Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 3. janúar 2022 17:30 Mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt skólum landsins skýrar línur nú við upphaf ársins 2022. Eðlilegt skólastarf, eins og nokkur kostur er að halda því, er algert forgangsatriði í samfélaginu. Félag framhaldsskólakennara fagnar þessari áherslu og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að allt sé gert til þess að stuðla að sem mestum gæðum í skólastarfinu og að námsmarkmið náist þótt aðstæður séu erfiðar. En þetta má ekki gera án þess að tryggja öruggt starfsumhverfi í skólunum. Staða bólusetninga meðal skólafólks í framhaldsskólum er líklega á pari við eða yfir landsmeðaltali. Þó ber að hafa í huga að allstór hluti félagsfólks FF fékk Janssen bóluefnið seint og um síðir, aukaskammt í ágúst og þar af leiðir að örvunarskammtur er ekki í boði fyrr en í febrúar. Það er því ekki óeðlilegt að því fólki þyki það ekki eins vel varið og þau sem hafa fengið sinn þriðja bóluefnisskammt. Ekki má heldur gleyma því að sum okkar hafa alls ekki getað þegið bólusetningu eða teljast til hópa sem ættu með öllum mætti að forðast smit. Félag framhaldsskólakennara treystir því að eiga gott samstarf við mennta- og barnamálaráðherra og skólameistara um öryggi og þarfir þessa hóps. Á þessum tæplega tveimur árum sem kórónufaraldurinn hefur geisað hefur tekist býsna vel að stilla skólastarfi í framhaldsskólum þannig upp að smit hafa haldist í lágmarki innan framhaldsskólanna. Staðan nú þegar ómíkron afbrigðið ríkir er líklega mun snúnari og því hefur aldrei verið mikilvægara að sóttvarnir gangi upp. Fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk, grímuskylda, góð loftræsting, sprittbrúsar ávallt við höndina, þetta eru allt atriði sem allir verða að virða að fullu til þess að staðnám geti gengið upp. Nú búum við eftir þennan tíma að mikilli reynslu og þekkjum orðið vel hvaða kennsluaðferðir ganga upp og hverjar ekki. Á þessum grunni þarf að byggja skólastarf á meðan faraldurinn er enn í gangi. Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. Einhverjir skólar hafa tilkynnt að þeir hyggist nú í upphafi árs gefa kennurum aukinn tíma til undirbúnings fyrir kennsluna og er það til fyrirmyndar og raunar eftir tillögum sóttvarnalæknis. Að þessu sögðu verður að koma fram að skólafólk hefur verið undir gríðarlegu álagi í hátt í tvö ár. Kennarar, náms- og starfráðgjafar og stjórnendur í framhaldsskólum hafa lagt á sig mjög mikla viðbótarvinnu við að halda námi að nemendum og nemendum að námi. Þetta viðbótarálag hefur þegar haft þau áhrif að einhverjir kennarar hafa siglt í strand í starfi. Það verður því ein megináherslan í starfi okkar hjá Félagi framhaldsskólakennara að leita leiða með fagráðuneytinu og skólameisturum til þess að lágmarka álag og styðja okkar fólk í hvívetna. Það er löngu kominn tími til þess að skólafólk verði stutt með virkum hætti við þau störf sem stjórnvöld telja í algerum forgangi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt skólum landsins skýrar línur nú við upphaf ársins 2022. Eðlilegt skólastarf, eins og nokkur kostur er að halda því, er algert forgangsatriði í samfélaginu. Félag framhaldsskólakennara fagnar þessari áherslu og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að allt sé gert til þess að stuðla að sem mestum gæðum í skólastarfinu og að námsmarkmið náist þótt aðstæður séu erfiðar. En þetta má ekki gera án þess að tryggja öruggt starfsumhverfi í skólunum. Staða bólusetninga meðal skólafólks í framhaldsskólum er líklega á pari við eða yfir landsmeðaltali. Þó ber að hafa í huga að allstór hluti félagsfólks FF fékk Janssen bóluefnið seint og um síðir, aukaskammt í ágúst og þar af leiðir að örvunarskammtur er ekki í boði fyrr en í febrúar. Það er því ekki óeðlilegt að því fólki þyki það ekki eins vel varið og þau sem hafa fengið sinn þriðja bóluefnisskammt. Ekki má heldur gleyma því að sum okkar hafa alls ekki getað þegið bólusetningu eða teljast til hópa sem ættu með öllum mætti að forðast smit. Félag framhaldsskólakennara treystir því að eiga gott samstarf við mennta- og barnamálaráðherra og skólameistara um öryggi og þarfir þessa hóps. Á þessum tæplega tveimur árum sem kórónufaraldurinn hefur geisað hefur tekist býsna vel að stilla skólastarfi í framhaldsskólum þannig upp að smit hafa haldist í lágmarki innan framhaldsskólanna. Staðan nú þegar ómíkron afbrigðið ríkir er líklega mun snúnari og því hefur aldrei verið mikilvægara að sóttvarnir gangi upp. Fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk, grímuskylda, góð loftræsting, sprittbrúsar ávallt við höndina, þetta eru allt atriði sem allir verða að virða að fullu til þess að staðnám geti gengið upp. Nú búum við eftir þennan tíma að mikilli reynslu og þekkjum orðið vel hvaða kennsluaðferðir ganga upp og hverjar ekki. Á þessum grunni þarf að byggja skólastarf á meðan faraldurinn er enn í gangi. Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. Einhverjir skólar hafa tilkynnt að þeir hyggist nú í upphafi árs gefa kennurum aukinn tíma til undirbúnings fyrir kennsluna og er það til fyrirmyndar og raunar eftir tillögum sóttvarnalæknis. Að þessu sögðu verður að koma fram að skólafólk hefur verið undir gríðarlegu álagi í hátt í tvö ár. Kennarar, náms- og starfráðgjafar og stjórnendur í framhaldsskólum hafa lagt á sig mjög mikla viðbótarvinnu við að halda námi að nemendum og nemendum að námi. Þetta viðbótarálag hefur þegar haft þau áhrif að einhverjir kennarar hafa siglt í strand í starfi. Það verður því ein megináherslan í starfi okkar hjá Félagi framhaldsskólakennara að leita leiða með fagráðuneytinu og skólameisturum til þess að lágmarka álag og styðja okkar fólk í hvívetna. Það er löngu kominn tími til þess að skólafólk verði stutt með virkum hætti við þau störf sem stjórnvöld telja í algerum forgangi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun