„Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 17:30 Vítalía Lazareva segist nú leita réttar síns vegna brota sem hún hafi verið beitt af þremur eldri karlmönnum. Skjáskot Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur, sem Edda Falak stjórnar og birtist fyrr í dag. Þar segist hún hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Hún sakar þrjá vini hans um hafa farið yfir mörk sín í heitum potti í sumarbústað og fjórða karlmanninn hafa gengið inn á þau á hótelherbergi og síðan tekið þátt í kynferðislegum athöfnum. Vítalía hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en ekki gefið kost á viðtali fyrr en nú. Vítalía segist í sextán mánuði hafa átt í ástarsambandi við þjóðþekktan mann á fimmtugsaldri sem sé giftur og eigi börn. Sambandið hafi farið fljótt af stað, þau hafi kynnst í ræktinni, þar sem hann er einkaþjálfari, og fyrst byggt á því að hann myndi þjálfa Vítalíu en fljótt snúist í eitthvað annað og meira. Sambandið hafi fljótt orðið mjög náið og þau verið í daglegum samskiptum. „Þessir menn eru allir eldri en foreldrar mínir“ Nokkrum vikum eftir að þau kynntust og fóru að hittast hafi hann boðið henni upp í sumarbústað, þar sem hann hafi verið ásamt þremur vinum sínum. Mönnum, sem allir hafi verið tvöfalt eldri en Vítalía. „Þessir menn eru allir eldri en foreldrar mínir, hann er yngstur í þessum vinahópi. Þeir eiga börn á mínum aldri. Þetta eru töluvert eldri menn en ég og jafnvel eldri en mínir foreldrar,“ segir Vítalía. Þegar hún hafi komið í bústaðinn hafi ástmaður hennar ákveðið að fara í heita pottinn, nakinn. Hún segir í þættinum að sér hafi þótt það óþægilegt en eftir nokkurn tíma hafi hún og vinir hans þrír farið ofan í til hans. Henni hafi ekki dottið í hug að eitthvað kynferðislegt myndi ganga þar á þótt þau væru öll nakin. „Ég á vini sem hafa farið saman í pottinn og það er ekkert svona að gerast í pottinum, það er alveg hægt að fara í pottinn án þess að svona gerist. Þetta er orðinn nektarpottur áður en ég veit af, þrátt fyrir það er það ekki afsökun fyrir því að framin séu brot í pottinum,“ segir hún. „Gerði ýmislegt til að ganga í augun á honum“ Hún segir vini hans hafa farið að þukla á sér og gengið lengra en henni hafi liðið vel með. Hún hafi hins vegar ekkert viljað segja, þar sem hún hafi viljað ganga í augun á ástmanninum. „Maður er í þessum aðstæðum og frýs og segir ekkert. Svo horfi ég framan í þennan mann, sem ég mæti fyrir, og hann segir ekki neitt. Ég gerði ýmislegt held ég til að ganga í augun á honum. Hann er aðalkallinn þetta kvöld sem kemur með mig og ég geri ýmislegt þarna og leyfi ýmislegu að ganga á til að ganga í augun á honum,“ segir hún. „Ég er ekki að fara að segja nei við vini hans, slá þá og segja þeim að drulla sér af mér. Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt var að fara yfir. Fólk áttar sig ekki á því hversu stórt þetta var, margir halda að þetta hafi verið „bara“ þukl en þetta fór yfir öll mörk hjá öllum.“ Hún segir ýmislegt annað hafa gengið á í bústaðarferðinni en að eftir hana hafi lífið haldið áfram. Hún hafi sett sig í samband við mennina eftir hana til að ræða málin en lítið gengið í þeim efnum. Ástarsambandið hafi þó haldið áfram og segist hún hafa gert allt til að þóknast ástmanni sínum. Hún hafi logið fyrir hann og gert það sem hann hafi beðið hana um og nefnir sem dæmi að hann hafi alltaf getað fylgst með því hvar hún væri hverju sinni í gegn um Snapchat. „Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Vítalía segir að í haust hafi annað áfall riðið yfir þegar ástmaður hennar fór í golfferð með vinahópi sínum. Henni hafi verið boðið með og hún verið með honum á hótelherberginu þegar þjóðþekktur vinur hans hafi gengið inn á þau. Um kvöldið hafi ástmaður hennar ákveðið að eitthvað þyrfti að gera til þess að koma í veg fyrir að maðurinn myndi kjafta frá því sem hann hefði séð. Hann hafi boðið manninum upp á hótelherbergi til þeirra, og Vítalía staðið í þeirri trú að þau ætluðu að ræða við hann. Annað hafi hins vegar komið upp á daginn. Hann hafi átt að eiga inni kynferðislegan greiða í stað þagmælsku. „Ég horfi framan í hann þegar vinur hans er að fara niður á mig og ég á að vera að fara niður á hann. Ég horfi í augun á honum, ég er farin að gráta og segi honum að ég vil þetta ekki. Hann segir við mig að þetta verði allt í lagi því hann er með mér.“ „Hvað átti ég að gera? Átti ég að hlaupa út? Ég gat ekki einu sinni farið á bílnum mínum því þetta var á einkavegi sem var lokaður, ég geti ekki farið án þess að hliðið var opnað fyrir mér.“ Segist búin að sætta sig við að málið fari ekki eins og hún vill Eftir þetta hafi sambandið haldið áfram og mælirinn ekki fyllst fyrr en aðrar konur, sem hafi verið í sambandi með manninum, hafi farið að hafa samband við hana og segja henni sínar sögur. „Mér er orðið sama um hvernig ég kem út úr þessu. Ég er ekki að setja mig í fyrsta sæti. Ég hef gert ýmislegt fyrir hann sem er ekki í lagi. Eina sem ég vil frá honum er að hann segi: Það sem hún er að segja er satt og ég hef gert mistök. Eða eitthvað slíkt. En það mun aldrei koma,“ segir Vítalía. „Ég er alveg búin að sætta mig við það að þetta fari ekki eins og ég vil að þetta fari. En ég anda léttar og ég get reynt að sofa á næturnar því ég veit að ég er að segja satt og ég er með þessi gögn, þessi skjáskot. Það er ekki endilega rétt að birta þetta en þetta er það eina sem ég hef og þá nýti ég þetta, því þetta er það eina sem ég hef.“ Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur, sem Edda Falak stjórnar og birtist fyrr í dag. Þar segist hún hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Hún sakar þrjá vini hans um hafa farið yfir mörk sín í heitum potti í sumarbústað og fjórða karlmanninn hafa gengið inn á þau á hótelherbergi og síðan tekið þátt í kynferðislegum athöfnum. Vítalía hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en ekki gefið kost á viðtali fyrr en nú. Vítalía segist í sextán mánuði hafa átt í ástarsambandi við þjóðþekktan mann á fimmtugsaldri sem sé giftur og eigi börn. Sambandið hafi farið fljótt af stað, þau hafi kynnst í ræktinni, þar sem hann er einkaþjálfari, og fyrst byggt á því að hann myndi þjálfa Vítalíu en fljótt snúist í eitthvað annað og meira. Sambandið hafi fljótt orðið mjög náið og þau verið í daglegum samskiptum. „Þessir menn eru allir eldri en foreldrar mínir“ Nokkrum vikum eftir að þau kynntust og fóru að hittast hafi hann boðið henni upp í sumarbústað, þar sem hann hafi verið ásamt þremur vinum sínum. Mönnum, sem allir hafi verið tvöfalt eldri en Vítalía. „Þessir menn eru allir eldri en foreldrar mínir, hann er yngstur í þessum vinahópi. Þeir eiga börn á mínum aldri. Þetta eru töluvert eldri menn en ég og jafnvel eldri en mínir foreldrar,“ segir Vítalía. Þegar hún hafi komið í bústaðinn hafi ástmaður hennar ákveðið að fara í heita pottinn, nakinn. Hún segir í þættinum að sér hafi þótt það óþægilegt en eftir nokkurn tíma hafi hún og vinir hans þrír farið ofan í til hans. Henni hafi ekki dottið í hug að eitthvað kynferðislegt myndi ganga þar á þótt þau væru öll nakin. „Ég á vini sem hafa farið saman í pottinn og það er ekkert svona að gerast í pottinum, það er alveg hægt að fara í pottinn án þess að svona gerist. Þetta er orðinn nektarpottur áður en ég veit af, þrátt fyrir það er það ekki afsökun fyrir því að framin séu brot í pottinum,“ segir hún. „Gerði ýmislegt til að ganga í augun á honum“ Hún segir vini hans hafa farið að þukla á sér og gengið lengra en henni hafi liðið vel með. Hún hafi hins vegar ekkert viljað segja, þar sem hún hafi viljað ganga í augun á ástmanninum. „Maður er í þessum aðstæðum og frýs og segir ekkert. Svo horfi ég framan í þennan mann, sem ég mæti fyrir, og hann segir ekki neitt. Ég gerði ýmislegt held ég til að ganga í augun á honum. Hann er aðalkallinn þetta kvöld sem kemur með mig og ég geri ýmislegt þarna og leyfi ýmislegu að ganga á til að ganga í augun á honum,“ segir hún. „Ég er ekki að fara að segja nei við vini hans, slá þá og segja þeim að drulla sér af mér. Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt var að fara yfir. Fólk áttar sig ekki á því hversu stórt þetta var, margir halda að þetta hafi verið „bara“ þukl en þetta fór yfir öll mörk hjá öllum.“ Hún segir ýmislegt annað hafa gengið á í bústaðarferðinni en að eftir hana hafi lífið haldið áfram. Hún hafi sett sig í samband við mennina eftir hana til að ræða málin en lítið gengið í þeim efnum. Ástarsambandið hafi þó haldið áfram og segist hún hafa gert allt til að þóknast ástmanni sínum. Hún hafi logið fyrir hann og gert það sem hann hafi beðið hana um og nefnir sem dæmi að hann hafi alltaf getað fylgst með því hvar hún væri hverju sinni í gegn um Snapchat. „Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Vítalía segir að í haust hafi annað áfall riðið yfir þegar ástmaður hennar fór í golfferð með vinahópi sínum. Henni hafi verið boðið með og hún verið með honum á hótelherberginu þegar þjóðþekktur vinur hans hafi gengið inn á þau. Um kvöldið hafi ástmaður hennar ákveðið að eitthvað þyrfti að gera til þess að koma í veg fyrir að maðurinn myndi kjafta frá því sem hann hefði séð. Hann hafi boðið manninum upp á hótelherbergi til þeirra, og Vítalía staðið í þeirri trú að þau ætluðu að ræða við hann. Annað hafi hins vegar komið upp á daginn. Hann hafi átt að eiga inni kynferðislegan greiða í stað þagmælsku. „Ég horfi framan í hann þegar vinur hans er að fara niður á mig og ég á að vera að fara niður á hann. Ég horfi í augun á honum, ég er farin að gráta og segi honum að ég vil þetta ekki. Hann segir við mig að þetta verði allt í lagi því hann er með mér.“ „Hvað átti ég að gera? Átti ég að hlaupa út? Ég gat ekki einu sinni farið á bílnum mínum því þetta var á einkavegi sem var lokaður, ég geti ekki farið án þess að hliðið var opnað fyrir mér.“ Segist búin að sætta sig við að málið fari ekki eins og hún vill Eftir þetta hafi sambandið haldið áfram og mælirinn ekki fyllst fyrr en aðrar konur, sem hafi verið í sambandi með manninum, hafi farið að hafa samband við hana og segja henni sínar sögur. „Mér er orðið sama um hvernig ég kem út úr þessu. Ég er ekki að setja mig í fyrsta sæti. Ég hef gert ýmislegt fyrir hann sem er ekki í lagi. Eina sem ég vil frá honum er að hann segi: Það sem hún er að segja er satt og ég hef gert mistök. Eða eitthvað slíkt. En það mun aldrei koma,“ segir Vítalía. „Ég er alveg búin að sætta mig við það að þetta fari ekki eins og ég vil að þetta fari. En ég anda léttar og ég get reynt að sofa á næturnar því ég veit að ég er að segja satt og ég er með þessi gögn, þessi skjáskot. Það er ekki endilega rétt að birta þetta en þetta er það eina sem ég hef og þá nýti ég þetta, því þetta er það eina sem ég hef.“
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira