Aubameyang missir nú líka af leikjum með landsliðinu eftir partýhöld í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 16:31 Pierre-Emerick Aubameyang spilaði síðast með Arsenal 6. desember síðastliðinn. EPA-EFE/NEIL HALL Arsenal maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang er kominn með kórónuveiruna en hann fékk jákvæða niðurstöðu úr próf þegar hann mætti til leiks í Afríkukeppninni í Kamerún. Aubameyang er að fara að spila með Gabon í Afríkukeppninni sem áttu að verða fyrstu leikir hans í nokkurn tíma því hann var út í kuldanum hjá Arsenal nær allan desembermánuð. Pierre-Emerick Aubameyang has tested positive for COVID-19 upon arriving for the Africa Cup of Nations after a video emerged of him partying in Dubai. pic.twitter.com/unVCoFtNw3— ESPN FC (@ESPNFC) January 6, 2022 Áður en Aubameyang kom til Kamerún þá höfðu birst myndir af honum að skemmta sér í Dúbaí með félögum sínum. Það er ekki vitað hvar hann náði sér í veiruna en Mario Lemina, sem var með honum út á lífinu í Dúbaí, er líka smitaður. Nú missir Aubameyang væntanlega af tveimur fyrstu leikjum Gabon sem eru á móti Kómoreyjum á mánudaginn og Gana fjórum dögum síðar. Hann gæti jafnvel misst af öllu mótinu. Mario Lemina & Pierre Emerick Aubameyang videoed partying in Dubai 4 days before AFCON begins, seemingly without a care for COVID-19. Both have now tested positive for the virus. ( @Stockton928) pic.twitter.com/V4xA1W7uqo— Get French Football News (@GFFN) January 6, 2022 Arsenal hafði gefið honum leyfi til að fara fyrr á Afríkumótið þar sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hafði ákveðið að nota hann ekki í leiknum á móti Manchester City. Aubameyang missti fyrirliðabandið hjá Arsenal í byrjun desember en hann spilaði síðast fyrir Arsenal 6. desember þegar hann kom inn á sem varamaður fimm mínútum fyrir leikslok í tapi á móti Everton. Aubameyang er með 4 mörk í 14 deildarleikjum með Arsenal á leiktíðinni. Hann er langstærsta stjarna Gabon-liðsins þar sem hann hefur skorað 29 mörk í 71 landsleik og er sá markahæsti í sögu landsliðsins. Aubameyang skoraði tvö af átta mörkum liðsins í undankeppninni. Mikel Arteta had grown tired of repeated disciplinary breaches and believed Pierre-Emerick Aubameyang was not setting the right example to the rest of the squad, claiming he lacked the "commitment and passion" to play for Arsenal. [@JamesOlley].https://t.co/TZMwZeZc28— Connor Humm (@TikiTakaConnor) January 6, 2022 Enski boltinn Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Sjá meira
Aubameyang er að fara að spila með Gabon í Afríkukeppninni sem áttu að verða fyrstu leikir hans í nokkurn tíma því hann var út í kuldanum hjá Arsenal nær allan desembermánuð. Pierre-Emerick Aubameyang has tested positive for COVID-19 upon arriving for the Africa Cup of Nations after a video emerged of him partying in Dubai. pic.twitter.com/unVCoFtNw3— ESPN FC (@ESPNFC) January 6, 2022 Áður en Aubameyang kom til Kamerún þá höfðu birst myndir af honum að skemmta sér í Dúbaí með félögum sínum. Það er ekki vitað hvar hann náði sér í veiruna en Mario Lemina, sem var með honum út á lífinu í Dúbaí, er líka smitaður. Nú missir Aubameyang væntanlega af tveimur fyrstu leikjum Gabon sem eru á móti Kómoreyjum á mánudaginn og Gana fjórum dögum síðar. Hann gæti jafnvel misst af öllu mótinu. Mario Lemina & Pierre Emerick Aubameyang videoed partying in Dubai 4 days before AFCON begins, seemingly without a care for COVID-19. Both have now tested positive for the virus. ( @Stockton928) pic.twitter.com/V4xA1W7uqo— Get French Football News (@GFFN) January 6, 2022 Arsenal hafði gefið honum leyfi til að fara fyrr á Afríkumótið þar sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hafði ákveðið að nota hann ekki í leiknum á móti Manchester City. Aubameyang missti fyrirliðabandið hjá Arsenal í byrjun desember en hann spilaði síðast fyrir Arsenal 6. desember þegar hann kom inn á sem varamaður fimm mínútum fyrir leikslok í tapi á móti Everton. Aubameyang er með 4 mörk í 14 deildarleikjum með Arsenal á leiktíðinni. Hann er langstærsta stjarna Gabon-liðsins þar sem hann hefur skorað 29 mörk í 71 landsleik og er sá markahæsti í sögu landsliðsins. Aubameyang skoraði tvö af átta mörkum liðsins í undankeppninni. Mikel Arteta had grown tired of repeated disciplinary breaches and believed Pierre-Emerick Aubameyang was not setting the right example to the rest of the squad, claiming he lacked the "commitment and passion" to play for Arsenal. [@JamesOlley].https://t.co/TZMwZeZc28— Connor Humm (@TikiTakaConnor) January 6, 2022
Enski boltinn Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Sjá meira