Strákur fæddur sex mánuðum fyrir hrun skoraði fyrir úrvalsdeildarlið Leiknis R. Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 10:30 Leiknismenn byrja undirbúningstímabilið á því að gefa kornungum leikmanni tækifæri og hann nýtt það vel. Vísir/Hulda Margrét Leiknismenn unnu góðan sigur á HK í Fótbolta.net mótinu um helgina en það var kannski einn markaskorari liðsins sem vakti mesta athygli á þessum leik. Sá heitir Karan Gurung og skoraði fjórða og síðasta mark Leiksins átta mínútum fyrir leikslok eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Daníel Finns Matthíasson hafði skorað tvívegis í þessum 4-0 sigri en fyrsta markið var sjálfsmark markvarðar HK. Það hefði þótt sögulegt bara að senda Karan Gurung inn á völlinn, hvað þá að hann skildi síðan skora mark. Karan Gurung er nefnilega fæddur 21. mars 2008 eða aðeins sex mánuðum fyrir Bankahrunið á Íslandi. Hann heldur því ekki upp á fjórtán ára afmælið sitt fyrr en eftir rúma tvo mánuði. Strákur fæddur árið 2008 á skotskónum fyrir Leikni https://t.co/5Vtro3GbJ4— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 9, 2022 Þetta var auðvitað æfingamót en það verður fróðlegt að sjá hvort þessi efnilegi fótboltamaður fái að spila alvöru leiki á þessu tímabili. Leiknisliðið spilar í úrvalsdeildinni sem hét áður Pepsi Max deildin en mun væntanlega fá nýtt nafn á næstu mánuðum. Metið yfir yngsta leikmann efstu deildar karla frá upphafi á Eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson sem var bara 14 ára, 10 mánaða og 26 daga þegar hann kom fyrst við sögu hjá ÍBV í júnímánuði 2018. Leiknismenn eiga sjötta yngsta leikmanninn en Sævar Atli Magnússon var 15 ára, 3 mánaða og 17 daga í sínum fyrsta leik með Leikni í úrvalsdeildinni í október 2015. Sá yngsti til að skora mark í efstu deild er Eiður Smári Guðjohnsen sem var bara 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Valsmenn í maímánuði 1994. Karan Gurung verður bara 14 ára og 30 daga þegar Leiknismenn spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á komandi sumri sem verður á móti KA á útivelli í apríl. Til þess að slá aldursmet Eyþór Orra þá þarf Karan Gurung „bara“ að spila sinn fyrsta leik í efstu á næsta tímabili og á því munu Leiknismenn spila 27 leiki. Leiknir Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Sá heitir Karan Gurung og skoraði fjórða og síðasta mark Leiksins átta mínútum fyrir leikslok eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Daníel Finns Matthíasson hafði skorað tvívegis í þessum 4-0 sigri en fyrsta markið var sjálfsmark markvarðar HK. Það hefði þótt sögulegt bara að senda Karan Gurung inn á völlinn, hvað þá að hann skildi síðan skora mark. Karan Gurung er nefnilega fæddur 21. mars 2008 eða aðeins sex mánuðum fyrir Bankahrunið á Íslandi. Hann heldur því ekki upp á fjórtán ára afmælið sitt fyrr en eftir rúma tvo mánuði. Strákur fæddur árið 2008 á skotskónum fyrir Leikni https://t.co/5Vtro3GbJ4— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 9, 2022 Þetta var auðvitað æfingamót en það verður fróðlegt að sjá hvort þessi efnilegi fótboltamaður fái að spila alvöru leiki á þessu tímabili. Leiknisliðið spilar í úrvalsdeildinni sem hét áður Pepsi Max deildin en mun væntanlega fá nýtt nafn á næstu mánuðum. Metið yfir yngsta leikmann efstu deildar karla frá upphafi á Eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson sem var bara 14 ára, 10 mánaða og 26 daga þegar hann kom fyrst við sögu hjá ÍBV í júnímánuði 2018. Leiknismenn eiga sjötta yngsta leikmanninn en Sævar Atli Magnússon var 15 ára, 3 mánaða og 17 daga í sínum fyrsta leik með Leikni í úrvalsdeildinni í október 2015. Sá yngsti til að skora mark í efstu deild er Eiður Smári Guðjohnsen sem var bara 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Valsmenn í maímánuði 1994. Karan Gurung verður bara 14 ára og 30 daga þegar Leiknismenn spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á komandi sumri sem verður á móti KA á útivelli í apríl. Til þess að slá aldursmet Eyþór Orra þá þarf Karan Gurung „bara“ að spila sinn fyrsta leik í efstu á næsta tímabili og á því munu Leiknismenn spila 27 leiki.
Leiknir Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira