Milos sagður „andlit egóismans“ og byrja í mikilli brekku Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 14:01 Milos Milojevic er mættur í brúna hjá besta liði Malmö, með tilheyrandi pressu. Malmö FF Ráðning meistaraliðs Malmö á Milos Milojevic virðist koma sænskum fjölmiðlamönnum mjög á óvart. Einn þeirra segir hann „andlit egóismans“. Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi eftir að hafa spilað sem leikmaður með Hamri, Ægi og Víkingi. Hann fór frá Íslandi til að þjálfa hjá Mjällby í Svíþjóð árið 2018, og var svo aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu árin 2019-2021. Nú síðast stýrði hann Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í hálft ár, en félagið rifti samningi við Milos eftir að hann hafði átt í viðræðum við Rosenborg í Noregi um að taka við liðinu. Nú hefur Milos tekið við sigursælasta liði Svíþjóðar, sem varð meistari undir stjórn Jon Dahl Tomasson seint á síðasta ári. „Stuðningsmenn telja að þetta sé þreytuleg ráðning,“ segir Johan Dolck Wall, sérfræðingur Expressen. Robert Laul, blaðamaður Göteborgs-Posten, vísar í fíaskóið varðandi viðskilnað Milosar við Hammarby og skrifar: „Þjálfarinn sem nýverið varð andlit egóismans tekur við Malmö. Kannski reynist það góð ráðning. Þjálfarar eru sjaldnast lengi hjá Malmö, af ólíkum ástæðum. Kannski aðallega vegna þess að það eru peningar sem skapa árangurinn en ekki einstaka þjálfarar.“ Tränaren som nyligen gav egoismen ett ansikte tar över Malmö FF. Kanske är en bra matchning, tränare blir sällan långvariga i MFF, av olika anledningar. Kanske främst för att det är pengar som skapar framgången mer än enskilda tränare. https://t.co/E5D5UH31oH— Robert Laul (@RobbieLauler) January 7, 2022 Erik Edman, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, tekur undir með Wall varðandi það að stuðningsmenn muni hafa sínar efasemdir varðandi Milos til að byrja með: „Þetta kemur svo sannarlega verulega á óvart. Ég held að öllum finnist það. Ég hélt að þetta væri kannski búið spil hjá honum í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá stóru félögunum, eftir þessa ferð þarna til Þrándheims [í viðræður við Rosenborg],“ sagði Edman við Fotbollskanalen. Hann telur ráðninguna þannig koma á erfiðum tímapunkti. „Hann byrjar í brekku hjá stuðningsmönnunum í ljósi þess að hann var hjá Hammarby fyrri skömmu og að viðskilnaðurinn var ekki svo fagur. Hann þarf að vinna sig upp hjá stuðningsmönnum Malmö. Hann þarf að vinna strax og helst sænska bikarinn. Malmö, sem félag, hefur ekki fylgt neinni ákveðinni stefnu varðandi spilamennsku. Það lítur svolítið þannig út að það eina sem skiptir máli sé að vinna,“ sagði Edman. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi eftir að hafa spilað sem leikmaður með Hamri, Ægi og Víkingi. Hann fór frá Íslandi til að þjálfa hjá Mjällby í Svíþjóð árið 2018, og var svo aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu árin 2019-2021. Nú síðast stýrði hann Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í hálft ár, en félagið rifti samningi við Milos eftir að hann hafði átt í viðræðum við Rosenborg í Noregi um að taka við liðinu. Nú hefur Milos tekið við sigursælasta liði Svíþjóðar, sem varð meistari undir stjórn Jon Dahl Tomasson seint á síðasta ári. „Stuðningsmenn telja að þetta sé þreytuleg ráðning,“ segir Johan Dolck Wall, sérfræðingur Expressen. Robert Laul, blaðamaður Göteborgs-Posten, vísar í fíaskóið varðandi viðskilnað Milosar við Hammarby og skrifar: „Þjálfarinn sem nýverið varð andlit egóismans tekur við Malmö. Kannski reynist það góð ráðning. Þjálfarar eru sjaldnast lengi hjá Malmö, af ólíkum ástæðum. Kannski aðallega vegna þess að það eru peningar sem skapa árangurinn en ekki einstaka þjálfarar.“ Tränaren som nyligen gav egoismen ett ansikte tar över Malmö FF. Kanske är en bra matchning, tränare blir sällan långvariga i MFF, av olika anledningar. Kanske främst för att det är pengar som skapar framgången mer än enskilda tränare. https://t.co/E5D5UH31oH— Robert Laul (@RobbieLauler) January 7, 2022 Erik Edman, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, tekur undir með Wall varðandi það að stuðningsmenn muni hafa sínar efasemdir varðandi Milos til að byrja með: „Þetta kemur svo sannarlega verulega á óvart. Ég held að öllum finnist það. Ég hélt að þetta væri kannski búið spil hjá honum í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá stóru félögunum, eftir þessa ferð þarna til Þrándheims [í viðræður við Rosenborg],“ sagði Edman við Fotbollskanalen. Hann telur ráðninguna þannig koma á erfiðum tímapunkti. „Hann byrjar í brekku hjá stuðningsmönnunum í ljósi þess að hann var hjá Hammarby fyrri skömmu og að viðskilnaðurinn var ekki svo fagur. Hann þarf að vinna sig upp hjá stuðningsmönnum Malmö. Hann þarf að vinna strax og helst sænska bikarinn. Malmö, sem félag, hefur ekki fylgt neinni ákveðinni stefnu varðandi spilamennsku. Það lítur svolítið þannig út að það eina sem skiptir máli sé að vinna,“ sagði Edman.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira