Inga ekki í Kryddsíldinni með nýútskrifaðri Þórdísi Kolbrúnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2021 14:08 Inga Sæland ákvað að taka ekki þátt í Kryddsíldinni í ár. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti í dag að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Yfir 1.500 manns greindust með Covid hér á landi í gær. Í samtali við fréttastofu segir Inga að nokkrir þættir hafi ráðið ákvörðun hennar. Meðal annars það að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra yrði í þættinum, en hún hefur nýlokið sjö daga einangrun eftir að hafa greinst með Covid. Einangrunartími var styttur úr tíu dögum í sjö í gær. „Það er allavega liður í því, en eigum við ekki að segja líka 1.600 smit í dag og maðurinn minn með með parkinsons og undirliggjandi sjúkdóma séu allt að blandast saman í það að reyna að vera ábyrgur,“ segir Inga. Hún segist þá hafa rætt við sóttvarnalækni í löngu máli í morgun. Eftir það samtal hafi hún endanlega afráðið að mæta ekki í þáttinn. Hún segist þá hafa boðið öðrum þingmönnum flokksins að mæta í sinn stað, en alls staðar hafi sama afstaða ráðið ferðinni. Það væri samfélagslega ábyrgt að mæta ekki. Leiðinlegt að hafa Ingu ekki með „Ég hef ekki trú á því að þau sem hafa ráðlagt okkur til þessa séu að stytta þetta niður í sjö daga vegna þess að það sé áfram hættulegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í Kryddsíldinni, innt eftir viðbrögðum við afstöðu Ingu. Þórdís Kolbrún segir þá að sér þyki leitt að Inga hafi ekki treyst sér til þess að mæta, enda væri skemmtilegra að hafa hana með. „Auðvitað er það þannig að fólk verður að geta tekið ákvörðun út frá sínum forsendum og þetta er líka ágætis áminning, bæði til mín og annarra, að við erum öll á mismunandi stað í þessu. Bæði gagnvart okkur sjálfum, okkar fólki og þessum tilfinningum sem eru mjög ólíkar milli einstaklinga.“ Aðspurð hvort staðan væri nú sú að þeir sem hræðist veiruna meira en aðrir eigi nú að loka sig af sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja svo vera. Hún teldi hins vegar alveg hættulaust að sitja við Kryddsíldarborðið, enda væri sóttvarnaráðstafana vel gætt, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis. Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Inga að nokkrir þættir hafi ráðið ákvörðun hennar. Meðal annars það að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra yrði í þættinum, en hún hefur nýlokið sjö daga einangrun eftir að hafa greinst með Covid. Einangrunartími var styttur úr tíu dögum í sjö í gær. „Það er allavega liður í því, en eigum við ekki að segja líka 1.600 smit í dag og maðurinn minn með með parkinsons og undirliggjandi sjúkdóma séu allt að blandast saman í það að reyna að vera ábyrgur,“ segir Inga. Hún segist þá hafa rætt við sóttvarnalækni í löngu máli í morgun. Eftir það samtal hafi hún endanlega afráðið að mæta ekki í þáttinn. Hún segist þá hafa boðið öðrum þingmönnum flokksins að mæta í sinn stað, en alls staðar hafi sama afstaða ráðið ferðinni. Það væri samfélagslega ábyrgt að mæta ekki. Leiðinlegt að hafa Ingu ekki með „Ég hef ekki trú á því að þau sem hafa ráðlagt okkur til þessa séu að stytta þetta niður í sjö daga vegna þess að það sé áfram hættulegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í Kryddsíldinni, innt eftir viðbrögðum við afstöðu Ingu. Þórdís Kolbrún segir þá að sér þyki leitt að Inga hafi ekki treyst sér til þess að mæta, enda væri skemmtilegra að hafa hana með. „Auðvitað er það þannig að fólk verður að geta tekið ákvörðun út frá sínum forsendum og þetta er líka ágætis áminning, bæði til mín og annarra, að við erum öll á mismunandi stað í þessu. Bæði gagnvart okkur sjálfum, okkar fólki og þessum tilfinningum sem eru mjög ólíkar milli einstaklinga.“ Aðspurð hvort staðan væri nú sú að þeir sem hræðist veiruna meira en aðrir eigi nú að loka sig af sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja svo vera. Hún teldi hins vegar alveg hættulaust að sitja við Kryddsíldarborðið, enda væri sóttvarnaráðstafana vel gætt, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis.
Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira