Alríkislögreglan líklega búin að ráða stóra ráðgátu innan bókmenntaheimsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2022 08:12 Margaret Atwood, höfundur Tha Handmaid's Tale, var meðal fórnarlamba svikahrappsins. epa/Facundo Arrizabalaga Það kann að vera að ráðgáta sem hefur plagað bókmenntaheiminn í nokkur ár sé loks leyst en bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa gabbað umboðsmenn og útgáfufyrirtæki til að senda sér handrit að óútgefnum bókum. Hinn 29 ára Filippo Bernardini, ítalskur starfsmaður breska útgáfurisans Simon & Schuster, var handtekinn á John F Kennedy-flugvellinum í New York í gær. Hann hefur verið ákærður fyrir svik og fyrir auðkennastuld, sem hann er sagður hafa stundað til að afvegaleiða hundruðir einstaklinga og komast yfir óútgefin ritverk og uppköst. Leiða má líkur að því að lögregluyfirvöld gruni að Bernardini sé að baki stórfelldri svikamyllu sem hefur staðið yfir í um fimm ár, þar sem höfundar, umboðsmenn og jafnvel dómarar Booker-verðlaunanna hafa verið gabbaðir til að senda frá sér handrit bóka sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Meðal verkanna eru meðal annars bækur eftir Margaret Atwood, Sally Rooney og leikarinn Ethan Hawke en íslenskir höfundar hafa einnig orðið fyrir barðinu á bókaþjófnum, líkt og Fréttablaðið greindi frá í október síðastliðnum. Hinn óprúttni eða hinir óprúttnu aðilar bjuggu til fjölda netfanga þar sem búið var að skipta út bókstöfum til að plata viðtakandann, til að mynda að setja r og n til að koma í stað m; @penguinrandornhouse.com. Það sem vekur athygli er að viðkomandi virðist ekki hafa starfrækt svikamylluna til að græða á stuldinum; enginn var krafinn um lausnargjald né var handritunum nokkurn tímann lekið. Vinnuveitandi Bernardini, Simon & Schuster, er ekki nefndur í ákærum og talsmaður fyrirtækisins segir fregnirnar hafa verið verulegt áfall. Það sé forgangsverkefni útgáfunnar að standa vörð um verk höfunda sinna og fyrirtækið sé þakklátt lögreglu fyrir störf sín. The Guardian greindi frá. Bókmenntir Bandaríkin Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Hinn 29 ára Filippo Bernardini, ítalskur starfsmaður breska útgáfurisans Simon & Schuster, var handtekinn á John F Kennedy-flugvellinum í New York í gær. Hann hefur verið ákærður fyrir svik og fyrir auðkennastuld, sem hann er sagður hafa stundað til að afvegaleiða hundruðir einstaklinga og komast yfir óútgefin ritverk og uppköst. Leiða má líkur að því að lögregluyfirvöld gruni að Bernardini sé að baki stórfelldri svikamyllu sem hefur staðið yfir í um fimm ár, þar sem höfundar, umboðsmenn og jafnvel dómarar Booker-verðlaunanna hafa verið gabbaðir til að senda frá sér handrit bóka sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Meðal verkanna eru meðal annars bækur eftir Margaret Atwood, Sally Rooney og leikarinn Ethan Hawke en íslenskir höfundar hafa einnig orðið fyrir barðinu á bókaþjófnum, líkt og Fréttablaðið greindi frá í október síðastliðnum. Hinn óprúttni eða hinir óprúttnu aðilar bjuggu til fjölda netfanga þar sem búið var að skipta út bókstöfum til að plata viðtakandann, til að mynda að setja r og n til að koma í stað m; @penguinrandornhouse.com. Það sem vekur athygli er að viðkomandi virðist ekki hafa starfrækt svikamylluna til að græða á stuldinum; enginn var krafinn um lausnargjald né var handritunum nokkurn tímann lekið. Vinnuveitandi Bernardini, Simon & Schuster, er ekki nefndur í ákærum og talsmaður fyrirtækisins segir fregnirnar hafa verið verulegt áfall. Það sé forgangsverkefni útgáfunnar að standa vörð um verk höfunda sinna og fyrirtækið sé þakklátt lögreglu fyrir störf sín. The Guardian greindi frá.
Bókmenntir Bandaríkin Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira