Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2022 08:47 Landamæri Norður- og Suður-Kóreu eru mjög víggirt og þakin girðingum, gaddavír, varðstöðvum og jafnvel jarðsprengjum. AP/Ahn Young-joon Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. Ekki er talið að maðurinn hafi upprunalega flúið suður til njósna, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Maðurinn sást á öryggismyndavélum og var reynt að stöðva hann en án árangurs. Þá greindu Suður-Kóreumenn hreyfingar norðan megin við landamærin sem talið er að hafi verið hermenn sem tóku á móti flóttamanninum tvöfalda. Fyrir kemur að fólk flýr frá Norður-Kóreu til suðurs en flestir gera það með því að fara fyrst til Kína og þaðan til Suður-Kóreu. Sjaldgæft er að fólk komist yfir landamæri ríkjanna, þar sem þau eru gífurlega víggirt. Þá er sérstaklega sjaldgæft að fólk fari norður yfir landamærin. Sjá einnig: Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Yonhap segir manninn sem fór norður hafa unnið við hreingerningar í Suður-Kóreu og það sé til marks um að hann hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hafa flúið frá Norður-Kóreu í fyrra. Enginn hafði heyrt frá honum síðan á fimmtudaginn en flóttamenn frá Norður-Kóreu eru undir töluverðu eftirliti í Suður-Kóreu á meðan verið er að reyna að ganga úr skugga um að þeir séu ekki njósnarar. Eins og áður segir hafa engin ummerki fundist um að þessi maður hafi stundað njósnir en samkvæmt heimildum Yonhap hafði hann fylgt öllum reglum eftir. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hétu því í fyrra að girða sig í brók varðandi eftirlit með landamærunum. Hér má sjá myndefni frá South-China Morning Post um atvikið. Þar kemur fram að rúmlega 33 þúsund manns hafi flúið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu á síðustu áratugum. Fannst eftir fjórtán tíma Þegar þessi sami maður flúði frá Norður-Kóreu var hann ekki gómaður fyrr en fjórtán klukkustundum eftir að hann fór yfir landamærin. Um helgina sást hann á myndavélum þremur tímum áður en upp komst um ferðalag hans. Eins og áður segir var reynt að stöðva hann en án árangurs. Maðurinn er sagður vera fyrrverandi fimleikamaður og er talið að það hafi hjálpað honum að komast yfir girðingar á landamærunum. Eitt atvik í fyrra þótti sérstaklega vandræðalegt fyrir herinn þegar upp komst um að sjómaður á þrítugsaldri synti til Suður-Kóreu en hann hefði átt að sjást átta sinnum á öryggismyndavélum og setti viðvörunarkerfi í gang, án þess að upp komst um hann. Sjá einig: Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Reuters fréttaveitan segir að Suður-Kóreumenn hafi sent skilaboð til norðurs um manninn og fengið meldingu um að skilaboðin hafi verið móttekin. Engar fregnir hafa borist af örlögum mannsins. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ekki er talið að maðurinn hafi upprunalega flúið suður til njósna, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Maðurinn sást á öryggismyndavélum og var reynt að stöðva hann en án árangurs. Þá greindu Suður-Kóreumenn hreyfingar norðan megin við landamærin sem talið er að hafi verið hermenn sem tóku á móti flóttamanninum tvöfalda. Fyrir kemur að fólk flýr frá Norður-Kóreu til suðurs en flestir gera það með því að fara fyrst til Kína og þaðan til Suður-Kóreu. Sjaldgæft er að fólk komist yfir landamæri ríkjanna, þar sem þau eru gífurlega víggirt. Þá er sérstaklega sjaldgæft að fólk fari norður yfir landamærin. Sjá einnig: Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Yonhap segir manninn sem fór norður hafa unnið við hreingerningar í Suður-Kóreu og það sé til marks um að hann hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hafa flúið frá Norður-Kóreu í fyrra. Enginn hafði heyrt frá honum síðan á fimmtudaginn en flóttamenn frá Norður-Kóreu eru undir töluverðu eftirliti í Suður-Kóreu á meðan verið er að reyna að ganga úr skugga um að þeir séu ekki njósnarar. Eins og áður segir hafa engin ummerki fundist um að þessi maður hafi stundað njósnir en samkvæmt heimildum Yonhap hafði hann fylgt öllum reglum eftir. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hétu því í fyrra að girða sig í brók varðandi eftirlit með landamærunum. Hér má sjá myndefni frá South-China Morning Post um atvikið. Þar kemur fram að rúmlega 33 þúsund manns hafi flúið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu á síðustu áratugum. Fannst eftir fjórtán tíma Þegar þessi sami maður flúði frá Norður-Kóreu var hann ekki gómaður fyrr en fjórtán klukkustundum eftir að hann fór yfir landamærin. Um helgina sást hann á myndavélum þremur tímum áður en upp komst um ferðalag hans. Eins og áður segir var reynt að stöðva hann en án árangurs. Maðurinn er sagður vera fyrrverandi fimleikamaður og er talið að það hafi hjálpað honum að komast yfir girðingar á landamærunum. Eitt atvik í fyrra þótti sérstaklega vandræðalegt fyrir herinn þegar upp komst um að sjómaður á þrítugsaldri synti til Suður-Kóreu en hann hefði átt að sjást átta sinnum á öryggismyndavélum og setti viðvörunarkerfi í gang, án þess að upp komst um hann. Sjá einig: Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Reuters fréttaveitan segir að Suður-Kóreumenn hafi sent skilaboð til norðurs um manninn og fengið meldingu um að skilaboðin hafi verið móttekin. Engar fregnir hafa borist af örlögum mannsins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira