„Aldrei að fara að tapa þessum leik“ Atli Arason skrifar 9. janúar 2022 21:09 Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni. Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var ánægð að hafa sótt tvö stig gegn Breiðablik í kvöld í sigri sem var tæpari en hún bjóst við. „Tvö stig eru tvö stig. Þetta er tæpari leikur en við lögðum upp með en sigur er sigur og við förum sáttar heim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum svolítið að viðhalda góðri sókn í gegnum leikinn, þrátt fyrir að við dettum kannski aðeins niður í öðrum leikhluta þá gerum við vel í síðari hálfleik“ Fjölnir virtist vera með leikinn í sínum höndum framan af en undir lok leiksins náði Breiðablik að minnka muninn niður í tvö stig. Það var þó aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda í huga Dagnýjar. „Á stigatöflunni var þetta ansi tæpt og kannski sérstaklega þegar ein mínúta var eftir. Að sama skapi má maður ekki stressa sig of mikið á því. Við vorum búnar að vera yfir allan leikinn og búnar að vera með yfirhöndina í gegnum allan leikinn. Fyrir mér þá var ég aldrei að fara að tapa þessum leik. Maður má ekki stressa sig yfir einhverjum stigum þarna alveg í lokin.“ Dagný varð að taka á sig nokkur þung högg í kvöld en kemur þó eiginlega heil út úr leiknum. „Mér er aðeins illt í hnjánum. Ég kannski datt aðeins meira í þessum leik en vanalega. Það er samt bara skemmtilegra að spila leik þar sem maður fær einhver högg. Þetta var líkamlegur leikur en samt alveg mjög skemmtilegur,“ svaraði Dagný, aðspurð út í allar bylturnar sem hún fékk á sig í kvöld. Með sigrinum í kvöld tekur Fjölnir á topp sæti deildarinnar af Njarðvík en Njarðvík á leik inni gegn Keflavík næsta miðvikudag. Í næstu umferð mætast þó þessi tvö efstu lið deildarinnar innbyrðis og Dagný segist hlakka mikið til þess leiks. „Það leggst alltaf vel í mann að spila gegn toppliðinu, þetta verður barátta í 40 mínútur. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er eitthvað sem við þurfum að stíla inn á. Við þurfum að nota næstu daga í stífar æfingar til þess að undirbúa okkur fyrir þennan leik. Við tökum ekkert annað í mál en að fara heim með tvö stig úr þeim leik líka,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis. Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
„Tvö stig eru tvö stig. Þetta er tæpari leikur en við lögðum upp með en sigur er sigur og við förum sáttar heim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum svolítið að viðhalda góðri sókn í gegnum leikinn, þrátt fyrir að við dettum kannski aðeins niður í öðrum leikhluta þá gerum við vel í síðari hálfleik“ Fjölnir virtist vera með leikinn í sínum höndum framan af en undir lok leiksins náði Breiðablik að minnka muninn niður í tvö stig. Það var þó aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda í huga Dagnýjar. „Á stigatöflunni var þetta ansi tæpt og kannski sérstaklega þegar ein mínúta var eftir. Að sama skapi má maður ekki stressa sig of mikið á því. Við vorum búnar að vera yfir allan leikinn og búnar að vera með yfirhöndina í gegnum allan leikinn. Fyrir mér þá var ég aldrei að fara að tapa þessum leik. Maður má ekki stressa sig yfir einhverjum stigum þarna alveg í lokin.“ Dagný varð að taka á sig nokkur þung högg í kvöld en kemur þó eiginlega heil út úr leiknum. „Mér er aðeins illt í hnjánum. Ég kannski datt aðeins meira í þessum leik en vanalega. Það er samt bara skemmtilegra að spila leik þar sem maður fær einhver högg. Þetta var líkamlegur leikur en samt alveg mjög skemmtilegur,“ svaraði Dagný, aðspurð út í allar bylturnar sem hún fékk á sig í kvöld. Með sigrinum í kvöld tekur Fjölnir á topp sæti deildarinnar af Njarðvík en Njarðvík á leik inni gegn Keflavík næsta miðvikudag. Í næstu umferð mætast þó þessi tvö efstu lið deildarinnar innbyrðis og Dagný segist hlakka mikið til þess leiks. „Það leggst alltaf vel í mann að spila gegn toppliðinu, þetta verður barátta í 40 mínútur. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er eitthvað sem við þurfum að stíla inn á. Við þurfum að nota næstu daga í stífar æfingar til þess að undirbúa okkur fyrir þennan leik. Við tökum ekkert annað í mál en að fara heim með tvö stig úr þeim leik líka,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis.
Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira