Mikill erill hjá lögreglu: Hnífstungur, gróðureldar, flugeldaslys og innbrot Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 10:07 Í Garðabæ var tilkynnt um flugeldaslys þar sem sextán ára barn varð fyrir því að flugeldur sprakk nærri honum og er hann hann nokkuð mikið brenndur. Vísir/Egill Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en 125 mál eru skráð frá klukkan 17 síðdegis í gær og til klukkan níu í morgun. Talsvert var um tilkynningar um gróðurelda en meirihluti þeirra var um að ræða minniháttar elda. Í tilkynningu frá lögreglu segir að níu séu nú vistaðir í fangaklefum lögreglunnar. Tilkynnt var um tvær hnífstungur í nótt. Sú fyrri var klukkan fjögur í nótt þar sem tilkynning barst um mann sem hafði reynt að stinga mann með tveimur hnífum í hverfi 102. „Tilkynnanda tókst að læsa sig inni í íbúð sinni og var gerandi handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Skömmu fyrir klukkan fimm var svo tilkynnt um aðra hnífstungu, þá í hverfi 108. „Á vettvangi kom í ljós að brotaþolar voru tveir og var árásaraðili handtekinn á vettvangi. Brotaþolar fluttir á slysadeild til aðhlynningar og eru ekki taldir vera í lífshættu. Árásaraðili var að lokinni aðhlynningu á Bráðadeild vistaður í fangageymslu lögreglu.“ Var kominn hálfur inn í íbúðina Lögregla var einnig kölluð út vegna innbrota, meðal annars í verslun á Laugaveginum þar sem rúða hafði verið brotin og farið inn og stolið þremur úlpum. Einnig var tilkynnt um innbrot í verslun í Mörkinni í hverfi 108. Skömmu eftir miðnætti við tilkynnt um tilraun til innbrots í hverfi 108. Þar hafði húsráðandi komið að manninum þar sem hann var búinn að brjóta rúðu og var kominn hálfur inn í íbúðina. „Gerandi kom sér í burtu á tveimur jafnfljótum og er málið í rannsókn.“ Reyndi að sparka upp hurð Upp úr klukkan eitt var tilkynnt um mann að sparka upp hurð hjá nágranna þess sem hringdi á lögreglu í hverfi 105. „Þar reyndist vera á ferðinni ofurölvi einstaklingur sem var að fara húsavillt. Hann færður á lögreglustöð til viðræðna og var síðan laus.“ Auk þess þurfti lögregla að sinna ýmsum verkefnum sem sneru að flugeldum, gróðureldum og fleiru. Segir meðal annars frá nokkrum flugeldaslysum og að flugeldar hafi farið inn um glugga í nokkrum húsum og sprungið. Lögreglumál Reykjavík Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglu segir að níu séu nú vistaðir í fangaklefum lögreglunnar. Tilkynnt var um tvær hnífstungur í nótt. Sú fyrri var klukkan fjögur í nótt þar sem tilkynning barst um mann sem hafði reynt að stinga mann með tveimur hnífum í hverfi 102. „Tilkynnanda tókst að læsa sig inni í íbúð sinni og var gerandi handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Skömmu fyrir klukkan fimm var svo tilkynnt um aðra hnífstungu, þá í hverfi 108. „Á vettvangi kom í ljós að brotaþolar voru tveir og var árásaraðili handtekinn á vettvangi. Brotaþolar fluttir á slysadeild til aðhlynningar og eru ekki taldir vera í lífshættu. Árásaraðili var að lokinni aðhlynningu á Bráðadeild vistaður í fangageymslu lögreglu.“ Var kominn hálfur inn í íbúðina Lögregla var einnig kölluð út vegna innbrota, meðal annars í verslun á Laugaveginum þar sem rúða hafði verið brotin og farið inn og stolið þremur úlpum. Einnig var tilkynnt um innbrot í verslun í Mörkinni í hverfi 108. Skömmu eftir miðnætti við tilkynnt um tilraun til innbrots í hverfi 108. Þar hafði húsráðandi komið að manninum þar sem hann var búinn að brjóta rúðu og var kominn hálfur inn í íbúðina. „Gerandi kom sér í burtu á tveimur jafnfljótum og er málið í rannsókn.“ Reyndi að sparka upp hurð Upp úr klukkan eitt var tilkynnt um mann að sparka upp hurð hjá nágranna þess sem hringdi á lögreglu í hverfi 105. „Þar reyndist vera á ferðinni ofurölvi einstaklingur sem var að fara húsavillt. Hann færður á lögreglustöð til viðræðna og var síðan laus.“ Auk þess þurfti lögregla að sinna ýmsum verkefnum sem sneru að flugeldum, gróðureldum og fleiru. Segir meðal annars frá nokkrum flugeldaslysum og að flugeldar hafi farið inn um glugga í nokkrum húsum og sprungið.
Lögreglumál Reykjavík Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19