra langs tengivegar milli Hveragerðis og Ölfusborga, ásamt smíði nýrrar brúar yfir Varmá. Verkinu skal að fullu lokið 12. september 2022. Tvö tilboð bárust og hljóðar tilboð Loftorku Reykjavík ehf. í Garðabæ upp á 461,6 milljónir króna. Það reyndist 5 prósentum yfir 438 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hærra tilboðið áttu Íslenskir aðalverktakar hf. í Reykjavík, upp á 563 milljónir króna, sem er 28 prósentum yfir áætluðum verktakakostnaði. ÍAV hefur til þessa annast alla breikkun hringvegarins milli Hveragerðis og Selfoss. Vegarkaflinn sem núna var boðinn út er 800 metra langur tengivegur við austurjaðar Hveragerðis og yfir Varmá.Vegagerðin Hitt útboðsverkið er endurbygging og breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ á 520 metra kafla milli Langatanga og Reykjavegar, auk lagnavinnu, en tilboðsfrestur rann út þann 21. desember. Þar eru þegar fjórar akreinar en með breikkun eykst umferðaröryggi þegar akstursstefnur verða skildar að með vegriði. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Mosfellsbæjar, Landsnets og Veitna og skal því að fullu lokið 1. nóvember 2022. Þrjú tilboð bárust og reyndust þau öll yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 227 milljónir króna. Boð Loftorku hljóðar upp 257,6 milljónir króna, sem reyndist 13,6 prósentum yfir kostnaðaráætlun. Stéttafélagið ehf. í Reykjavík bauðst til að vinna verkið fyrir 273,5 milljónir króna, sem er 20,6 prósentum yfir áætlun. Hæsta boð átti Óskatak ehf. í Kópavogi, 302 milljónir króna, eða 33 prósentum yfir áætluðum kostnaði verkkaupa. Þess má geta að Loftorka annaðist sem lægstbjóðandi undanfara þessa verks í Mosfellsbæ, sem var breikkun 1.100 metra vegarkafla meðfram Lágafelli, milli Skarhólabrautar og Langatanga, fyrir 490 milljónir króna. Því verki lauk fyrir síðustu jól.
Samgöngur Vegagerð Hveragerði Ölfus Mosfellsbær Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kafli milli Hveragerðis og Ölfusborga boðinn út Vegagerðin hefur boðið út næsta áfanga í breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss. Útboðið sem núna er auglýst er tæplega áttahundruð metra langur tengivegur við austurjaðar Hveragerðis, ásamt smíði nýrrar brúar yfir Varmá norðan Suðurlandsvegar. 29. nóvember 2021 15:30 Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. 3. mars 2020 20:20 Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Kafli milli Hveragerðis og Ölfusborga boðinn út Vegagerðin hefur boðið út næsta áfanga í breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss. Útboðið sem núna er auglýst er tæplega áttahundruð metra langur tengivegur við austurjaðar Hveragerðis, ásamt smíði nýrrar brúar yfir Varmá norðan Suðurlandsvegar. 29. nóvember 2021 15:30
Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. 3. mars 2020 20:20
Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42
Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03