Björgunarsveitir á Austfjörðum ferja fólk til og frá vinnu vegna ófærðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 13:27 Talsvert hefur verið um fok á lausamunum og þakplötum á Seyðisfirði í dag. Landsbjörg Björgunarsveitir á Austfjörðum hafa þurft að ferja fólk til og frá vinnu í gær og í dag vegna ófærðar. Í langflestum tilfellum hefur um heilbrigðisstarfsfólk verið að ræða en óveður geisar í landshlutanum og vegir víða ófærir. Þá hefur talsvert verið um fok á þakplötum í bænum og hefur fólk því verið beðið um að halda sig innandyra. „Þetta er verkefni sem við þekkjum vel til á landsbyggðinni, þegar miklum snjó kyngir niður og fjallvegir á milli þéttbýliskjarna eru ófærir, að þá eru björgunarsveitir kallaðar til við að flytja starfsfólk heilbrigðisstofnana til og frá vinnu,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hann segir að ekki hafi verið tilkynnt um neitt stórtjón en að þó hafi verið dæmi um að þakplötur hafi rifnað af húsum. Hins vegar séu björgunarsveitir komnar í ró frá þeim verkefnum núna og sinni nú að mestu leyti bílum sem sitji fastir á fjallvegum. Bátur losnaði frá bryggju á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarfólki tókst að tryggja bátinn undir hádegi. Landsbjörg „Flest verkefnin í morgun hafa snúist um færðina, bæði að koma fólki til og frá vinnu og að losa fasta bíla,“ segir hann. Þá hafi bátur losnað frá bryggju á Seyðisfirði en að björgunarsveitum hafi tekist að festa hann laust fyrir hádegi. Enn fremur hafi björgunarsveitir í gær flutt sýni á milli staða, til dæmis frá Vopnafirði til Akureyrar, en vegna veðurs var sýnatökum á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði aflýst í dag. Lögregla sendi Seyðfirðingum SMS í dag þar sem þeir voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur niður, en afar hvasst er víðast hvar á Austfjörðum; norðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu og snarpar vindhviður við fjöll. Múlaþing Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59 Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Þetta er verkefni sem við þekkjum vel til á landsbyggðinni, þegar miklum snjó kyngir niður og fjallvegir á milli þéttbýliskjarna eru ófærir, að þá eru björgunarsveitir kallaðar til við að flytja starfsfólk heilbrigðisstofnana til og frá vinnu,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hann segir að ekki hafi verið tilkynnt um neitt stórtjón en að þó hafi verið dæmi um að þakplötur hafi rifnað af húsum. Hins vegar séu björgunarsveitir komnar í ró frá þeim verkefnum núna og sinni nú að mestu leyti bílum sem sitji fastir á fjallvegum. Bátur losnaði frá bryggju á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarfólki tókst að tryggja bátinn undir hádegi. Landsbjörg „Flest verkefnin í morgun hafa snúist um færðina, bæði að koma fólki til og frá vinnu og að losa fasta bíla,“ segir hann. Þá hafi bátur losnað frá bryggju á Seyðisfirði en að björgunarsveitum hafi tekist að festa hann laust fyrir hádegi. Enn fremur hafi björgunarsveitir í gær flutt sýni á milli staða, til dæmis frá Vopnafirði til Akureyrar, en vegna veðurs var sýnatökum á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði aflýst í dag. Lögregla sendi Seyðfirðingum SMS í dag þar sem þeir voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur niður, en afar hvasst er víðast hvar á Austfjörðum; norðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu og snarpar vindhviður við fjöll.
Múlaþing Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59 Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59
Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11