Síðasti leikdagur NFL tímabilsins | Hvaða lið fara í úrslitakeppnina? Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. janúar 2022 11:30 Dallas Cowboys eru komnir í úrslitakeppnina EPA-EFE/CJ GUNTHER Síðasti leikdagur þessa lengsta tímabils í sögu NFL deildarinnar er runninn upp og því er ekki úr vegi að fara yfir hvaða lið eru á leiðinni í úrslitakeppnina og hvaða lið eiga enn eftir að tryggja sér sæti. Í NFC deildinni er engin spenna á toppnum því Green Bay Packers(13-3) hafa nú þegar tryggt sér toppsætið annað árið í röð með líklegan MVP deildarinnar innanborðs, Aaron Rodgers. Þar á eftir koma LA Rams(12-4) og Tampa Bay Buccaneers(12-4) sem eru bæði efst í sínum riðlum. Þá eru Dallas Cowboys(12-5) og Arizona Cardinals(11-5) líka með örugg sæti sem og Philadelphia Eagles(9-8). Þar með er bara eitt laust sæti eftir í NFC deildinni og það fer annaðhvort til San Francisco 49ers(9-7) eða New Orleans Saints(8-8). 49ers eru í betri stöðu og tryggja sér sætið með sigri á LA Rams í leik sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Week 18. This is the #NFLSeasonFinale. pic.twitter.com/ymTNYM9OfE— NFL (@NFL) January 3, 2022 Í AFC deildinni er meiri spenna á toppnum en bæði Kansas City Chiefs(12-5) og Tennessee Titans(11-5) geta náð efsta sætinu. Chiefs setti pressu á Titans með góðum sigri á Denver Broncos í gærkvöldi en Titans tryggja sér sætið ef liðið sigrar Houston í dag. Cincinatti Bengals(10-6), Buffalo Bills(10-6) og New England Patriots(10-6) eru einnig örugg inn í úrslitakeppnina. Fimm lið í AFC deildinni eru svo að eltast við síðustu tvö sætin. Indianapolis Colts(9-7) og LA Chargers(9-7) eru í sætunum núna. Colts spila við Jacksonville Jaguars í dag sem eru lélegasta lið deildarinnar og ef Colts vinna þá er síðasta sætið keppni á milli LA Chargers og Las Vegas Raiders(9-7). Ef Colts hins vegar tapa þá opnar það leiðina fyrir Pittsburgh Steelers(8-7-1) eða Baltimore Ravens(8-8) sem mætast einmitt í hinum leik dagsins á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:00. Það er ljóst að spennan verður mikil í dag. NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira
Í NFC deildinni er engin spenna á toppnum því Green Bay Packers(13-3) hafa nú þegar tryggt sér toppsætið annað árið í röð með líklegan MVP deildarinnar innanborðs, Aaron Rodgers. Þar á eftir koma LA Rams(12-4) og Tampa Bay Buccaneers(12-4) sem eru bæði efst í sínum riðlum. Þá eru Dallas Cowboys(12-5) og Arizona Cardinals(11-5) líka með örugg sæti sem og Philadelphia Eagles(9-8). Þar með er bara eitt laust sæti eftir í NFC deildinni og það fer annaðhvort til San Francisco 49ers(9-7) eða New Orleans Saints(8-8). 49ers eru í betri stöðu og tryggja sér sætið með sigri á LA Rams í leik sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Week 18. This is the #NFLSeasonFinale. pic.twitter.com/ymTNYM9OfE— NFL (@NFL) January 3, 2022 Í AFC deildinni er meiri spenna á toppnum en bæði Kansas City Chiefs(12-5) og Tennessee Titans(11-5) geta náð efsta sætinu. Chiefs setti pressu á Titans með góðum sigri á Denver Broncos í gærkvöldi en Titans tryggja sér sætið ef liðið sigrar Houston í dag. Cincinatti Bengals(10-6), Buffalo Bills(10-6) og New England Patriots(10-6) eru einnig örugg inn í úrslitakeppnina. Fimm lið í AFC deildinni eru svo að eltast við síðustu tvö sætin. Indianapolis Colts(9-7) og LA Chargers(9-7) eru í sætunum núna. Colts spila við Jacksonville Jaguars í dag sem eru lélegasta lið deildarinnar og ef Colts vinna þá er síðasta sætið keppni á milli LA Chargers og Las Vegas Raiders(9-7). Ef Colts hins vegar tapa þá opnar það leiðina fyrir Pittsburgh Steelers(8-7-1) eða Baltimore Ravens(8-8) sem mætast einmitt í hinum leik dagsins á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:00. Það er ljóst að spennan verður mikil í dag.
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira