Er öryggi kennara og nemenda minna virði? Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 1. janúar 2022 09:30 Grunnskólar eiga að vera einn öruggasti staður til að vera á og því eru kennarar furðu lostnir yfir einarðri afstöðu mennta- og barnamálaráðherra ríkisstjórnar Íslands um að hunsa með öllu tilmæli sóttvarnarlæknis um skólabyrjun á nýju ári. Með öryggi nemenda og kennara í hug hefur sóttvarnarlæknir lagt til að skólastarf í grunnskólum hefjist ekki fyrr en 10. janúar nk., en ráðherra tilkynnti opinberlega, án samráðs við kennara, að kennsla hæfist samkvæmt óbreyttu skipulagi. Þegar litið er er yfir sviðið og horft á þá nöturlegu staðreynd að smit hafa aldrei verið fleiri en einmitt nú, enn ein bylgjan er að ná hámarki og nemendur og kennarar líklega aldrei verið jafn varnarlausir fyrir smitum, ákveður ráðherra skyndilega að gera ekki það sem ætíð hefur verið gert í þessum skæða faraldri; að fylgja ráðleggingum sóttvarnarlæknis. Á fundi formanns Félags grunnskólakennara með menntamálaráðherra í gær, var ráðherra gert það alveg ljóst að grunnskólakennarar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun og er í raun hægt að tala um vatnaskil þegar ráðherra ákveður, þvert á ráðleggingar okkar færustu sérfræðinga og vísindamanna, að hefja skólastarf svona snemma á jafn viðkvæmum tíma og nú. Þeirri afstöðu var skýrt komið á framfæri við ráðherra. Rökstuðningur ráðherra um að opnir grunnskólar væru lykilatriði fyrir íslenskt samfélag mætir að sjálfsögðu skilningi kennara, enda vita þeir sem er að mikilvægi kennara og kennslu skipta sköpum. Rökin sem lögð eru fram mega þó ekki draga úr trúverðuleika og trausti sem samfélagið hefur haft til þeirra aðgerða sem þarf að grípa til vegna sóttvarnar aðgerða stjórnvalda, þrátt fyrir að þær séu oft bæði íþyngjandi og erfiðar. Mikilvægt er að ekki komi til gliðnunar í samskiptum almennings og yfirvalda. Félag grunnskólakennara hefur sýnt ríkan samstarfsvilja við yfirvöld en harmar þann skort á samráði sem hér er á ferðinni og bendir á að sú ákvörðun ráðherra að fresta ekki skólastarfi, er alfarið á hans ábyrgð og ríkisstjórnarinnar. Yfirlýstur vilji ráðherra til samráðs við grunnskólakennara á næstu dögum og vikum til að átta sig á stöðu kennara í faraldrinum – og raunar um önnur hagsmunamál – er lofsverður, en í ljós verður að koma hvort þetta er aðeins í orði en ekki á borði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Grunnskólar Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Grunnskólar eiga að vera einn öruggasti staður til að vera á og því eru kennarar furðu lostnir yfir einarðri afstöðu mennta- og barnamálaráðherra ríkisstjórnar Íslands um að hunsa með öllu tilmæli sóttvarnarlæknis um skólabyrjun á nýju ári. Með öryggi nemenda og kennara í hug hefur sóttvarnarlæknir lagt til að skólastarf í grunnskólum hefjist ekki fyrr en 10. janúar nk., en ráðherra tilkynnti opinberlega, án samráðs við kennara, að kennsla hæfist samkvæmt óbreyttu skipulagi. Þegar litið er er yfir sviðið og horft á þá nöturlegu staðreynd að smit hafa aldrei verið fleiri en einmitt nú, enn ein bylgjan er að ná hámarki og nemendur og kennarar líklega aldrei verið jafn varnarlausir fyrir smitum, ákveður ráðherra skyndilega að gera ekki það sem ætíð hefur verið gert í þessum skæða faraldri; að fylgja ráðleggingum sóttvarnarlæknis. Á fundi formanns Félags grunnskólakennara með menntamálaráðherra í gær, var ráðherra gert það alveg ljóst að grunnskólakennarar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun og er í raun hægt að tala um vatnaskil þegar ráðherra ákveður, þvert á ráðleggingar okkar færustu sérfræðinga og vísindamanna, að hefja skólastarf svona snemma á jafn viðkvæmum tíma og nú. Þeirri afstöðu var skýrt komið á framfæri við ráðherra. Rökstuðningur ráðherra um að opnir grunnskólar væru lykilatriði fyrir íslenskt samfélag mætir að sjálfsögðu skilningi kennara, enda vita þeir sem er að mikilvægi kennara og kennslu skipta sköpum. Rökin sem lögð eru fram mega þó ekki draga úr trúverðuleika og trausti sem samfélagið hefur haft til þeirra aðgerða sem þarf að grípa til vegna sóttvarnar aðgerða stjórnvalda, þrátt fyrir að þær séu oft bæði íþyngjandi og erfiðar. Mikilvægt er að ekki komi til gliðnunar í samskiptum almennings og yfirvalda. Félag grunnskólakennara hefur sýnt ríkan samstarfsvilja við yfirvöld en harmar þann skort á samráði sem hér er á ferðinni og bendir á að sú ákvörðun ráðherra að fresta ekki skólastarfi, er alfarið á hans ábyrgð og ríkisstjórnarinnar. Yfirlýstur vilji ráðherra til samráðs við grunnskólakennara á næstu dögum og vikum til að átta sig á stöðu kennara í faraldrinum – og raunar um önnur hagsmunamál – er lofsverður, en í ljós verður að koma hvort þetta er aðeins í orði en ekki á borði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun