Aaron Rodgers svaraði fullum hálsi: Þessi blaðamaður er algjör ræfill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 11:01 Aaron Rodgers hefur spilað frábærlega með Green Bay Packers en það að hann reyndi að halda réttindum bólusettra án þess að fara í bólusetningu fór ekki vel í suma. AP/Matt Ludtke Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili og á góða möguleika á því að vera kosinn aftur í ár. Hann var skelfilegur í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað frábærlega með Green Bay Packers sem er með besta sigurhlutfallið í allri deildinni. Það vakti athygli þegar einn af hinum fimmtíu blaðamönnum sem fá að kjósa um hver sé mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili sagði að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa Rodgers í ár. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Ástæðan væri þó ekki frammistaðan á vellinum heldur því hversu slæmur maður Rodgers væri og hversu illa hann hafi komið fram við félagið sitt og stuðningsmenn þess í aðdraganda tímabilsins. Rodgers var spurður út í ummælin og að hans mati snúast þau að mestu aðeins um eitt og að það hann sé ekki bólusettur. Rodgers leitaði til hómópata og taldi það nóg til að verja hann fyrir veirunni sem gekk ekki eftir. „Mér finnst þessi blaðamaður vera algjör ræfill (bum). Hann þekkir mig ekki og ég veit ekki hver þetta er ekki frekar en flestir aðrir áður en hann lét þetta frá sér í gær,“ sagði Aaron Rodgers. „Ég hlustaði á það sem sagði og það að hann hafi sagt að hann hafi ákveðið það í sumar að ég ætti núll prósent möguleika á að vera kosinn mikilvægastur. Að mínu mati ættu slíkt sjónarmið að útiloka hann frá því að skila inn atkvæðum í framtíðinni,“ sagði Rodgers. Aaron Rodgers just teed off on the NFL MVP voter who said he wouldn t vote for him because of off field issues. He s a bum His problem is that I m not vaccinated. This is great, enjoy: pic.twitter.com/d1t3THdwZB— Clay Travis (@ClayTravis) January 5, 2022 „Hans vandamál er ekki að það að ég sé einhver slæmur strákur eða mesti skíthællinn í deildinni því hann þekkir mig ekki neitt. Við höfum aldrei hist, aldrei borðað saman og hann hefur aldrei tekið við mig viðtal. Hans vandamál með mig er að ég er ekki bólusettur,“ sagði Rodgers. „Ef hann vill fara í krossferð eða stunda eitthvað leynimakk til að búa til aukastaf á verðlaunin svo að þau fái á þessu tímabili fái mikilvægasti bólusetti leikmaður deildarinnar, þá ætti hann bara að gera það,“ sagði Rodgers. „Hann er bara ræfill og ég ætla ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur af þessu því hann veit ekkert um mig og hefur aldrei talað við mig á sinni ævi. Það kom mér á óvart að hann skuli hafa sagt þetta en ég vissi að eitthvað svona væri möguleiki. Samt, klikkað,“ sagði Rodgers. Það má sjá hann svara þessum ummælum hér fyrir ofan. NFL Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Hann var skelfilegur í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað frábærlega með Green Bay Packers sem er með besta sigurhlutfallið í allri deildinni. Það vakti athygli þegar einn af hinum fimmtíu blaðamönnum sem fá að kjósa um hver sé mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili sagði að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa Rodgers í ár. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Ástæðan væri þó ekki frammistaðan á vellinum heldur því hversu slæmur maður Rodgers væri og hversu illa hann hafi komið fram við félagið sitt og stuðningsmenn þess í aðdraganda tímabilsins. Rodgers var spurður út í ummælin og að hans mati snúast þau að mestu aðeins um eitt og að það hann sé ekki bólusettur. Rodgers leitaði til hómópata og taldi það nóg til að verja hann fyrir veirunni sem gekk ekki eftir. „Mér finnst þessi blaðamaður vera algjör ræfill (bum). Hann þekkir mig ekki og ég veit ekki hver þetta er ekki frekar en flestir aðrir áður en hann lét þetta frá sér í gær,“ sagði Aaron Rodgers. „Ég hlustaði á það sem sagði og það að hann hafi sagt að hann hafi ákveðið það í sumar að ég ætti núll prósent möguleika á að vera kosinn mikilvægastur. Að mínu mati ættu slíkt sjónarmið að útiloka hann frá því að skila inn atkvæðum í framtíðinni,“ sagði Rodgers. Aaron Rodgers just teed off on the NFL MVP voter who said he wouldn t vote for him because of off field issues. He s a bum His problem is that I m not vaccinated. This is great, enjoy: pic.twitter.com/d1t3THdwZB— Clay Travis (@ClayTravis) January 5, 2022 „Hans vandamál er ekki að það að ég sé einhver slæmur strákur eða mesti skíthællinn í deildinni því hann þekkir mig ekki neitt. Við höfum aldrei hist, aldrei borðað saman og hann hefur aldrei tekið við mig viðtal. Hans vandamál með mig er að ég er ekki bólusettur,“ sagði Rodgers. „Ef hann vill fara í krossferð eða stunda eitthvað leynimakk til að búa til aukastaf á verðlaunin svo að þau fái á þessu tímabili fái mikilvægasti bólusetti leikmaður deildarinnar, þá ætti hann bara að gera það,“ sagði Rodgers. „Hann er bara ræfill og ég ætla ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur af þessu því hann veit ekkert um mig og hefur aldrei talað við mig á sinni ævi. Það kom mér á óvart að hann skuli hafa sagt þetta en ég vissi að eitthvað svona væri möguleiki. Samt, klikkað,“ sagði Rodgers. Það má sjá hann svara þessum ummælum hér fyrir ofan.
NFL Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira