Júlíus Geirmundsson sneri í land eftir að skipverji greindist um borð Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2022 11:31 Frá komu Júlíusar Geirmundssonar í Ísafjarðarhöfn í október 2020. Hafþór Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom í land í morgun eftir að skipverji fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-sjálfsprófi um borð. Maðurinn fer í kjölfarið í PCR-sýnatöku hjá heilsugæslunni á Ísafirði. Þetta segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið í samtali við Vísi. Aðrir áhafnarmeðlimir hafi sömuleiðis farið í sjálfspróf í gær en allir fengið neikvæða niðurstöðu. Bæjarins besta greindi fyrst frá. Að sögn Einars var öll áhöfnin skimuð áður en skipið fór frá landi, líkt og nú sé gert fyrir hverja veiðiferð á vegum Gunnvarar. Þrátt fyrir það virðist vera erfitt að grípa öll tilfelli. „Þetta er auðvitað bara grunur núna, það er ekki staðfest að hann sé með þessa veiru. Þetta eru bara verkferlar sem almannavarnir stjórna.“ Aðspurður um hvort hann óttist að aðrir skipverjar verði sendir í sóttkví ef greiningin verður staðfest með PCR-sýnatöku segir Einar að það eigi eftir að koma í ljós. Mikið álag sé á sýnatökunni og óljóst hvort hægt verði að koma sýnum samdægurs til Reykjavíkur til greiningar. „Við bíðum bara og fylgjum reglunum alveg út í ystu æsar. Því miður þá er þetta í miklum vexti, það eru ljótar fréttirnar eins og af landamærunum. Maður hefur áhyggjur af þessu, að þetta fari í gegnum skólana og allt saman. Þetta er ekki gott,“ segir Einar. Skipstjórinn dæmdur fyrir brot á sjómannalögum Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson komst í fréttir í október 2020 eftir að 22 skipverjar af 25 sýktust af kórónuveirunni. Meðlimir áhafnarinnar sökuðu skipstjórann um að neita að snúa í land og skipa veikum mönnum að vinna um borð. Í kjölfarið hófst lögreglurannsókn og var Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, dæmdur til að greiða 750 þúsund króna sekt. Þá var hann sviptur skipstjórnarréttindum í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ Sveinn játaði sök fyrir dómi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39 Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið í samtali við Vísi. Aðrir áhafnarmeðlimir hafi sömuleiðis farið í sjálfspróf í gær en allir fengið neikvæða niðurstöðu. Bæjarins besta greindi fyrst frá. Að sögn Einars var öll áhöfnin skimuð áður en skipið fór frá landi, líkt og nú sé gert fyrir hverja veiðiferð á vegum Gunnvarar. Þrátt fyrir það virðist vera erfitt að grípa öll tilfelli. „Þetta er auðvitað bara grunur núna, það er ekki staðfest að hann sé með þessa veiru. Þetta eru bara verkferlar sem almannavarnir stjórna.“ Aðspurður um hvort hann óttist að aðrir skipverjar verði sendir í sóttkví ef greiningin verður staðfest með PCR-sýnatöku segir Einar að það eigi eftir að koma í ljós. Mikið álag sé á sýnatökunni og óljóst hvort hægt verði að koma sýnum samdægurs til Reykjavíkur til greiningar. „Við bíðum bara og fylgjum reglunum alveg út í ystu æsar. Því miður þá er þetta í miklum vexti, það eru ljótar fréttirnar eins og af landamærunum. Maður hefur áhyggjur af þessu, að þetta fari í gegnum skólana og allt saman. Þetta er ekki gott,“ segir Einar. Skipstjórinn dæmdur fyrir brot á sjómannalögum Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson komst í fréttir í október 2020 eftir að 22 skipverjar af 25 sýktust af kórónuveirunni. Meðlimir áhafnarinnar sökuðu skipstjórann um að neita að snúa í land og skipa veikum mönnum að vinna um borð. Í kjölfarið hófst lögreglurannsókn og var Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, dæmdur til að greiða 750 þúsund króna sekt. Þá var hann sviptur skipstjórnarréttindum í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ Sveinn játaði sök fyrir dómi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39 Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39
Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55