Björgunarsveitir á Austfjörðum ferja fólk til og frá vinnu vegna ófærðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 13:27 Talsvert hefur verið um fok á lausamunum og þakplötum á Seyðisfirði í dag. Landsbjörg Björgunarsveitir á Austfjörðum hafa þurft að ferja fólk til og frá vinnu í gær og í dag vegna ófærðar. Í langflestum tilfellum hefur um heilbrigðisstarfsfólk verið að ræða en óveður geisar í landshlutanum og vegir víða ófærir. Þá hefur talsvert verið um fok á þakplötum í bænum og hefur fólk því verið beðið um að halda sig innandyra. „Þetta er verkefni sem við þekkjum vel til á landsbyggðinni, þegar miklum snjó kyngir niður og fjallvegir á milli þéttbýliskjarna eru ófærir, að þá eru björgunarsveitir kallaðar til við að flytja starfsfólk heilbrigðisstofnana til og frá vinnu,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hann segir að ekki hafi verið tilkynnt um neitt stórtjón en að þó hafi verið dæmi um að þakplötur hafi rifnað af húsum. Hins vegar séu björgunarsveitir komnar í ró frá þeim verkefnum núna og sinni nú að mestu leyti bílum sem sitji fastir á fjallvegum. Bátur losnaði frá bryggju á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarfólki tókst að tryggja bátinn undir hádegi. Landsbjörg „Flest verkefnin í morgun hafa snúist um færðina, bæði að koma fólki til og frá vinnu og að losa fasta bíla,“ segir hann. Þá hafi bátur losnað frá bryggju á Seyðisfirði en að björgunarsveitum hafi tekist að festa hann laust fyrir hádegi. Enn fremur hafi björgunarsveitir í gær flutt sýni á milli staða, til dæmis frá Vopnafirði til Akureyrar, en vegna veðurs var sýnatökum á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði aflýst í dag. Lögregla sendi Seyðfirðingum SMS í dag þar sem þeir voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur niður, en afar hvasst er víðast hvar á Austfjörðum; norðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu og snarpar vindhviður við fjöll. Múlaþing Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59 Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira
„Þetta er verkefni sem við þekkjum vel til á landsbyggðinni, þegar miklum snjó kyngir niður og fjallvegir á milli þéttbýliskjarna eru ófærir, að þá eru björgunarsveitir kallaðar til við að flytja starfsfólk heilbrigðisstofnana til og frá vinnu,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hann segir að ekki hafi verið tilkynnt um neitt stórtjón en að þó hafi verið dæmi um að þakplötur hafi rifnað af húsum. Hins vegar séu björgunarsveitir komnar í ró frá þeim verkefnum núna og sinni nú að mestu leyti bílum sem sitji fastir á fjallvegum. Bátur losnaði frá bryggju á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarfólki tókst að tryggja bátinn undir hádegi. Landsbjörg „Flest verkefnin í morgun hafa snúist um færðina, bæði að koma fólki til og frá vinnu og að losa fasta bíla,“ segir hann. Þá hafi bátur losnað frá bryggju á Seyðisfirði en að björgunarsveitum hafi tekist að festa hann laust fyrir hádegi. Enn fremur hafi björgunarsveitir í gær flutt sýni á milli staða, til dæmis frá Vopnafirði til Akureyrar, en vegna veðurs var sýnatökum á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði aflýst í dag. Lögregla sendi Seyðfirðingum SMS í dag þar sem þeir voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur niður, en afar hvasst er víðast hvar á Austfjörðum; norðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu og snarpar vindhviður við fjöll.
Múlaþing Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59 Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira
Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59
Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11