Erlingur reiðir sig á tölvunarfræðing, lækni og endurskoðanda á EM Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 10:00 Erlingur Richardsson hefur gert flotta hluti með hollenska landsliðið og vonast til að taka annað skref í rétta átt á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. EPA-EFE/Marcin Gadomski Á meðan að kvennalandslið Hollands í handbolta hefur fimm sinnum unnið til verðlauna á stórmótum þá hefur karlalandsliðið rétt kynnst því að spila á stórmóti. Erlingur Richardsson var fenginn til að stýra karlaliðinu í rétta átt og koma leikmönnum úr áhugamennsku í atvinnumennsku. Erlingur, sem einnig stýrir karlaliði ÍBV, er á leið á sitt annað stórmót með Hollandi þar sem liðið mætir meðal annars Íslandi, á EM í Búdapest 16. janúar. Erlingur tók við Hollandi árið 2017 og kom liðinu á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi fyrir tveimur árum. Reynslan af því að spila meðal bestu þjóða heims er því lítil en leikmenn hollenska liðsins eru sífellt að öðlast meiri reynslu, einnig með félagsliðum sínum. „Hollendingar hafa oft komið með ágætis U20-landslið sem hafa náð fínum árangri, náð svona 5.-10. sæti á stórmótum. Það eru 70 þúsund iðkendur í Hollandi en þar af eru 70% stúlkur. Kvennahandboltinn er því hátt skrifaður hér og árangurinn auðvitað búinn að vera frábær á síðustu 15 árum. Strákarnir hafa minni hefð fyrir handbolta hér, fótboltinn fær meira pláss, en eins og ég hef sagt áður þá hefur mitt markmið svolítið verið að hjálpa leikmönnum að komast í stærri lið. Ég tel að það hafi tekist,“ segir Erlingur. Hann nefnir sem dæmi leikstjórnandann Luc Steins sem er hjá Paris Saint-Germain og Kay Smits sem er hægri skytta hjá Magdeburg í Þýskalandi, þó vissulega í skugganum á íþróttamanni ársins á Íslandi, Ómari Inga Magnússyni. Gera handboltann meira að lífsstíl Nokkur hluti hollenska hópsins spilar hins vegar heima í Hollandi og sinnir handboltanum samhliða annarri vinnu. „Við erum að reyna að gera handboltann meira að lífsstíl hjá leikmönnum. Þetta er mjög menntaður hópur. Við erum með endurskoðendur, lækna, tölvunarfræðinga og fleiri. Menntun er svolítið í fyrsta sæti hérna í Hollandi og handboltinn númer tvö, en það góður hluti hópsins núna sem er hundrað prósent í handboltanum,“ segir Erlingur. Erlingur og leikmenn hollenska landsliðsins eru mættir til Svíþjóðar þar sem lokaundirbúningurinn fyrir EM fer fram með tveimur leikjum við heimamenn, í dag og á laugardag. Fyrsti leikur Hollands á EM er svo gegn heimamönnum í Ungverjalandi 13. janúar, áður en liðið mætir Íslandi 16. janúar og Portúgal 18. janúar. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 ÍBV Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Erlingur, sem einnig stýrir karlaliði ÍBV, er á leið á sitt annað stórmót með Hollandi þar sem liðið mætir meðal annars Íslandi, á EM í Búdapest 16. janúar. Erlingur tók við Hollandi árið 2017 og kom liðinu á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi fyrir tveimur árum. Reynslan af því að spila meðal bestu þjóða heims er því lítil en leikmenn hollenska liðsins eru sífellt að öðlast meiri reynslu, einnig með félagsliðum sínum. „Hollendingar hafa oft komið með ágætis U20-landslið sem hafa náð fínum árangri, náð svona 5.-10. sæti á stórmótum. Það eru 70 þúsund iðkendur í Hollandi en þar af eru 70% stúlkur. Kvennahandboltinn er því hátt skrifaður hér og árangurinn auðvitað búinn að vera frábær á síðustu 15 árum. Strákarnir hafa minni hefð fyrir handbolta hér, fótboltinn fær meira pláss, en eins og ég hef sagt áður þá hefur mitt markmið svolítið verið að hjálpa leikmönnum að komast í stærri lið. Ég tel að það hafi tekist,“ segir Erlingur. Hann nefnir sem dæmi leikstjórnandann Luc Steins sem er hjá Paris Saint-Germain og Kay Smits sem er hægri skytta hjá Magdeburg í Þýskalandi, þó vissulega í skugganum á íþróttamanni ársins á Íslandi, Ómari Inga Magnússyni. Gera handboltann meira að lífsstíl Nokkur hluti hollenska hópsins spilar hins vegar heima í Hollandi og sinnir handboltanum samhliða annarri vinnu. „Við erum að reyna að gera handboltann meira að lífsstíl hjá leikmönnum. Þetta er mjög menntaður hópur. Við erum með endurskoðendur, lækna, tölvunarfræðinga og fleiri. Menntun er svolítið í fyrsta sæti hérna í Hollandi og handboltinn númer tvö, en það góður hluti hópsins núna sem er hundrað prósent í handboltanum,“ segir Erlingur. Erlingur og leikmenn hollenska landsliðsins eru mættir til Svíþjóðar þar sem lokaundirbúningurinn fyrir EM fer fram með tveimur leikjum við heimamenn, í dag og á laugardag. Fyrsti leikur Hollands á EM er svo gegn heimamönnum í Ungverjalandi 13. janúar, áður en liðið mætir Íslandi 16. janúar og Portúgal 18. janúar. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla.
EM karla í handbolta 2022 ÍBV Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti