Áhugi frá mörgum liðum og löndum en leist best á Häcken Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 10:00 Agla María Albertsdóttir kom með beinum hætti að 26 mörkum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segist hafa haft úr mörgum möguleikum að velja en litist best á Häcken í Svíþjóð. Í gær var greint frá því að Agla María hefði skrifað undir þriggja ára samning við Häcken og myndi hefja feril sinn í atvinnumennsku hjá liðinu. Varmt välkommen till Hisingen, Agla Maria Albertsdottir!#bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) January 4, 2022 Undanfarin ár hefur Agla María, sem er 22 ára, verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og á síðasta tímabili var hún valin best í deildinni. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki og Stjörnunni. Á síðasta tímabili skoraði Agla María tólf mörk og lagði upp fjórtán fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Hún var næstmarkahæst og stoðsendingahæst. „Ég hef lengi verið með þetta opið. Það var langur aðdragandi að því að fara út,“ sagði Agla María í samtali við Vísi í gær. Nokkuð er síðan Häcken bar fyrst víurnar í landsliðskonuna. „Það var eitthvað fyrir síðasta tímabil og svo fór þetta að gerast í vetur,“ sagði Agla María en gengið var frá félagaskiptunum milli jóla og nýárs. Áhugi víða að Ekki vantaði áhugann á Öglu Maríu sem hafði úr fjölmörgum kostum að velja. „Það voru mörg lið sem komu til greina og það var áhugi frá Ítalíu, Sviss og Þýskalandi. Häcken var svo eitt af fáum liðum í Svíþjóð sem kom til greina.“ Agla María varð bikarmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Agla María lék alla sex leiki Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er risastór gluggi fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna. „Það skapaði klárlega meiri áhuga þótt við höfum áður tekið þátt. En þetta hafði sitt að segja,“ sagði Agla María. Hún er ánægð að taka skrefið út í atvinnumennsku á þessum tíma. „Þetta er allt samkvæmt áætlun. Ég var alltaf opin fyrir því að taka skrefið.“ Skiptir máli í hvaða lið þú ferð í Häcken er sterkt lið sem lenti í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa orðið sænskur meistari 2020. En hvað var það sem heillaði við Häcken umfram önnur lið sem sýndu Öglu Maríu áhuga? „Hvernig þeir sáu mitt hlutverk í liðinu fyrir sér. Svo er ekki mikill menningarmunur á Íslandi og Svíþjóð. Sænska deildin er sterk en það skiptir máli í hvaða lið þú ferð,“ sagði Agla María sem flytur til Gautaborgar síðar í þessum mánuði. Agla María er á leið á sitt annað Evrópumót með íslenska landsliðinu næsta sumar.vísir/Hulda Margrét Á næsta tímabili verða tveir Íslendingar í herbúðum Häcken; Agla María og Diljá Ýr Zomers. Á síðasta tímabili lék Diljá fjórtán deildarleiki og skoraði fimm mörk. Hún var næstmarkahæst í liði Häcken á eftir sænska landsliðsframherjanum Stinu Blackstenius sem var einnig markahæst í sænsku deildinni með sautján mörk. Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að Agla María hefði skrifað undir þriggja ára samning við Häcken og myndi hefja feril sinn í atvinnumennsku hjá liðinu. Varmt välkommen till Hisingen, Agla Maria Albertsdottir!#bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) January 4, 2022 Undanfarin ár hefur Agla María, sem er 22 ára, verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og á síðasta tímabili var hún valin best í deildinni. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki og Stjörnunni. Á síðasta tímabili skoraði Agla María tólf mörk og lagði upp fjórtán fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Hún var næstmarkahæst og stoðsendingahæst. „Ég hef lengi verið með þetta opið. Það var langur aðdragandi að því að fara út,“ sagði Agla María í samtali við Vísi í gær. Nokkuð er síðan Häcken bar fyrst víurnar í landsliðskonuna. „Það var eitthvað fyrir síðasta tímabil og svo fór þetta að gerast í vetur,“ sagði Agla María en gengið var frá félagaskiptunum milli jóla og nýárs. Áhugi víða að Ekki vantaði áhugann á Öglu Maríu sem hafði úr fjölmörgum kostum að velja. „Það voru mörg lið sem komu til greina og það var áhugi frá Ítalíu, Sviss og Þýskalandi. Häcken var svo eitt af fáum liðum í Svíþjóð sem kom til greina.“ Agla María varð bikarmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Agla María lék alla sex leiki Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er risastór gluggi fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna. „Það skapaði klárlega meiri áhuga þótt við höfum áður tekið þátt. En þetta hafði sitt að segja,“ sagði Agla María. Hún er ánægð að taka skrefið út í atvinnumennsku á þessum tíma. „Þetta er allt samkvæmt áætlun. Ég var alltaf opin fyrir því að taka skrefið.“ Skiptir máli í hvaða lið þú ferð í Häcken er sterkt lið sem lenti í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa orðið sænskur meistari 2020. En hvað var það sem heillaði við Häcken umfram önnur lið sem sýndu Öglu Maríu áhuga? „Hvernig þeir sáu mitt hlutverk í liðinu fyrir sér. Svo er ekki mikill menningarmunur á Íslandi og Svíþjóð. Sænska deildin er sterk en það skiptir máli í hvaða lið þú ferð,“ sagði Agla María sem flytur til Gautaborgar síðar í þessum mánuði. Agla María er á leið á sitt annað Evrópumót með íslenska landsliðinu næsta sumar.vísir/Hulda Margrét Á næsta tímabili verða tveir Íslendingar í herbúðum Häcken; Agla María og Diljá Ýr Zomers. Á síðasta tímabili lék Diljá fjórtán deildarleiki og skoraði fimm mörk. Hún var næstmarkahæst í liði Häcken á eftir sænska landsliðsframherjanum Stinu Blackstenius sem var einnig markahæst í sænsku deildinni með sautján mörk.
Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti