Árið 1985 vann Einar til gullverðlauna á fjórum Grand Prix mótum og var á verðlaunapalli á öðrum fjórum. Einar setti Íslandsmet í spjótkasti utanhúss með 800gr spjóti árið 1992 með kasti upp á 86,80 metrum og stendur það Íslandsmet enn þá í dag.
Einar Vilhjálmsson stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og árið 1984 sló hann bandarískt háskólamet í spjótkasti með kasti upp á 92,42 metra. Í gegnum tíðina hefur þyngd og lögun löglegra spjóta í spjótkasti breyst mikið og núverandi metskrá miðast við árið 1991. Einar er einn af þremur spjótkösturum í heiminum sem á met á heimslista með öllum spjótum.
Einar keppti á þremur Ólympíuleikum fyrir Ísland, í Los Angeles 1984, Seoul 1988 og Barcelona árið 1992. Á löngum keppnisferli tók Einar þátt í um 220 mótum í 22 löndum og hafnaði hann á verðlaunapalli á 200 af 220 mótum.
Einar var þrisvar valin íþróttamaður ársins, árið 1984, 1986 og 1988. Tíu sinnum var Einar á meðal topp tíu í kjörinu á íþróttamanni ársins. Faðir Einars, Vilhjálmur Einarsson var einnig afreksíþróttamaður í frjálsíþróttum en Vilhjálmur var fyrsti Íþróttamaður ársins árið 1957 og var hann alls fimm sinnum útnefndur íþróttamaður ársins á árunum 1957-1962.