Ómar Ingi íþróttamaður ársins Sindri Sverrisson og Atli Arason skrifa 29. desember 2021 20:27 Þrjú efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2021: Kolbrún Þöll Þorradóttir, Ómar Ingi Magnússon og Kristín Þórhallsdóttir. Mummi Lú Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti og kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í 3. sæti en alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Ómar Ingi, sem er á leið á EM í næsta mánuði, er 24 ára gamall og leikur með efsta liði bestu landsdeildar Evrópu í handbolta, þeirrar þýsku. Hann varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í Þýskalandi. Ómar hefur áfram verið afar mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna þýsku deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Þá vann Ómar Evrópudeildina með Magdeburg sem einnig varð heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. Topp tíu í kjörinu um Íþróttamann ársins 2021. F.v. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J.K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Á myndina vantar Aron Pálmarsson og Martin Hermannsson.MummiLú Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1 Í 2. sæti í kjörinu varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem gegndi lykilhlutverki í Evrópumeistaraliði Íslands í hópfimleikum í Portúgal fyrir mánuði síðan. Kolbrún Þöll var valin í úrvalslið EM, í fjórða sinn á ferlinum. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni en þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Þá varð hún einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sex fengu atkvæði í efsta sæti Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð í 3. sæti. Hún skaust fram á sjónarsviðið í ár og setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október. Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust 20 stig, fyrir 2. sæti fengust 15 og fyrir 3. sæti 10. Fjórða sætið gaf 7 stig, 5. sætið 6 stig og svo koll af kolli. Ómar Ingi fékk því 445 af 580 stigum mögulegum en alls fengu sex íþróttamenn atkvæði í efsta sæti í ár. Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti og kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í 3. sæti en alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Ómar Ingi, sem er á leið á EM í næsta mánuði, er 24 ára gamall og leikur með efsta liði bestu landsdeildar Evrópu í handbolta, þeirrar þýsku. Hann varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í Þýskalandi. Ómar hefur áfram verið afar mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna þýsku deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Þá vann Ómar Evrópudeildina með Magdeburg sem einnig varð heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. Topp tíu í kjörinu um Íþróttamann ársins 2021. F.v. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J.K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Á myndina vantar Aron Pálmarsson og Martin Hermannsson.MummiLú Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1 Í 2. sæti í kjörinu varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem gegndi lykilhlutverki í Evrópumeistaraliði Íslands í hópfimleikum í Portúgal fyrir mánuði síðan. Kolbrún Þöll var valin í úrvalslið EM, í fjórða sinn á ferlinum. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni en þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Þá varð hún einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sex fengu atkvæði í efsta sæti Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð í 3. sæti. Hún skaust fram á sjónarsviðið í ár og setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október. Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust 20 stig, fyrir 2. sæti fengust 15 og fyrir 3. sæti 10. Fjórða sætið gaf 7 stig, 5. sætið 6 stig og svo koll af kolli. Ómar Ingi fékk því 445 af 580 stigum mögulegum en alls fengu sex íþróttamenn atkvæði í efsta sæti í ár.
Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1
Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti