Blóðug byrjun á nýju ári í Sýrlandi Heimsljós 6. janúar 2022 09:49 UNICEF Yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála. „Bara síðustu fjóra daga, frá byrjun nýs árs, hafa tvö börn látið lífið og fimm til viðbótar særst í auknum átökum í norðvesturhluta Sýrlands,“ segir Kambou Fofana, starfandi yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Hann lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála í landshlutanum en rúmlega 70 prósent allra brota gegn börnum í Sýrlandi í fyrra urðu í norðvesturhluta landsins. „Í vikunni var svo gerð árás á vatnsstöð sem UNICEF styrkir í þorpinu Arshani fyrir utan Idlib í norðvesturhéraðinu,“ segir Fofana í tilkynningu vegna málsins. „Árásin gerði það að verkum að þjónusta stöðvarinnar lá niðri og stöðvaði dreifingu á vatni til rúmlega 240 þúsund manns.“ Fofana fordæmir árásir sem þessar. „Börn og mikilvæg þjónusta við þau ætti aldrei að þurfa að sæta árásum. Þetta skelfilega stríð gegn börnum í Sýrlandi hefur nú staðið í ellefu ár. Hversu mikið lengur getur þetta viðgengist?“ UNICEF á Íslandi hefur undanfarin ár haldið úti neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi. Til að styðja við neyðarsöfnunina er hægt að leggja frjáls framlög inn á 701-26-102040, kt. 481203-2950 – eða senda SMS-ið STOPP í símanúmerið 1900 (1.900 kr.) Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sýrland Þróunarsamvinna Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent
„Bara síðustu fjóra daga, frá byrjun nýs árs, hafa tvö börn látið lífið og fimm til viðbótar særst í auknum átökum í norðvesturhluta Sýrlands,“ segir Kambou Fofana, starfandi yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Hann lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála í landshlutanum en rúmlega 70 prósent allra brota gegn börnum í Sýrlandi í fyrra urðu í norðvesturhluta landsins. „Í vikunni var svo gerð árás á vatnsstöð sem UNICEF styrkir í þorpinu Arshani fyrir utan Idlib í norðvesturhéraðinu,“ segir Fofana í tilkynningu vegna málsins. „Árásin gerði það að verkum að þjónusta stöðvarinnar lá niðri og stöðvaði dreifingu á vatni til rúmlega 240 þúsund manns.“ Fofana fordæmir árásir sem þessar. „Börn og mikilvæg þjónusta við þau ætti aldrei að þurfa að sæta árásum. Þetta skelfilega stríð gegn börnum í Sýrlandi hefur nú staðið í ellefu ár. Hversu mikið lengur getur þetta viðgengist?“ UNICEF á Íslandi hefur undanfarin ár haldið úti neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi. Til að styðja við neyðarsöfnunina er hægt að leggja frjáls framlög inn á 701-26-102040, kt. 481203-2950 – eða senda SMS-ið STOPP í símanúmerið 1900 (1.900 kr.) Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sýrland Þróunarsamvinna Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent