Bob Saget er látinn Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2022 07:21 Margir þekkja Bob Saget einnig sem sögumanninn í þáttunum How I Met Your Mother. AP Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær. Starfsfólk hótelsins kallaði til sjúkralið eftir að hafa komið að Saget meðvitundarlausum og var hann svo úrskurðaður látinn á staðnum. Ekki liggur fyrir um orsök andlátsins að svo stöddu, en í frétt BBC er tekið fram að ekki neitt saknæmt hafi átt sér stað. Saget var nýbyrjaður í uppistandsferðalagi og hafði skemmt áhorfendum í Jacksonville í Flórída síðast á laugardagkvöldinu. Að sýningu lokinni deildi hann því á Instagram hvað hann væri ánægður með að vera byrjaður að skemmta á ný. View this post on Instagram A post shared by Bob (@bobsaget) Í þáttunum Full House, sem framleiddir voru á árunum 1987 til 1995 fór Saget með hlutverk ekkilsins Danny Tanner og sagði þar frá uppeldi hans á þremur dætrum sínum með aðstoð tveggja bræðra sinna sem þeir John Stamos og Dave Coulier túlkuðu. Candace Cameron Bure, Jodie Sweetin fóru með hlutverk tveggja elstu dætranna, DJ og Stephanie, og Mary-Kate og Asley Olsoen skiptust á að túlka þá yngstu, Michelle. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. Saget setti sig aftur í spor Tanner þegar Netflix hóf framleiðslu á þáttunum Fuller House árið 2016 þar sem kastljósinu var beint að eldri dætrum Tanner sérstaklega. Samstarfsmenn Sagets hafa margir minnst hans á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal Candace Cameron Bure, sem fór með hlutverk DJ Tanner í Full House og Fuller House. I don t know what to say . I have no words. Bob was one of the best humans beings I ve ever known in my life. I loved him so much.— Candace Cameron Bure (@candacecbure) January 10, 2022 I am broken. I am gutted. I am in complete and utter shock. I will never ever have another friend like him. I love you so much Bobby.— John Stamos (@JohnStamos) January 10, 2022 I just can t believe it. What a wonderful guy. He always went out of his way to make me comfortable and talked nonstop about his kids. Such a loss pic.twitter.com/Yr6C3R4lEW— Kat Dennings (@OfficialKat) January 10, 2022 Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Uppistand Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Starfsfólk hótelsins kallaði til sjúkralið eftir að hafa komið að Saget meðvitundarlausum og var hann svo úrskurðaður látinn á staðnum. Ekki liggur fyrir um orsök andlátsins að svo stöddu, en í frétt BBC er tekið fram að ekki neitt saknæmt hafi átt sér stað. Saget var nýbyrjaður í uppistandsferðalagi og hafði skemmt áhorfendum í Jacksonville í Flórída síðast á laugardagkvöldinu. Að sýningu lokinni deildi hann því á Instagram hvað hann væri ánægður með að vera byrjaður að skemmta á ný. View this post on Instagram A post shared by Bob (@bobsaget) Í þáttunum Full House, sem framleiddir voru á árunum 1987 til 1995 fór Saget með hlutverk ekkilsins Danny Tanner og sagði þar frá uppeldi hans á þremur dætrum sínum með aðstoð tveggja bræðra sinna sem þeir John Stamos og Dave Coulier túlkuðu. Candace Cameron Bure, Jodie Sweetin fóru með hlutverk tveggja elstu dætranna, DJ og Stephanie, og Mary-Kate og Asley Olsoen skiptust á að túlka þá yngstu, Michelle. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. Saget setti sig aftur í spor Tanner þegar Netflix hóf framleiðslu á þáttunum Fuller House árið 2016 þar sem kastljósinu var beint að eldri dætrum Tanner sérstaklega. Samstarfsmenn Sagets hafa margir minnst hans á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal Candace Cameron Bure, sem fór með hlutverk DJ Tanner í Full House og Fuller House. I don t know what to say . I have no words. Bob was one of the best humans beings I ve ever known in my life. I loved him so much.— Candace Cameron Bure (@candacecbure) January 10, 2022 I am broken. I am gutted. I am in complete and utter shock. I will never ever have another friend like him. I love you so much Bobby.— John Stamos (@JohnStamos) January 10, 2022 I just can t believe it. What a wonderful guy. He always went out of his way to make me comfortable and talked nonstop about his kids. Such a loss pic.twitter.com/Yr6C3R4lEW— Kat Dennings (@OfficialKat) January 10, 2022
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Uppistand Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira