Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2022 11:30 Íslenska landsliðið dvelur í svokallaðri búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest í næstu viku. vísir/vilhelm Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins var tekin ákvörðun um að hafa íslenska landsliðið í búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest á þriðjudaginn. „Hann hleypur á milljónum, kostnaðurinn sem við þurfum að bæta við okkur. Það að vera með liðið í búbblu frá 2.-11. janúar er dýrt, það verður að viðurkennast,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi í morgun. Eins og fram kom í gær verður ekkert af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Litáen sem áttu að fara fram á Ásvöllum á föstudag og sunnudag. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hættu Litáar við að koma til Íslands. HSÍ var tilkynnt um það í hádeginu í gær. Litáaen er á leið á EM líkt og Ísland. Litháíska liðið ætlaði að dvelja á Íslandi fram á þriðjudaginn og fljúga þá með íslenska liðinu til Búdapest. Ljóst er að ekkert verður af því og það þýðir aukinn kostnað fyrir HSÍ. Enn liggur ekki fyrir hversu mikill hann verður. „Það á eftir að klára fjárhagslegt uppgjör við Litáa. Þetta gerðist mjög hratt í gær en við eigum í ágætis sambandi við þá og það á bara eftir að klára þá umræðu,“ sagði Róbert. En hvað reiknar hann með að mikill aukakostnaður fylgi því að hafa íslenska liðið í búbblu og geta ekki flogið á EM með Litáum? „Sá aukakostnaður sem er kominn nú þegar vegna mótsins er í kringum tíu milljónir. Við finnum fyrir þessu en þetta er hluti af pakkanum. Okkar vilji er að ná langt á EM og því töldum við þessar ráðstafanir nauðsynlegar,“ svaraði Róbert. Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í gær vegna meiðsla Sveins Jóhannssonar. Daníel fór í PCR-próf í morgun og kemur væntanlega til móts við hópinn í dag. Einn leikmaður til viðbótar á eftir að koma til móts við hópinn og gerir það fyrir vikulok að sögn Róberts. „Sem betur fer hefur ekkert nýtt komið upp, allir heilir og ferskir. Svo er næsta PCR-próf hjá okkur á morgun,“ sagði Róbert. Hann á von á því að fá upplýsingar frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, í dag um að tíminn sem verður að líða frá því leikmaður greinist með veiruna og þar til hann megi spila á ný verði styttur. Fyrst greindi EHF frá því að leikmenn mættu ekki snúa aftur á völlinn fyrr en tveimur vikum eftir að smituðust af veirunni. Það myndi gera þátttökuliðum á EM afar erfitt fyrir og talið er að tíminn verði allavega styttur niður í tíu daga. EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins var tekin ákvörðun um að hafa íslenska landsliðið í búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest á þriðjudaginn. „Hann hleypur á milljónum, kostnaðurinn sem við þurfum að bæta við okkur. Það að vera með liðið í búbblu frá 2.-11. janúar er dýrt, það verður að viðurkennast,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi í morgun. Eins og fram kom í gær verður ekkert af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Litáen sem áttu að fara fram á Ásvöllum á föstudag og sunnudag. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hættu Litáar við að koma til Íslands. HSÍ var tilkynnt um það í hádeginu í gær. Litáaen er á leið á EM líkt og Ísland. Litháíska liðið ætlaði að dvelja á Íslandi fram á þriðjudaginn og fljúga þá með íslenska liðinu til Búdapest. Ljóst er að ekkert verður af því og það þýðir aukinn kostnað fyrir HSÍ. Enn liggur ekki fyrir hversu mikill hann verður. „Það á eftir að klára fjárhagslegt uppgjör við Litáa. Þetta gerðist mjög hratt í gær en við eigum í ágætis sambandi við þá og það á bara eftir að klára þá umræðu,“ sagði Róbert. En hvað reiknar hann með að mikill aukakostnaður fylgi því að hafa íslenska liðið í búbblu og geta ekki flogið á EM með Litáum? „Sá aukakostnaður sem er kominn nú þegar vegna mótsins er í kringum tíu milljónir. Við finnum fyrir þessu en þetta er hluti af pakkanum. Okkar vilji er að ná langt á EM og því töldum við þessar ráðstafanir nauðsynlegar,“ svaraði Róbert. Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í gær vegna meiðsla Sveins Jóhannssonar. Daníel fór í PCR-próf í morgun og kemur væntanlega til móts við hópinn í dag. Einn leikmaður til viðbótar á eftir að koma til móts við hópinn og gerir það fyrir vikulok að sögn Róberts. „Sem betur fer hefur ekkert nýtt komið upp, allir heilir og ferskir. Svo er næsta PCR-próf hjá okkur á morgun,“ sagði Róbert. Hann á von á því að fá upplýsingar frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, í dag um að tíminn sem verður að líða frá því leikmaður greinist með veiruna og þar til hann megi spila á ný verði styttur. Fyrst greindi EHF frá því að leikmenn mættu ekki snúa aftur á völlinn fyrr en tveimur vikum eftir að smituðust af veirunni. Það myndi gera þátttökuliðum á EM afar erfitt fyrir og talið er að tíminn verði allavega styttur niður í tíu daga.
EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira