Áhugi frá mörgum liðum og löndum en leist best á Häcken Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 10:00 Agla María Albertsdóttir kom með beinum hætti að 26 mörkum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segist hafa haft úr mörgum möguleikum að velja en litist best á Häcken í Svíþjóð. Í gær var greint frá því að Agla María hefði skrifað undir þriggja ára samning við Häcken og myndi hefja feril sinn í atvinnumennsku hjá liðinu. Varmt välkommen till Hisingen, Agla Maria Albertsdottir!#bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) January 4, 2022 Undanfarin ár hefur Agla María, sem er 22 ára, verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og á síðasta tímabili var hún valin best í deildinni. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki og Stjörnunni. Á síðasta tímabili skoraði Agla María tólf mörk og lagði upp fjórtán fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Hún var næstmarkahæst og stoðsendingahæst. „Ég hef lengi verið með þetta opið. Það var langur aðdragandi að því að fara út,“ sagði Agla María í samtali við Vísi í gær. Nokkuð er síðan Häcken bar fyrst víurnar í landsliðskonuna. „Það var eitthvað fyrir síðasta tímabil og svo fór þetta að gerast í vetur,“ sagði Agla María en gengið var frá félagaskiptunum milli jóla og nýárs. Áhugi víða að Ekki vantaði áhugann á Öglu Maríu sem hafði úr fjölmörgum kostum að velja. „Það voru mörg lið sem komu til greina og það var áhugi frá Ítalíu, Sviss og Þýskalandi. Häcken var svo eitt af fáum liðum í Svíþjóð sem kom til greina.“ Agla María varð bikarmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Agla María lék alla sex leiki Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er risastór gluggi fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna. „Það skapaði klárlega meiri áhuga þótt við höfum áður tekið þátt. En þetta hafði sitt að segja,“ sagði Agla María. Hún er ánægð að taka skrefið út í atvinnumennsku á þessum tíma. „Þetta er allt samkvæmt áætlun. Ég var alltaf opin fyrir því að taka skrefið.“ Skiptir máli í hvaða lið þú ferð í Häcken er sterkt lið sem lenti í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa orðið sænskur meistari 2020. En hvað var það sem heillaði við Häcken umfram önnur lið sem sýndu Öglu Maríu áhuga? „Hvernig þeir sáu mitt hlutverk í liðinu fyrir sér. Svo er ekki mikill menningarmunur á Íslandi og Svíþjóð. Sænska deildin er sterk en það skiptir máli í hvaða lið þú ferð,“ sagði Agla María sem flytur til Gautaborgar síðar í þessum mánuði. Agla María er á leið á sitt annað Evrópumót með íslenska landsliðinu næsta sumar.vísir/Hulda Margrét Á næsta tímabili verða tveir Íslendingar í herbúðum Häcken; Agla María og Diljá Ýr Zomers. Á síðasta tímabili lék Diljá fjórtán deildarleiki og skoraði fimm mörk. Hún var næstmarkahæst í liði Häcken á eftir sænska landsliðsframherjanum Stinu Blackstenius sem var einnig markahæst í sænsku deildinni með sautján mörk. Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Í gær var greint frá því að Agla María hefði skrifað undir þriggja ára samning við Häcken og myndi hefja feril sinn í atvinnumennsku hjá liðinu. Varmt välkommen till Hisingen, Agla Maria Albertsdottir!#bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) January 4, 2022 Undanfarin ár hefur Agla María, sem er 22 ára, verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og á síðasta tímabili var hún valin best í deildinni. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki og Stjörnunni. Á síðasta tímabili skoraði Agla María tólf mörk og lagði upp fjórtán fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Hún var næstmarkahæst og stoðsendingahæst. „Ég hef lengi verið með þetta opið. Það var langur aðdragandi að því að fara út,“ sagði Agla María í samtali við Vísi í gær. Nokkuð er síðan Häcken bar fyrst víurnar í landsliðskonuna. „Það var eitthvað fyrir síðasta tímabil og svo fór þetta að gerast í vetur,“ sagði Agla María en gengið var frá félagaskiptunum milli jóla og nýárs. Áhugi víða að Ekki vantaði áhugann á Öglu Maríu sem hafði úr fjölmörgum kostum að velja. „Það voru mörg lið sem komu til greina og það var áhugi frá Ítalíu, Sviss og Þýskalandi. Häcken var svo eitt af fáum liðum í Svíþjóð sem kom til greina.“ Agla María varð bikarmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Agla María lék alla sex leiki Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er risastór gluggi fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna. „Það skapaði klárlega meiri áhuga þótt við höfum áður tekið þátt. En þetta hafði sitt að segja,“ sagði Agla María. Hún er ánægð að taka skrefið út í atvinnumennsku á þessum tíma. „Þetta er allt samkvæmt áætlun. Ég var alltaf opin fyrir því að taka skrefið.“ Skiptir máli í hvaða lið þú ferð í Häcken er sterkt lið sem lenti í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa orðið sænskur meistari 2020. En hvað var það sem heillaði við Häcken umfram önnur lið sem sýndu Öglu Maríu áhuga? „Hvernig þeir sáu mitt hlutverk í liðinu fyrir sér. Svo er ekki mikill menningarmunur á Íslandi og Svíþjóð. Sænska deildin er sterk en það skiptir máli í hvaða lið þú ferð,“ sagði Agla María sem flytur til Gautaborgar síðar í þessum mánuði. Agla María er á leið á sitt annað Evrópumót með íslenska landsliðinu næsta sumar.vísir/Hulda Margrét Á næsta tímabili verða tveir Íslendingar í herbúðum Häcken; Agla María og Diljá Ýr Zomers. Á síðasta tímabili lék Diljá fjórtán deildarleiki og skoraði fimm mörk. Hún var næstmarkahæst í liði Häcken á eftir sænska landsliðsframherjanum Stinu Blackstenius sem var einnig markahæst í sænsku deildinni með sautján mörk.
Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu