Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. desember 2021 14:50 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er maður ársins 2021 að mati fréttastofu Stöðar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. Ragnheiður Ósk leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina – þrisvar sinnum – og tókst á við sögulega aðgerð þar sem bar til tíðinda að Íslendingar fengust til að standa í röð. Áskoranirnar voru fjölmargar en öllum mætt með óbilandi jákvæðni og elju. Yfirvegun og bjart viðmót lituðu andrúmsloftið við bólusetninguna sem ýtti undir sameiningarkraft þjóðarinnar á víðsjárverðum tímum. Tileinkað öllu starfsfólkinu „Ég held ég verði að fá að tileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir á bak við tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður af þessu tilefni í Kryddsíldinni á Stöð 2 rétt í þessu. Hún segir að í upphafi, febrúar 2021, hafi fyrstu bólusetningarnar verið boðnar 90 ára fólki og eldri. Hún segir þann hóp hafa gefið tóninn fyrir þá gleði sem einkenndi bólusetningarnar. Fólk hafi mætt glatt í bragði og prúðbúið í bólusetningu, sem varð að einskonar gleðidegi. Aðspurð hvað hefði verið skemmtilegast við verkefnið og hvað hefði verið leiðinlegast var Ragnheiður fljót að segja til um hvað hefði verið skemmtilegast. „Það er kannski bara að hafa fengið að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þó svo að það sé alvarlegur tónn í því þá hefur það gefið okkur heilmikið. Við eigum sterkt heilbrigðiskerfi, ég veit ekki alveg hvað þau eru búin að vera að segja hér,“ sagði Ragnheiður Ósk og benti á ráðherrana í Kryddsíldinni. Hún sagðist þá telja að þó eitt og annað mætti laga í heilbrigðiskerfinu þá væru svo mörg svið kerfisins að standa sig svo vel. „Það er það sem hefur verið skemmtilegast að fylgjast með.“ Að neðan má sjá innslag um mann ársins árið 2021 að mati fréttastofunnar. Kryddsíld Fréttir ársins 2021 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Ragnheiður Ósk leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina – þrisvar sinnum – og tókst á við sögulega aðgerð þar sem bar til tíðinda að Íslendingar fengust til að standa í röð. Áskoranirnar voru fjölmargar en öllum mætt með óbilandi jákvæðni og elju. Yfirvegun og bjart viðmót lituðu andrúmsloftið við bólusetninguna sem ýtti undir sameiningarkraft þjóðarinnar á víðsjárverðum tímum. Tileinkað öllu starfsfólkinu „Ég held ég verði að fá að tileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir á bak við tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður af þessu tilefni í Kryddsíldinni á Stöð 2 rétt í þessu. Hún segir að í upphafi, febrúar 2021, hafi fyrstu bólusetningarnar verið boðnar 90 ára fólki og eldri. Hún segir þann hóp hafa gefið tóninn fyrir þá gleði sem einkenndi bólusetningarnar. Fólk hafi mætt glatt í bragði og prúðbúið í bólusetningu, sem varð að einskonar gleðidegi. Aðspurð hvað hefði verið skemmtilegast við verkefnið og hvað hefði verið leiðinlegast var Ragnheiður fljót að segja til um hvað hefði verið skemmtilegast. „Það er kannski bara að hafa fengið að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þó svo að það sé alvarlegur tónn í því þá hefur það gefið okkur heilmikið. Við eigum sterkt heilbrigðiskerfi, ég veit ekki alveg hvað þau eru búin að vera að segja hér,“ sagði Ragnheiður Ósk og benti á ráðherrana í Kryddsíldinni. Hún sagðist þá telja að þó eitt og annað mætti laga í heilbrigðiskerfinu þá væru svo mörg svið kerfisins að standa sig svo vel. „Það er það sem hefur verið skemmtilegast að fylgjast með.“ Að neðan má sjá innslag um mann ársins árið 2021 að mati fréttastofunnar.
Kryddsíld Fréttir ársins 2021 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira