Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 08:01 Kórónuveiran truflar undirbúning íslenska landsliðsins eins og fleiri liða nú þegar styttist í að EM hefjist. vísir/Hulda margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita verða strákarnir okkar saman í búblu á hóteli hér á landi, á milli æfinga, þar til að þeir halda af stað til Búdapest þar sem fyrsti leikur á EM er gegn Portúgal 14. janúar. Þrír leikmenn þurfa hins vegar að bíða með að hitta hina sautján á Grand Hótel. Einn er í einangrun vegna kórónuveirusmits og tveir í sóttkví. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolti.is. Vonir standa til þess að þeir tveir sem eru í sóttkví losni á morgun en sá sem er í einangrun lýkur henni síðar í þessari viku. Leikmenn munu fara í PCR-próf um það bil annan hvern dag í janúar, þar til að þeir ljúka leik á EM. Sýni sem tekin voru í gær úr þeim sautján leikmönnum sem ekki eru í sóttkví eða einangrun, reyndust öll neikvæð, að sögn Róberts. Þeir gátu því komið saman og hefja æfingar í dag, degi síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Smit á skrifstofu HSÍ Fram kemur á handbolti.is að Róbert og fleiri starfsmenn HSÍ hafi einnig orðið fyrir barðinu á veirunni og verði því í einangrun fram á næstu helgi. Enn stendur þó til að leika tvo vináttulandsleiki gegn Litháen, sem einnig undirbýr sig fyrir EM, á Ásvöllum næsta föstudag og sunnudag. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. 30. desember 2021 15:01 Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. 29. desember 2021 12:03 Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. 28. desember 2021 09:36 Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita verða strákarnir okkar saman í búblu á hóteli hér á landi, á milli æfinga, þar til að þeir halda af stað til Búdapest þar sem fyrsti leikur á EM er gegn Portúgal 14. janúar. Þrír leikmenn þurfa hins vegar að bíða með að hitta hina sautján á Grand Hótel. Einn er í einangrun vegna kórónuveirusmits og tveir í sóttkví. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolti.is. Vonir standa til þess að þeir tveir sem eru í sóttkví losni á morgun en sá sem er í einangrun lýkur henni síðar í þessari viku. Leikmenn munu fara í PCR-próf um það bil annan hvern dag í janúar, þar til að þeir ljúka leik á EM. Sýni sem tekin voru í gær úr þeim sautján leikmönnum sem ekki eru í sóttkví eða einangrun, reyndust öll neikvæð, að sögn Róberts. Þeir gátu því komið saman og hefja æfingar í dag, degi síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Smit á skrifstofu HSÍ Fram kemur á handbolti.is að Róbert og fleiri starfsmenn HSÍ hafi einnig orðið fyrir barðinu á veirunni og verði því í einangrun fram á næstu helgi. Enn stendur þó til að leika tvo vináttulandsleiki gegn Litháen, sem einnig undirbýr sig fyrir EM, á Ásvöllum næsta föstudag og sunnudag.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. 30. desember 2021 15:01 Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. 29. desember 2021 12:03 Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. 28. desember 2021 09:36 Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. 30. desember 2021 15:01
Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. 29. desember 2021 12:03
Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. 28. desember 2021 09:36
Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. 24. desember 2021 09:00
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06